„Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 21. desember 2021 23:28 Kári Stefánsson telur nú auknar líkur á því að við náum blauta sápustykkinu. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 20 manna samkomubann muni taka gildi á Þorláksmessu, auknar takmarkanir yrði settar á viðburðahald og tveggja metra nálægarregla tekin upp á ný. Kári telur að stjórnvöld hafi tekið rétt skref með því að herða samkomutakmarkanir. „Ég held því fram að þetta komi til með að minnka þann fjölda sem smitast á næstu dögum, komi til með að fletja kúrfuna, og minnka líkurnar á því að heilbrigðiskerfið sökkvi,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Á von á því að 600 greinist á dag Kári á von á því að dagleg tilfelli haldi áfram að aukast og að fjöldinn eigi eftir að tvöfaldast fyrir áramót. Samhliða því muni „gestum á hótel Hringbraut“ koma til með að fjölga, og vísar hann þar til Landspítalans. „Við eigum eftir að fara upp í 600 greinda á dag, þrátt fyrir þessar hörðu aðgerðir núna. Ég hef fulla trú á því að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við þetta.“ Að loka landamærunum eins og að loka hænsnahúsi Aðspurður um næstu skref í landamæratakmörkunum segir Kári að hann telji landamærin skipta minna máli nú en nokkru sinni áður. „Að loka landamærunum núna er svona eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn. Það er að segja þetta er komið hér á fleygiferð og ég held að meirihlutinn af þeim sem smitast á næstu dögum komi til með að smitast af fólki hér innanlands en ekki þeim sem eru að koma yfir landamæri.“ Möguleiki að hjarðónæmi náist loksins Kári segir að um helmingur þeirra kórónuveirusýna sem raðgreind voru í gær hafi verið af ómíkron-afbrigðinu en um þriðjungur daginn áður. „Þannig að þetta afbrigði af veirunni er að taka yfir og mér finnst mjög líklegt að það taki yfir á næstunni. Nú það góða við þetta er að svona stuttur tími sem það tekur fyrir veiruna að komast milli fólks gerir það að verkum að það má reikna með því að innan tiltölulega skamms tíma verða allir búnir að sýkjast,“ segir Kári. Væri það gott? „Það lítur út fyrir að það sé eina leiðin til þess að við losnum við þetta að allflestir sýkist. Við þurfum að losna. Ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að núna náum við loksins þessu hjarðónæmi sem menn eru búnir að vera að tala um í tvö ár og hefur reynst vera svona eins og blautt sápustykki, það kemur enginn hönd á þetta almennilega.“ Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 20 manna samkomubann muni taka gildi á Þorláksmessu, auknar takmarkanir yrði settar á viðburðahald og tveggja metra nálægarregla tekin upp á ný. Kári telur að stjórnvöld hafi tekið rétt skref með því að herða samkomutakmarkanir. „Ég held því fram að þetta komi til með að minnka þann fjölda sem smitast á næstu dögum, komi til með að fletja kúrfuna, og minnka líkurnar á því að heilbrigðiskerfið sökkvi,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Á von á því að 600 greinist á dag Kári á von á því að dagleg tilfelli haldi áfram að aukast og að fjöldinn eigi eftir að tvöfaldast fyrir áramót. Samhliða því muni „gestum á hótel Hringbraut“ koma til með að fjölga, og vísar hann þar til Landspítalans. „Við eigum eftir að fara upp í 600 greinda á dag, þrátt fyrir þessar hörðu aðgerðir núna. Ég hef fulla trú á því að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við þetta.“ Að loka landamærunum eins og að loka hænsnahúsi Aðspurður um næstu skref í landamæratakmörkunum segir Kári að hann telji landamærin skipta minna máli nú en nokkru sinni áður. „Að loka landamærunum núna er svona eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn. Það er að segja þetta er komið hér á fleygiferð og ég held að meirihlutinn af þeim sem smitast á næstu dögum komi til með að smitast af fólki hér innanlands en ekki þeim sem eru að koma yfir landamæri.“ Möguleiki að hjarðónæmi náist loksins Kári segir að um helmingur þeirra kórónuveirusýna sem raðgreind voru í gær hafi verið af ómíkron-afbrigðinu en um þriðjungur daginn áður. „Þannig að þetta afbrigði af veirunni er að taka yfir og mér finnst mjög líklegt að það taki yfir á næstunni. Nú það góða við þetta er að svona stuttur tími sem það tekur fyrir veiruna að komast milli fólks gerir það að verkum að það má reikna með því að innan tiltölulega skamms tíma verða allir búnir að sýkjast,“ segir Kári. Væri það gott? „Það lítur út fyrir að það sé eina leiðin til þess að við losnum við þetta að allflestir sýkist. Við þurfum að losna. Ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að núna náum við loksins þessu hjarðónæmi sem menn eru búnir að vera að tala um í tvö ár og hefur reynst vera svona eins og blautt sápustykki, það kemur enginn hönd á þetta almennilega.“ Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira