Innlent

Fáar vís­bendingar í máli Al­mars sem enn er saknað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglan leitar enn Almars Yngva en síðast sást til hans á aðfaranótt sunnudags.
Lögreglan leitar enn Almars Yngva en síðast sást til hans á aðfaranótt sunnudags.

Enn bólar ekkert á Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanni sem ekki hefur sést til síðan aðfaranótt sunnudags. Lögreglu hefur borist fáar vísbendingar vegna leitarinnar og því beinist hún að stóru svæði, í raun öllu suðvesturhorninu.

Síðast sást til Almars á aðfaranótt sunnudag, milli klukkan tvö og þrjú um nóttina. Sást hann þá í Hafnarfirði og er hann talinn geta verið á gráum Chevrolet Spark bílaleigubíl með bílnúmerinu HUX90. Bíllinn er ófundinn.

Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ekkert bóla á Almari eða bílnum.

„Vísbendingaleysið er með þeim hætti að við urðum að horfa á Suðvesturhornið, Suðurnesin, austur fyrir fjall og Reykjavík til að byrja með,“ segir Skúli. Á stöðufundi eftir hádegið hafi um hundrað björgunarsveitarmenn verið komnir með verkefni, að fara ýmsa slóða á leitarsvæðinu.

„Svo eru fleiri að koma á eftir og verða fram á kvöld,“ segir Skúli.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina í dag á meðan bjart var og þá hefur verið notast við dróna við leitina.

Þá hafa vinir og kunningjar Almars stofnað Facebook-síðu þar sem fylgst er með gangi mála við leitina.


Tengdar fréttir

Víðtæk leit stendur yfir að Almari á suðvesturhorni landsins

Víðtæk leit stendur yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanns, sem ekki hefur sést til síðan á aðfaranótt sunnudags. Lögregluembættin á suðvesturhorni landsins standa saman að leitinni auk Landhelgisgæslu og björgunarsveita. 

Lýst eftir Almari Yngva

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir Almari Yngva Garðarssyni. Síðast er vitað um ferðir hans í Hafnarfirði milli klukkan 2 og 3 í nótt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×