Forseti Alþjóðahandboltasambandsins gerði sig að fífli í ræðu eftir úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 08:00 Norsku stelpurnar fagna hér sigri og létu fáránlega ræðu forsetans ekki trufla sig en þær frönsku urðu enn svekktari eftir að forseti IHF mundi ekki einu sinn eftir því að þær höfðu spilað úrslitaleikinn. Samsett/EPA-EFE/Enric Fontcuberta Norðmenn tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í gær eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum. Ræða eftir leik hneykslaði marga. Eftir leikinn hélt Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandboltasambandsins, nefnilega ansi skrautlega ræðu. Instagram/Sportbladet Þar sem Noregur og Frakkland voru að spila til úrslita þá ætti það ekki að fara fram hjá neinum hvaða lið vann gullið og hvaða lið varð í öðru sæti. Norsku stelpurnar fögnuðu og þær frönsku gengi niðurlútar af velli. Moustafa tókst hins vegar að klúðra því í þessari fáránlegu ræðu sinni. „Ég lýsi því yfir að Noregur er heimsmeistari,“ sagði Hassan Moustafa og tók sér smá hlé áður en hann hélt áfram: „og Danmörk ... og Danmörk varð í öðru sæti. Og Frakkland varð í þriðja sæti. Hamingjuóskir til liðanna,“ sagði Moustafa. Dönsku stelpurnar höfðu fyrr um daginn tryggt sér bronsverðlaunin með sigri á Spáni í leiknum um þriðja sætið. I m more interested in who won the Presidents Cup #handball pic.twitter.com/uE9ZpfGYPP— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 19, 2021 Fólkið í Granollers púaði á forsetann sem var að fara með fáránlegar fleipur og gera sig að fífli þrátt fyrir að vera að greinilega að lesa upplýsingarnar af miða. Það er ekki nóg með að hann gerði þessi mistök heldur sýndi hann bestu handboltakonum heims algjört virðingaleysi með þessu bulli sínu. Moustafa skildi ekkert í viðbrögðum áhorfenda og heldur ekki þegar aðstoðarmaður hans reyndi að útskýra fyrir honum að Frakkland hafði í raun lent í öðru sætinu. „Annað sætið til Danmerkur. Ég skil ekki,“ sagði Moustafa. Ups: Håndboldpræsident udråbte Danmark som sølvvinder https://t.co/bYngG37U5l pic.twitter.com/UHqrss6kGM— JP Sport (@sportenJP) December 19, 2021 HM 2021 í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Eftir leikinn hélt Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandboltasambandsins, nefnilega ansi skrautlega ræðu. Instagram/Sportbladet Þar sem Noregur og Frakkland voru að spila til úrslita þá ætti það ekki að fara fram hjá neinum hvaða lið vann gullið og hvaða lið varð í öðru sæti. Norsku stelpurnar fögnuðu og þær frönsku gengi niðurlútar af velli. Moustafa tókst hins vegar að klúðra því í þessari fáránlegu ræðu sinni. „Ég lýsi því yfir að Noregur er heimsmeistari,“ sagði Hassan Moustafa og tók sér smá hlé áður en hann hélt áfram: „og Danmörk ... og Danmörk varð í öðru sæti. Og Frakkland varð í þriðja sæti. Hamingjuóskir til liðanna,“ sagði Moustafa. Dönsku stelpurnar höfðu fyrr um daginn tryggt sér bronsverðlaunin með sigri á Spáni í leiknum um þriðja sætið. I m more interested in who won the Presidents Cup #handball pic.twitter.com/uE9ZpfGYPP— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 19, 2021 Fólkið í Granollers púaði á forsetann sem var að fara með fáránlegar fleipur og gera sig að fífli þrátt fyrir að vera að greinilega að lesa upplýsingarnar af miða. Það er ekki nóg með að hann gerði þessi mistök heldur sýndi hann bestu handboltakonum heims algjört virðingaleysi með þessu bulli sínu. Moustafa skildi ekkert í viðbrögðum áhorfenda og heldur ekki þegar aðstoðarmaður hans reyndi að útskýra fyrir honum að Frakkland hafði í raun lent í öðru sætinu. „Annað sætið til Danmerkur. Ég skil ekki,“ sagði Moustafa. Ups: Håndboldpræsident udråbte Danmark som sølvvinder https://t.co/bYngG37U5l pic.twitter.com/UHqrss6kGM— JP Sport (@sportenJP) December 19, 2021
HM 2021 í handbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira