Sóttvarnabrot og ofbeldi gegn lögreglu á Þorláksmessu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2021 07:21 Nóttin virðist hafa verið annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í að minnsta kosti tvö útköll í gærkvöldi og í nótt þar sem grunur lék á um sóttvarnabrot. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna við umferðareftirlit lögreglu. Afskipti voru höfð af veitingastað klukkan hálf tólf í miðborginni í gærkvöldi vegna brota á sóttvarnarlögum. Átján gestir voru á staðnum með drykk í hönd þegar lögreglu bar að garði en samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum ber öllum gestum að yfirgefa veitingastaði klukkan 22. Ekið var aftan á bifreið skömmu fyrir klukkan 18 í gær en ökumaðurinn reyndi að stinga af í kjölfarið. Sá sem ekið var aftan á slasaðist lítillega en honum tókst að elta ökumanninn og gera lögreglu viðvart. Lögregla komst fljótlega á sporið og tókst að hafa uppi á ökumanninum. Málið er í rannsókn. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Vesturbænum rétt eftir miðnætti í nótt en hann neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn er grunaður um sóttvarnabrot og í dagbók lögreglu segir að maðurinn liggi einnig undir grun fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Annar var handtekinn fyrir sambærilegt athæfi í Vesturbænum rétt eftir miðnætti en sá neitaði að hlíta fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Lögregla var með umferðareftirlit á Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur en þrjátíu og fimm bifreiðar voru stöðvaðar við eftirlitið. Tveimur ökumönnum var gert að hætta akstri, grunaðir um ölvun undir stýri. Lögregla stöðvaði þar að auki nokkra ökumenn víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu sem ýmist voru sviptir ökuréttindum, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og í einhverjum tilfellum hvort tveggja. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Afskipti voru höfð af veitingastað klukkan hálf tólf í miðborginni í gærkvöldi vegna brota á sóttvarnarlögum. Átján gestir voru á staðnum með drykk í hönd þegar lögreglu bar að garði en samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum ber öllum gestum að yfirgefa veitingastaði klukkan 22. Ekið var aftan á bifreið skömmu fyrir klukkan 18 í gær en ökumaðurinn reyndi að stinga af í kjölfarið. Sá sem ekið var aftan á slasaðist lítillega en honum tókst að elta ökumanninn og gera lögreglu viðvart. Lögregla komst fljótlega á sporið og tókst að hafa uppi á ökumanninum. Málið er í rannsókn. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Vesturbænum rétt eftir miðnætti í nótt en hann neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn er grunaður um sóttvarnabrot og í dagbók lögreglu segir að maðurinn liggi einnig undir grun fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Annar var handtekinn fyrir sambærilegt athæfi í Vesturbænum rétt eftir miðnætti en sá neitaði að hlíta fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Lögregla var með umferðareftirlit á Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur en þrjátíu og fimm bifreiðar voru stöðvaðar við eftirlitið. Tveimur ökumönnum var gert að hætta akstri, grunaðir um ölvun undir stýri. Lögregla stöðvaði þar að auki nokkra ökumenn víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu sem ýmist voru sviptir ökuréttindum, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og í einhverjum tilfellum hvort tveggja.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira