Náð betri árangri ef stjórnvöld hefðu sleppt því að veita undanþágur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2021 18:45 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að betri árangur náist í baráttunni við kórónuveiruna með því að halda sig við þær samkomutakmarkanir sem ákveðnar hafa verið. Fjöldi beiðna hefur borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem taka gildi á miðnætti en þær fela í sér að aðeins tuttugu mega koma saman. Samtök fyrirtækja í veitingarekstri eru á meðal þeirra sem óskað hafa eftir undanþágum. Þau hafa sent inn beiðni fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja. „Við komum náttúrulega með þessar tillögur með fyrir augum að við teldum að það þyrfti að takmarka,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um þá ákvörðun í ráðuneytinu um að veita undanþágur frá reglunum um samkomutakmarkanir. Hann segir lokaákvörðun liggja hjá stjórnvöldum þegar kemur að reglugerðum og undanþágum hans hlutverk sé að leggja til hvað sé skynsamlegt út frá sóttvarnarsjónarmiðum. „Síðan er það stjórnvalda að gefa þessar undanþágur og skoða þá aðra þætti og þau gera það og það er endanleg niðurstaða á því. Auðvitað held ég við hefðum náð betri árangri með því að hafa takmarkanir en eins og ég segi þá þurfa stjórnvöld að skoða aðra þætti líka sem vegur þá inn í þeirra endanlegu niðurstöðu.“ Þegar hefur tveimur tónleikahöldurum verið gefnar undanþágur til að halda tónleika á morgun. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort að það sé skynsamlegt. „Það fer náttúrulega allt eftir því hvernig staðið er að hlutum. Það getur verið mjög breytilegt frá einum tónleikum til annarra. Auðvitað er margt undir í því og menn eru búnir að undirbúa þetta mjög lengi. Ef við erum að hugsa bara um faraldsfræðina og smithættuna og smitlíkurnar, sérstaklega á þessu meira smitandi ómíkron, þá því minni samgangur því minni hreyfanleiki á fólki því minni líkur á smiti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar 22. desember 2021 16:36 Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Fjöldi beiðna hefur borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem taka gildi á miðnætti en þær fela í sér að aðeins tuttugu mega koma saman. Samtök fyrirtækja í veitingarekstri eru á meðal þeirra sem óskað hafa eftir undanþágum. Þau hafa sent inn beiðni fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja. „Við komum náttúrulega með þessar tillögur með fyrir augum að við teldum að það þyrfti að takmarka,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um þá ákvörðun í ráðuneytinu um að veita undanþágur frá reglunum um samkomutakmarkanir. Hann segir lokaákvörðun liggja hjá stjórnvöldum þegar kemur að reglugerðum og undanþágum hans hlutverk sé að leggja til hvað sé skynsamlegt út frá sóttvarnarsjónarmiðum. „Síðan er það stjórnvalda að gefa þessar undanþágur og skoða þá aðra þætti og þau gera það og það er endanleg niðurstaða á því. Auðvitað held ég við hefðum náð betri árangri með því að hafa takmarkanir en eins og ég segi þá þurfa stjórnvöld að skoða aðra þætti líka sem vegur þá inn í þeirra endanlegu niðurstöðu.“ Þegar hefur tveimur tónleikahöldurum verið gefnar undanþágur til að halda tónleika á morgun. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort að það sé skynsamlegt. „Það fer náttúrulega allt eftir því hvernig staðið er að hlutum. Það getur verið mjög breytilegt frá einum tónleikum til annarra. Auðvitað er margt undir í því og menn eru búnir að undirbúa þetta mjög lengi. Ef við erum að hugsa bara um faraldsfræðina og smithættuna og smitlíkurnar, sérstaklega á þessu meira smitandi ómíkron, þá því minni samgangur því minni hreyfanleiki á fólki því minni líkur á smiti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar 22. desember 2021 16:36 Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Óska eftir undanþágu fyrir ríflega 130 fyrirtæki á veitingamarkaði Samtök fyrirtækja í veitingarekstri hafa nú fyrir hönd ríflega 130 fyrirtækja óskað eftir undanþágu á sóttvarnarráðstöfunum til að lágmarka tjón sem hlýst af aðgerðunum. Stjórnarmaður samtakanna segir fordæmi fyrir slíkum undanþágum en heilbrigðisráðuneytið er nú með beiðnina til skoðunar 22. desember 2021 16:36
Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57