Við verðum einnig í beinni útsendingu frá miðbænum þar sem fólk úr veitinga- og tónlistarbransanum hefur miklar áhyggjur af komandi tímum og heyrum í ferðamönnum sem ætla að verja hátíðunum hér á landi.
Þá verður rætt við fjölfatlaðan 45 ára gamlan karlmann sem er fastur á elliheimili þar sem hann fær ekki heimaþjónustu. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvað tekur við.
Einnig verðum við í beinni útsendingu frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð þar sem umfangsmikilli leit af Almari Yngva Garðarssyni er stjórnað auk þess sem við heyrum um óhefðbundið jólahald hjá íslenskri fjölskyldu í Afríku og skoðum eina vinsælustu jólagjöfina í ár.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30. Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.