Innlent

Meiri kvíði og minni til­hlökkun

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Um tólf prósent landsmanna segist ekki eiga fyrir jólahaldinu í ár.
Um tólf prósent landsmanna segist ekki eiga fyrir jólahaldinu í ár. Vísir/Vilhelm

Hlutfall þeirra landsmanna sem hlakka til jólanna er lægra en undanfarin tvö ár. Þá hækkar hlutfall þeirra sem kvíða jólunum en einhverjir falla í báða flokka; hlakka til jólanna og kvíða þeirra á sama tíma.

Niðurstöðurnar voru birtar í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en samkvæmt greiningunni virðast landsmenn kvíðnir í aðdraganda jóla. Í niðurstöðum Þjóðarpúlsins segir að fjárráð hafi mestu áhrifin á það hvort fólk hlakki til jólanna eða kvíði þeim. Fólk er líklegra til að hlakka til jólanna eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri og þeir sem hafa minna á milli handanna eru líklegri til að kvíða jólunum.

Á myndinni má sjá niðurstöður Þjóðarpúls Gallup.Gallup

Tólf prósent landsmanna segjast ekki eiga fyrir jólahaldinu og í könnuninni kemur fram að yngra fólk virðist hafa minna á milli handanna en eldra. Hlutfallið er svipað og síðustu þrjú ár.

Samkvæmt Þjóðarpúlsinum má einnig greina mun á svörum fólks eftir því hvaða flokk það kýs til Alþingis en þau sem kjósa Sósíalistaflokkinn sögðust síst eiga fyrir jólahaldinu. Þá svöruðu kjósendur Miðflokksins að þau ættu flest fyrir jólahaldinu.

Á myndinni má sjá niðurstöður Þjóðarpúls Gallup.Gallup

Skoða má Þjóðarpúlsinn í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×