Sprenging í tíðni áunninnar sykursýki: Matvælaframleiðendur beri mikla ábyrgð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2021 18:30 Bolli Þórsson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd Samsett Sprenging hefur orðið í fjölda fólks sem hefur greinst með áunna sykursýki hér á landi síðustu ellefu ár. Aukningin helst í hendur við fjölgun fólks í ofþyngd. Talið er að þrjátíu prósent þeirra sem hafa sjúkdóminn séu vangreind. Tvöfalt fleiri taka lyf til að lækka blóðsykur sinn nú en fyrir ellefu árum samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Blóðsykurslækkandi lyf, utan insúlíns (ATC flokkur A10B) miðað við stöðu í lyfjagagnagrunni, dags. 20.12.2021. Heimild:Landlæknir.Vísir/Ragnar Visage Þetta kemur líka fram í grein sem birtist í Læknablaðinu á þessu ári þar sem algengi sykursýki 2 meira en tvöfaldaðist í nær öllum aldurshópum frá 2005 til 2018. Áætlaður fjöldi fólks með sykursýki. Heimild: Læknablaðið.Vísir/Ragnar Visage Haldi fólki með sykursýki á Íslandi áfram að fjölga með svipuðum hraða gæti fjöldi fólks með sykursýki verið um 24.000 manns árið 2040. „Það er líka aukning á sykursýki eitt af einhverjum ástæðum, þó áunninn sykursýki eða sykursýki 2 sé um 90% tilvika,“ segir Bolli Þórsson sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd sem er einn höfunda greinarinnar. Einkum megi rekja aukningu á sykursýki tvö til þriggja þátta. „Það eru bein tengsl milli ofþyngdar og sykursýki, hreyfingarleysi hefur líka neikvæð áhrif og mataræðið,“ segir hann. Bolli sem starfar sem læknir hjá Hjartavernd segir að vísbendingar séu um að neikvæð þróun hafi átt sér stað í öllum þessum þáttum síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. „Fólk hefur verið heldur að þyngjast síðustu ár og það er svona minna að hreyfa sig. Þá hef ég hef heyrt um rannsóknir frá Íslenskri erfðagreiningu um að þol fólks sé minna,“ segir hann. Matvælaframleiðendur beri siðferðislega ábyrgð Bolli segir of algengt að fólk neyti tilbúinna, óhollra matvæla en framleiðendur beri líka mikla ábyrgð. „Matvælaframleiðendur bera mikla ábyrgð á þessari þróun. Þeir hafa siðferðislega ábyrgð á að hafa eins holl innihaldsefni og mögulegt er í framleiðslu sinni sem er því miður ekki alltaf raunin,“ segir hann. Bolli segir að streita geti líka haft neikvæð áhrif, einkum á þá sem eru þegar með sykursýki. „Það eru einhver tengsl við streitu og sykursýki það er ekki spurning,“ segir hann. Bolli segir að talið sé að um þriðjungur þeirra sem eru með sykursýki séu vangreindir og ómeðhöndluð sykursýki geti valdið margs konar vanda. „Of hár sykur fer mjög illa með mörg líffæri og æðar þannig að þetta veldur mörgum sjúkdómum í líffærum eins og nýrum og augum. Þá ýtir of hár sykur undir æðakölkun sem er aðal orsökin fyrir hjarta og æðasjúkdómum Heilsa Landspítalinn Matur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Tvöfalt fleiri taka lyf til að lækka blóðsykur sinn nú en fyrir ellefu árum samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Blóðsykurslækkandi lyf, utan insúlíns (ATC flokkur A10B) miðað við stöðu í lyfjagagnagrunni, dags. 20.12.2021. Heimild:Landlæknir.Vísir/Ragnar Visage Þetta kemur líka fram í grein sem birtist í Læknablaðinu á þessu ári þar sem algengi sykursýki 2 meira en tvöfaldaðist í nær öllum aldurshópum frá 2005 til 2018. Áætlaður fjöldi fólks með sykursýki. Heimild: Læknablaðið.Vísir/Ragnar Visage Haldi fólki með sykursýki á Íslandi áfram að fjölga með svipuðum hraða gæti fjöldi fólks með sykursýki verið um 24.000 manns árið 2040. „Það er líka aukning á sykursýki eitt af einhverjum ástæðum, þó áunninn sykursýki eða sykursýki 2 sé um 90% tilvika,“ segir Bolli Þórsson sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd sem er einn höfunda greinarinnar. Einkum megi rekja aukningu á sykursýki tvö til þriggja þátta. „Það eru bein tengsl milli ofþyngdar og sykursýki, hreyfingarleysi hefur líka neikvæð áhrif og mataræðið,“ segir hann. Bolli sem starfar sem læknir hjá Hjartavernd segir að vísbendingar séu um að neikvæð þróun hafi átt sér stað í öllum þessum þáttum síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. „Fólk hefur verið heldur að þyngjast síðustu ár og það er svona minna að hreyfa sig. Þá hef ég hef heyrt um rannsóknir frá Íslenskri erfðagreiningu um að þol fólks sé minna,“ segir hann. Matvælaframleiðendur beri siðferðislega ábyrgð Bolli segir of algengt að fólk neyti tilbúinna, óhollra matvæla en framleiðendur beri líka mikla ábyrgð. „Matvælaframleiðendur bera mikla ábyrgð á þessari þróun. Þeir hafa siðferðislega ábyrgð á að hafa eins holl innihaldsefni og mögulegt er í framleiðslu sinni sem er því miður ekki alltaf raunin,“ segir hann. Bolli segir að streita geti líka haft neikvæð áhrif, einkum á þá sem eru þegar með sykursýki. „Það eru einhver tengsl við streitu og sykursýki það er ekki spurning,“ segir hann. Bolli segir að talið sé að um þriðjungur þeirra sem eru með sykursýki séu vangreindir og ómeðhöndluð sykursýki geti valdið margs konar vanda. „Of hár sykur fer mjög illa með mörg líffæri og æðar þannig að þetta veldur mörgum sjúkdómum í líffærum eins og nýrum og augum. Þá ýtir of hár sykur undir æðakölkun sem er aðal orsökin fyrir hjarta og æðasjúkdómum
Heilsa Landspítalinn Matur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11