Stjóri Úlfanna hundóánægður með VAR: Verða að taka betri ákvarðanir Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. desember 2021 17:46 Bruno Lage, stjóri Wolves. vísir/Getty Bruno Lage, stjóri Wolves, skaut föstum skotum á dómara ensku úrvalsdeildarinnar eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Chelsea. Daniel Podence virtist vera að koma Úlfunum í forystu snemma leiks en eftir að markið hafði verið skoðað af VAR, var það dæmt af vegna stöðu Raul Jimenez inn á vítateignum. „Ég vil ekki þurfa að tala um reglurnar. Þetta var góð fyrirgjöf og Podence kemur sem annar maður inn á teig og skorar. Þá fer VAR að skoða stöðuna á Raul (Jimenez). Það var erfitt að tala við strákana eftir leik því þeir voru allir að svekkja sig á þessu,“ „Við lentum illa í VAR fyrr í vetur. Ég reyni að útskýra fyrir leikmönnum mínum að það þýði ekkert að tala um þetta en dómararnir verða að nýta VAR til að taka betri ákvarðanir,“ segir Lage. Úlfarnir hafa spilað agaðan varnarleik á tímabilinu en Lage var ánægður með spilamennsku liðsins í dag, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. „Mér fannst við stjórna þessum leik. Við sköpuðum mikil vandræði fyrir þá og þeir þurftu að breyta leikskipulaginu sínu. Þeir gerðu vel í síðari hálfleik og ég held að það hafi verið sanngjarnt að bæði lið fengu eitt stig,“ segir Lage. "We come to play the game, and every time this kind of decisions, we need to understand." Bruno Lage vents his frustrations at the VAR consistency with decisions that went against Wolves today compared to Man City pic.twitter.com/fxRLcTIdHP— Football Daily (@footballdaily) December 19, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea fjarlægist toppinn eftir markalaust jafntefli Chelsea er að dragast aftur úr í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir tvö jafntefli í röð. 19. desember 2021 16:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Daniel Podence virtist vera að koma Úlfunum í forystu snemma leiks en eftir að markið hafði verið skoðað af VAR, var það dæmt af vegna stöðu Raul Jimenez inn á vítateignum. „Ég vil ekki þurfa að tala um reglurnar. Þetta var góð fyrirgjöf og Podence kemur sem annar maður inn á teig og skorar. Þá fer VAR að skoða stöðuna á Raul (Jimenez). Það var erfitt að tala við strákana eftir leik því þeir voru allir að svekkja sig á þessu,“ „Við lentum illa í VAR fyrr í vetur. Ég reyni að útskýra fyrir leikmönnum mínum að það þýði ekkert að tala um þetta en dómararnir verða að nýta VAR til að taka betri ákvarðanir,“ segir Lage. Úlfarnir hafa spilað agaðan varnarleik á tímabilinu en Lage var ánægður með spilamennsku liðsins í dag, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. „Mér fannst við stjórna þessum leik. Við sköpuðum mikil vandræði fyrir þá og þeir þurftu að breyta leikskipulaginu sínu. Þeir gerðu vel í síðari hálfleik og ég held að það hafi verið sanngjarnt að bæði lið fengu eitt stig,“ segir Lage. "We come to play the game, and every time this kind of decisions, we need to understand." Bruno Lage vents his frustrations at the VAR consistency with decisions that went against Wolves today compared to Man City pic.twitter.com/fxRLcTIdHP— Football Daily (@footballdaily) December 19, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea fjarlægist toppinn eftir markalaust jafntefli Chelsea er að dragast aftur úr í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir tvö jafntefli í röð. 19. desember 2021 16:00 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Chelsea fjarlægist toppinn eftir markalaust jafntefli Chelsea er að dragast aftur úr í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir tvö jafntefli í röð. 19. desember 2021 16:00