Bingóið verður sýnt í opinni dagskrá á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Sérstakir gestir BLÖ-drengjanna verða Jóhanna Guðrún og Sverrir Bergmann. Auglýsingu fyrir jólabingóið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Blökastið er hlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Í áskriftarhlaðvarpinu sem er aðgengilegt hér á Vísi fá aðdáendur útvarpsþáttarins fjóra auka þætti í mánuði í formi hlaðvarps, ásamt skemmtilegu aukaefni. Strákarnir eru einnig af og til í mynd og stundum í beinni útsendingu frá hinum og þessum stöðum.
Nánari upplýsingar má finna á vef Tal hér á Vísi.