Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að karlmaðurinn hafi gerst áskrifandi eftir að 1,3 milljarðs króna vinningur gekk út síðastliðið sumar.
Vinningshafinn segist strax hafa fengið ákveðinn fiðring þegar fréttir byrjuðu að birtast í gærkvöldi um að áskrifandi á Íslandi hefði tekið þann stóra en hann ákvað að bíða með að athuga tölurnar enda á leiðinni á jólatónleika.
„Mig langaði líka að upplifa þetta símtal sem ég hef svo oft heyrt um,“ sagði hann aðspurður og fékk svo símtal frá Íslenskri getspá. Hann er sem stendur í leit að íbúð ásamt kærustunni og litlu barni þeirra. Vinningurinn kom á hárréttum tíma að hans sögn.
„Mín fyrstu viðbrögð voru að hringja í mömmu!“ segir vinningshafinn hvers nafns er ekki getið í tilkynningunni. Hann ætli að þiggja fjármálaráðgjöf sem Íslensk getspá bjóði upp á en milljónirnar muni koma sér vel á þessum tímamótum sem litla fjölskyldan stendur ár.
Halldóra María Einarsdóttir markaðsstjóri hjá Íslenskri getspá ræddi risavinninginn sem kom til Ísland í gær í Reykjavík síðdegis.