Frá þessu er greint á Facebook síðu Gæludýraklíníkurinnar en þar er sýnt frá mögnuðum myndum sem náðust með röntgenmyndatöku af kettinum.
„Guðbjartur ætlar að vera öðrum víti til varnaðar og minna alla gæludýraeigendur á að passa uppá að dýrin komist hvergi nálægt beittum og oddhvössum hlutum,“ segir í færslunni sem má sjá hér að neðan.