Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2021 15:06 Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli Foto: RAX/RAX Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. Skjálftinn mældist á 3,4 kílómetra dýpi suðsuðaustur af Fagradalsfjalli, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Eftirskjálfti fylgdi í kjölfarið, eða um mínútu síðar, sem mældist 4,0 að stærð samkvæmt vef Veðurstofunnar. Hann mældist á rétt rúmlega eins kílómetra dýpi suðaustur af Fagradalsfjalli. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðan á miðnætti. Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að skjálftahrinan virðist vera söm við sig. „Þetta byrjaði að taka sig upp aftur upp úr hádegi og svo bættist meira í við hádegi. Svo kom þessi stóri 4,7 og eftirskjálfti upp á 4,0 núna upp úr klukkan þrjú. Skjálftavirkni liggur enn við Stóra-Hrút við Fagradalsfjall og hún virðist ekki vera að færast út fyrir sprungusvæðið í Geldingadölum. Mesta skjálftavirknin er nálægt stóra gígnum,“ segir Bjarki en bætir við að engin merki séu um gosóróa séu sem komið er. Mikil skjálftavirkni í nótt Skjálftahrina hefur staðið yfir á suðvesturhorni landsins síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttamann morgun að aðdragandi svipaði mjög til eldgossins í Fagradalsfjalli en óvíst er hvort kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Skömmu eftir miðnætti í nótt mældist skjálfti 3,1 að stærð en um tveimur tímum síðar mældist annar skjálfti sem var 3,4 að stærð. Þúsund jarðskjálftar höfðu mælst frá miðnætti þegar fréttamaður ræddi við vakthafandi náttúruvársérfræðing klukkan sjö í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Skjálftinn mældist á 3,4 kílómetra dýpi suðsuðaustur af Fagradalsfjalli, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Eftirskjálfti fylgdi í kjölfarið, eða um mínútu síðar, sem mældist 4,0 að stærð samkvæmt vef Veðurstofunnar. Hann mældist á rétt rúmlega eins kílómetra dýpi suðaustur af Fagradalsfjalli. Um tvö þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðan á miðnætti. Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að skjálftahrinan virðist vera söm við sig. „Þetta byrjaði að taka sig upp aftur upp úr hádegi og svo bættist meira í við hádegi. Svo kom þessi stóri 4,7 og eftirskjálfti upp á 4,0 núna upp úr klukkan þrjú. Skjálftavirkni liggur enn við Stóra-Hrút við Fagradalsfjall og hún virðist ekki vera að færast út fyrir sprungusvæðið í Geldingadölum. Mesta skjálftavirknin er nálægt stóra gígnum,“ segir Bjarki en bætir við að engin merki séu um gosóróa séu sem komið er. Mikil skjálftavirkni í nótt Skjálftahrina hefur staðið yfir á suðvesturhorni landsins síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í samtali við fréttamann morgun að aðdragandi svipaði mjög til eldgossins í Fagradalsfjalli en óvíst er hvort kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Skömmu eftir miðnætti í nótt mældist skjálfti 3,1 að stærð en um tveimur tímum síðar mældist annar skjálfti sem var 3,4 að stærð. Þúsund jarðskjálftar höfðu mælst frá miðnætti þegar fréttamaður ræddi við vakthafandi náttúruvársérfræðing klukkan sjö í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira