Víðtæk leit stendur yfir að Almari á suðvesturhorni landsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. desember 2021 11:15 Lögreglan leitar enn Almars Yngva en síðast sást til hans á aðfaranótt sunnudags. Víðtæk leit stendur yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanns, sem ekki hefur sést til síðan á aðfaranótt sunnudags. Lögregluembættin á suðvesturhorni landsins standa saman að leitinni auk Landhelgisgæslu og björgunarsveita. Síðast sást til Almars á aðfaranótt sunnudag, milli tvö og þrjú um nóttina. Sást hann þá í Hafnarfirði og er hann talinn geta verið á gráum Chevrolet Spark bílaleigubíl með bílnúmerinu HUX90. „Við erum ekki búin að finna Almar og höfum núna kallað til björgunarsveitir Landsbjargar og Landhelgisgæsluna til aðstoðar við leitina með það að markmiði að finna Almar. Planið er að leita núna á suðvesturhorninu, alla vegslóða og nota til þess þau tæki og tól sem björgunarsveitir og Landhelgisgæsla hafa yfir að ráða,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Almar er grannvaxinn og um 190 sentímetrar á hæð. Hann er dökkhærður og með skeggrót. Óskað hefur verið eftir aðstoð frá almenningi og hann hvattur til að hafa samband við 112 hafi einhver upplýsingar um ferðir Almars eða séð til bílsins sem hann er talinn vera á. Að sögn Skúla hafa eftirlitsmyndavélar verið skoðaðar en ekki borið árangur. Þá sé ekki grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Lögreglan sé þá að skoða hvort Almar eða bíllinn hafi sést við gistiheimili eða hótel. „Við teljum að hann hafi farið á bifreiðinni HUX90 sem er Chevrolet Spark, grár á lit, af heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags og því miður hefur okkar eftirgrennslan engan árangur borið,“ segir Skúli. „Frá því að við auglýstum eftir honum í gær um fimm leitið hafa komið nokkrar ábendingar, vísbendingar, ekki margar og þær hafa ekki skilað okkur neinu þannig að svæðið sem við erum að leita á er ansi stórt. Við erum að horfa til suðvesturhornsins eins og ég sagði.“ Bíllinn hefur enn ekki fundist. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF er notuð við leitina og verður meðal annars flogið yfir Reykjanesið. „Við biðlum til almennings, sama hvar hann er, að láta okkur vita ef þeir verða varir við bílinn eða Almar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Síðast sást til Almars á aðfaranótt sunnudag, milli tvö og þrjú um nóttina. Sást hann þá í Hafnarfirði og er hann talinn geta verið á gráum Chevrolet Spark bílaleigubíl með bílnúmerinu HUX90. „Við erum ekki búin að finna Almar og höfum núna kallað til björgunarsveitir Landsbjargar og Landhelgisgæsluna til aðstoðar við leitina með það að markmiði að finna Almar. Planið er að leita núna á suðvesturhorninu, alla vegslóða og nota til þess þau tæki og tól sem björgunarsveitir og Landhelgisgæsla hafa yfir að ráða,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Almar er grannvaxinn og um 190 sentímetrar á hæð. Hann er dökkhærður og með skeggrót. Óskað hefur verið eftir aðstoð frá almenningi og hann hvattur til að hafa samband við 112 hafi einhver upplýsingar um ferðir Almars eða séð til bílsins sem hann er talinn vera á. Að sögn Skúla hafa eftirlitsmyndavélar verið skoðaðar en ekki borið árangur. Þá sé ekki grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Lögreglan sé þá að skoða hvort Almar eða bíllinn hafi sést við gistiheimili eða hótel. „Við teljum að hann hafi farið á bifreiðinni HUX90 sem er Chevrolet Spark, grár á lit, af heimili sínu í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags og því miður hefur okkar eftirgrennslan engan árangur borið,“ segir Skúli. „Frá því að við auglýstum eftir honum í gær um fimm leitið hafa komið nokkrar ábendingar, vísbendingar, ekki margar og þær hafa ekki skilað okkur neinu þannig að svæðið sem við erum að leita á er ansi stórt. Við erum að horfa til suðvesturhornsins eins og ég sagði.“ Bíllinn hefur enn ekki fundist. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF er notuð við leitina og verður meðal annars flogið yfir Reykjanesið. „Við biðlum til almennings, sama hvar hann er, að láta okkur vita ef þeir verða varir við bílinn eða Almar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira