Brosir örugglega fram á næsta ár eftir að hafa fengið stórt faðmlag frá Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 14:01 Sara Sigmundsdóttir var ánægð með að vera komin aftur inn á keppnisgólfið Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir fékk mikið hrós frá mótshöldurum í Dúbaí fyrir að gefa sér alltaf tíma fyrir aðdáendur sína. Sara kláraði Dubai CrossFit Championship um helgina í sjöunda sæti og var þar aðeins einu stigi frá sjötta sætinu. Þetta var hennar fyrsta CrossFit mót eftir krossbandsslit og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Aðeins átta mánuðir voru liðnir frá aðgerð og andlegi þátturinn var einnig hjalli sem hún þurfti að komast yfir. Sara hafði ekki keppt í meira en ár en var á miklu skriði á lokadeginum þar sem hún hækkaði sig um nokkur sæti. Í síðustu fimm greinunum varð hún aldrei neðar en í sjöunda sæti og í þremur síðustu greinunum fékk hún samtals 250 af þeim 690 stigum sem hún endaði með. Sara varð þriðja í sjöundu og síðustu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Sara er gríðarlega vinsæl og það er ekki aðeins vegna frammistöðu sinnar inn á keppnisgólfinu heldur einnig fyrir það hvernig hún kemur fram og gefur sér tíma fyrir alla. Strax eftir að mótinu lauk þá gerðu mótshaldarar ekki aðeins mikið úr sigurvegurum mótsins, þeim Lauru Horvath frá Ungverjalandi og Roman Khrennikov frá Rússlandi, heldur einnig úr hvernig Sara sinnti sínum aðdáendum. Það voru einkum samskipti Söru og ungrar stelpu sem heilluðu alla upp úr skónum en það má sjá frábærar myndir af þeim tveimur hér fyrir ofan. „Dubai CrossFit Championship er einnig frábær staður til að gefa börnum (og fullorðnum) tækifæri til að nálgast hetjur sínar og fyrirmyndir,“ segir í færslunni. „Að hvetja næstu kynslóð og fylla þau andagift til að lifa betra, sterkara og heilsusamlegra lífi er einnig okkar markmið,“ segir í færslunni. „Sara Sigmundsdóttir er ein af þeim. Hún finnur alltaf tíma (og á tonn af brosum) fyrir alla sem vilja fá að hitta hana og taka mynd af sér með henni,“ segir í færslunni. CrossFit Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Sara kláraði Dubai CrossFit Championship um helgina í sjöunda sæti og var þar aðeins einu stigi frá sjötta sætinu. Þetta var hennar fyrsta CrossFit mót eftir krossbandsslit og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Aðeins átta mánuðir voru liðnir frá aðgerð og andlegi þátturinn var einnig hjalli sem hún þurfti að komast yfir. Sara hafði ekki keppt í meira en ár en var á miklu skriði á lokadeginum þar sem hún hækkaði sig um nokkur sæti. Í síðustu fimm greinunum varð hún aldrei neðar en í sjöunda sæti og í þremur síðustu greinunum fékk hún samtals 250 af þeim 690 stigum sem hún endaði með. Sara varð þriðja í sjöundu og síðustu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Sara er gríðarlega vinsæl og það er ekki aðeins vegna frammistöðu sinnar inn á keppnisgólfinu heldur einnig fyrir það hvernig hún kemur fram og gefur sér tíma fyrir alla. Strax eftir að mótinu lauk þá gerðu mótshaldarar ekki aðeins mikið úr sigurvegurum mótsins, þeim Lauru Horvath frá Ungverjalandi og Roman Khrennikov frá Rússlandi, heldur einnig úr hvernig Sara sinnti sínum aðdáendum. Það voru einkum samskipti Söru og ungrar stelpu sem heilluðu alla upp úr skónum en það má sjá frábærar myndir af þeim tveimur hér fyrir ofan. „Dubai CrossFit Championship er einnig frábær staður til að gefa börnum (og fullorðnum) tækifæri til að nálgast hetjur sínar og fyrirmyndir,“ segir í færslunni. „Að hvetja næstu kynslóð og fylla þau andagift til að lifa betra, sterkara og heilsusamlegra lífi er einnig okkar markmið,“ segir í færslunni. „Sara Sigmundsdóttir er ein af þeim. Hún finnur alltaf tíma (og á tonn af brosum) fyrir alla sem vilja fá að hitta hana og taka mynd af sér með henni,“ segir í færslunni.
CrossFit Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn „Ég saknaði þín“ Sjá meira