Erlent

James Franco viðurkennir að hafa sofið hjá nemendum sínum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
James Franco viðurkennir að hafa sofið hjá nemendum í leiklistaskólanum hans Studio 4. Hann segist hafa talið á sínum tíma að kynferðislegt samband hans við nemendur hafi verið með þeira samþykki.
James Franco viðurkennir að hafa sofið hjá nemendum í leiklistaskólanum hans Studio 4. Hann segist hafa talið á sínum tíma að kynferðislegt samband hans við nemendur hafi verið með þeira samþykki. EPA-EFE/JAVIER ETXEZARRETA

Leikarinn James Franco hefur viðurkennt að hafa sofið hjá nemendum sínum. Franco hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni af nemendum.

Undanfarin fjögur ár hefur fjöldi kvenna stigið fram og sakað Franco um óviðeigandi kynferiðslega hegðun og hefur hann meira að segja verið kærður vegna þess. Í sumar samdi hann að greiða 2,2 milljónir Bandaríkjadala, eða um 290 milljónir króna, vegna kynferðislegs áreitis í garð nemenda. 

Leikarinn, sem er 43 ára gamall, hefur nú viðurkennt í The Jess Cagle hlaðvarpinu að hafa sofið hjá nemendum sem hann kenndi leiklist. Hann sagði þá jafnframt að það hafi verið rangt. Hann sagðist þó ekki hafa stofnað leiklistaskólann til þess að lokka konur í kynferðislegum tilgangi. 

Sarah Tither-Kaplan and Toni Gaal, sem báðar námu við Studio 4 skóla Francos, sem nú hefur verið leystur upp, hafa sakað Franco um að hafa reynt að skapa þar hjörð ungra kvenna sem hann gæti nýtt sér kynferðislega. 

Fjöldi kvenna kærði Franco vegna þessa árið 2019 og úr varð hópmálsókn, sem samið var um greiðslu fyrir í sumar. Í stefnu málsins sagði að Franco hafi misnotað aðstöðu sína og boðið konum hlutverk í kvikmyndum hans gegn kynferðislegum greiðum. 

Þegar ásakanirnar komu fyrst fram þvertók Franco fyrir þær og sagði þær ekki sannar. 

Í hlaðvarpsþættinum umrædda talar Franco auk þessa um að hann hafi verið í meðferð við kynlífsfíkn síðan 2016 og hann hafi unnið í sjálfum sér eftir að ásakanirnar komu fram. Hann hafi talið að samband hans við nemendurna væri með allra samþykki, sem greinilega hefði ekki verið. 


Tengdar fréttir

James Franco gerði dóms­átt í á­reitnis­máli

Máli þar sem leikarinn James Franco var sakaður um kynferðislega áreitni hefur verið lokið með dómsátt. Tveir leiklistarnemendur höfðuðu málið gegn leikaranum en hann neitaði ávallt sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×