Hröð fækkun nýsmitaðra vekur vonir um stutta bylgju í Suður-Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2021 11:00 Óttast er að jólafrí í Suður-Afríku muni leiða til frekari útbreiðslu kórónuveirunnar. AP/Nardus Engelbrecht Verulega hefur dregið úr fjölda nýsmitaðra undanfarna daga. Sérfræðingar segja það mögulega til marks um að faraldur ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar hafi þegar náð hámarki en afbrigðið greindist fyrst þar í landi. Síðasta fimmtudag greindust nærri því 27 þúsund manns smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku en í gær hafði talan lækkan í 15.424. Eins og tekið er fram í frétt AP fréttaveitunnar eru tölur yfir fjölda nýsmitaðra mjög svo ónákvæmur mælikvarði á umfang faraldurs en lækkunin þykir þó vera vísbending um að ómíkron-afbrigðið sé að gefa hratt eftir. Sérfræðingar heimsins fylgjast grannt með ástandinu í Suður-Afríku svo læra megi einhverjar lexíur af faraldrinum þar. Sjá einnig: Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Sérfræðingur í smitsjúkdómum hjá Háskólanum í Witwatersrand sagði í samtali við AP að útlit sé fyrir að hátindi ómíkron-bylgjunnar hafi verið náð. Bylgjan hefði verið stutt og góðu fréttirnar væru þær að hún hefði ekki reynst mjög alvarleg varðandi innlagnir og dauðsföll „Það er ekki óalgengt í faraldursfræði að eftir skarpa uppsveiflu, eins og við sáum í nóvember, sé niðursveiflan einnig hröð,“ sagði Marta Nunes. Sjá einnig: Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum Það eru þó enn merki um að ómíkron-afbrigðið sé í mikilli dreifingu í Suður-Afríku. Tíðni jákvæðra prófa hefur verið um 29 prósent, eftir að hafa verið einungis tvö prósent í byrjun nóvember. Þá séu jólafrí byrjuð og fólk ferðist mikið um landið. Það er talið er geta valdið mikilli útbreiðslu í Suður-Afríku. Því segja aðrir sérfræðingar sem AP ræddi við að of snemmt sé að segja til um að tindinum hafi verið náð og leiðin liggi bara niður á við. Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57 Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Yfirvöld í Ísrael leggja drög að bólusetningu með fjórða skammtinum Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael leggja nú drög að bólusetningarátaki sem mun miða að því að gefa landsmönnum fjórða skammtinn af bóluefnum gegn Covid-19 til að bregðast við mögulegri bylgju sýkinga af völdum ómíkron-afbrigðisins. 22. desember 2021 06:44 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Síðasta fimmtudag greindust nærri því 27 þúsund manns smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku en í gær hafði talan lækkan í 15.424. Eins og tekið er fram í frétt AP fréttaveitunnar eru tölur yfir fjölda nýsmitaðra mjög svo ónákvæmur mælikvarði á umfang faraldurs en lækkunin þykir þó vera vísbending um að ómíkron-afbrigðið sé að gefa hratt eftir. Sérfræðingar heimsins fylgjast grannt með ástandinu í Suður-Afríku svo læra megi einhverjar lexíur af faraldrinum þar. Sjá einnig: Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Sérfræðingur í smitsjúkdómum hjá Háskólanum í Witwatersrand sagði í samtali við AP að útlit sé fyrir að hátindi ómíkron-bylgjunnar hafi verið náð. Bylgjan hefði verið stutt og góðu fréttirnar væru þær að hún hefði ekki reynst mjög alvarleg varðandi innlagnir og dauðsföll „Það er ekki óalgengt í faraldursfræði að eftir skarpa uppsveiflu, eins og við sáum í nóvember, sé niðursveiflan einnig hröð,“ sagði Marta Nunes. Sjá einnig: Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum Það eru þó enn merki um að ómíkron-afbrigðið sé í mikilli dreifingu í Suður-Afríku. Tíðni jákvæðra prófa hefur verið um 29 prósent, eftir að hafa verið einungis tvö prósent í byrjun nóvember. Þá séu jólafrí byrjuð og fólk ferðist mikið um landið. Það er talið er geta valdið mikilli útbreiðslu í Suður-Afríku. Því segja aðrir sérfræðingar sem AP ræddi við að of snemmt sé að segja til um að tindinum hafi verið náð og leiðin liggi bara niður á við.
Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57 Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Yfirvöld í Ísrael leggja drög að bólusetningu með fjórða skammtinum Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael leggja nú drög að bólusetningarátaki sem mun miða að því að gefa landsmönnum fjórða skammtinn af bóluefnum gegn Covid-19 til að bregðast við mögulegri bylgju sýkinga af völdum ómíkron-afbrigðisins. 22. desember 2021 06:44 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57
Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09
Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59
Yfirvöld í Ísrael leggja drög að bólusetningu með fjórða skammtinum Heilbrigðisyfirvöld í Ísrael leggja nú drög að bólusetningarátaki sem mun miða að því að gefa landsmönnum fjórða skammtinn af bóluefnum gegn Covid-19 til að bregðast við mögulegri bylgju sýkinga af völdum ómíkron-afbrigðisins. 22. desember 2021 06:44
Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05
Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40