Innlent

Haf­þór ráðinn að­stoðar­maður Lilju

Atli Ísleifsson skrifar
Hafþór Eide Hafþórsson.
Hafþór Eide Hafþórsson. Stjórnarráðið

Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Hann hefur þegar hafið störf.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Hafþór sé viðskiptafræðingur, með B.Sc próf frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að hafa lokið prófi til verðbréfamiðlunar og diplómu í kínversku frá Háskóla Íslands.

„Hafþór aðstoðaði Lilju um tveggja ára skeið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu en undanfarið hefur hann sinnt ráðgjöf á sviði byggðaþróunar. Hann hefur einnig starfað í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Arion banka, sem verkefnastjóri hjá Iceland Travel, á rekstrarsviði Air Atlanta, bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar og í mannauðs- og upplýsingateymi Alcoa Fjarðaáls. Þá stýrði hann sögusafninu Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði í tvö sumur.

Hafþór hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hefur hann meðal annars gengt embætti formanns Sambands ungra framsóknarmanna og verið einn af kosningastjórum flokksins í síðastliðnum tveimur Alþingiskosningum,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×