„Næstu 100-150 ár verður þetta í gangi“ Snorri Másson skrifar 26. desember 2021 23:57 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Holuhraun um árið. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur engan bilbug látið á sér finna yfir hátíðirnar. Spennan í efri skorpunni er að sögn eldfjallafræðings að gefa sig vegna þrýstings og líkur eru taldar hafa aukist á öðru gosi. Fasi hófst á Reykjanesi í vor þar sem losa þarf um spennu sem safnast hefur upp á um 700 árum. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir í samtali við fréttastofu að kvikan muni koma upp eins og hún gerði í Geldingadal ef efri skorpan gefur sig og gat opnast upp á yfirborðið. Þá sé þó ekki mikill þrýstingur sem muni spýta kvikunni upp heldur muni hún leita rólega upp eins og í hinu gosinu. Við þurfum að fara að venjast þessum jarðskjálftum og yfirvofandi eldgosum, segir eldfjallafræðingurinn. „Það þýðir ekki að nálgast þetta öðruvísi en það að þetta er það sem við þekkjum á Reykjanesinu. Við erum komin í spennulosunartíma. Við erum komin í eldgosatíma. Nú verða menn bara að fara að venjast þessu því að næstu 100-150 ár, verður þetta í gangi. Við verðum reglulega með þessa stóru og miklu skjálfta og við verðum reglulega með eldgos. Við erum komin með eldinn heim í garðinn og þá þurfum við bara að vera klár,“ segir Ármann. Að vera klár þýðir hér að huga þurfi að því hvernig eigi að taka á móti hraunstraumum sem kunna að koma ofan af hásléttunni á Reykjanesi. Gosopið sem opnaðist í Geldingadal hefur verið óvirkt um skeið eða alltént mjög lítið virkt, þótt enn hafi formlegum goslokum ekki verið lýst yfir. Það varði í sex mánuði að því gefnu að það fari ekki aftur af stað. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Náttúruhamfarir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. 26. desember 2021 17:34 „Þetta er bara stórkostleg tilviljun“ „Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi. 26. desember 2021 12:32 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ekki líkamsárás að fá sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Fasi hófst á Reykjanesi í vor þar sem losa þarf um spennu sem safnast hefur upp á um 700 árum. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir í samtali við fréttastofu að kvikan muni koma upp eins og hún gerði í Geldingadal ef efri skorpan gefur sig og gat opnast upp á yfirborðið. Þá sé þó ekki mikill þrýstingur sem muni spýta kvikunni upp heldur muni hún leita rólega upp eins og í hinu gosinu. Við þurfum að fara að venjast þessum jarðskjálftum og yfirvofandi eldgosum, segir eldfjallafræðingurinn. „Það þýðir ekki að nálgast þetta öðruvísi en það að þetta er það sem við þekkjum á Reykjanesinu. Við erum komin í spennulosunartíma. Við erum komin í eldgosatíma. Nú verða menn bara að fara að venjast þessu því að næstu 100-150 ár, verður þetta í gangi. Við verðum reglulega með þessa stóru og miklu skjálfta og við verðum reglulega með eldgos. Við erum komin með eldinn heim í garðinn og þá þurfum við bara að vera klár,“ segir Ármann. Að vera klár þýðir hér að huga þurfi að því hvernig eigi að taka á móti hraunstraumum sem kunna að koma ofan af hásléttunni á Reykjanesi. Gosopið sem opnaðist í Geldingadal hefur verið óvirkt um skeið eða alltént mjög lítið virkt, þótt enn hafi formlegum goslokum ekki verið lýst yfir. Það varði í sex mánuði að því gefnu að það fari ekki aftur af stað.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Náttúruhamfarir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. 26. desember 2021 17:34 „Þetta er bara stórkostleg tilviljun“ „Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi. 26. desember 2021 12:32 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ekki líkamsárás að fá sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagradalsfjall Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu. 26. desember 2021 17:34
„Þetta er bara stórkostleg tilviljun“ „Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi. 26. desember 2021 12:32