Að sögn Elísabetar hafa orðið á bilinu sex til sjöhundruð skjálftar frá miðnætti, sá stærsti fjórir að stærð, rétt fyrir klukkan 5. Sá fannst vel á Veðurstofunni.
Elísabet segir engar ályktanir hægt að draga útfrá þróun næturinnar; virknin sé ekki að færa sig, hún sé enn í Fagradalsfjalli og enn á svipuðu dýpi og áður.
Fleiri en 4.000 skjálftar hafa mælst í yfirstandandi hrinu, sá stærsti 4,9 að stærð en fjórir yfir 4 og fjölmargir yfir 3. Óvissustigi vegna hrinunnar var lýst yfir í gær og litakóða vegna flugs breytt í appelsínugulan.
