„Ekkert fréttnæmt,“ var það eina sem blasti við auk stuttrar jólakveðju: „Gleðilega hátíð.“ Lögreglumenn virðast því hafa fengið rólegheit í jólagjöf eftir annasama Þorláksmessu en fréttastofa greindi meðal annars frá því í gær að mikill erill hafi verið á höfuðborgarsvæðinu í aðdraganda jóla.
Almenningur virðist hafa tekið því rólega yfir hátíðarnar og lögreglumenn hafa líklega gert slíkt hið sama.