Vilja ákvarðanir um einangrun felldar úr gildi: „Það er nauðsynlegt að það sé látið á þetta reyna“ Árni Sæberg skrifar 26. desember 2021 18:38 Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur málin fimm á morgun. Vísir/ÞÞ Fimm einstaklingar hafa kært ákvörðun sóttvarnarlæknis til að láta reyna á lögmæti þess að fólk sem smitað er af kórónuveirunni sé skikkað í einangrun. Aðalmeðferð í málunum fimm fer fram á morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Þá hefur áður verið reynt á ákvarðanir sóttvarnarlæknis í tengslum við sóttvarnaraðgerðir. Í apríl síðastliðnum var kveðinn upp úrskurður þess efnis að sóttvarnarlæknir hefði gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur öll málin fimm. Hann segir í samtali við Vísi að hann telji fulla ástæðu til að láta reyna á lögmæti einangrunar þeirra sem greinst hafa jákvæðir í PCR-prófi en eru einkennalausir. Vilja út Skjólstæðingar hans í málunum fimm sitja í einangrun og vilja að stjórnvaldsákvarðanir sóttvarnalæknis þess efnis verði felldar úr gildi. Þá vilja þeir kalla eftir efnislegri umfjöllun um þann grundvöll sem ákvörðun um einangrun er tekin á. „Hversu áreiðanleg eru þessi próf, til dæmis?“ segir Arnar Þór. Hann vísar til þess að í Austurríki, Þýskalandi og Portúgal hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti reisa stjórnaldsákvarðanir á niðurstöðu PCR-prófs. Þá veltir hann því fyrir sér hver vísindalegur grundvöllur þess að þeir sem greinast smitaðir en eru einkennalausir sæti einangrun í heila tíu daga. Gera athugasemdir við formið Arnar Þór segir skjólstæðinga sína gera athugasemdir við það hvernig er staðið að málunum af hálfu embættis sóttvarnalæknis. Til dæmis telji þeir að skort hafi á upplýsingagjöf. Rík upplýsingaskylda hvíli á stjórnvöldum í málum sem þessum. Þá leggur Arnar Þór áherlsu á það að sönnunarbyrði um nauðsyn frelsiskerðingar hvíli ekki á hinum almenna borgara heldur á stjórnvaldinu. „Það er bara nauðsynlegt að láta á þetta reyna og við vonumst til að fá alvöru úrlausn um þetta,“ segir hann. Þá segir hann að niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur megi vænta strax á þriðjudag. Enda sé um gríðarlega hagsmuni að ræða þegar frelsi fólks er í húfi. Þá muni hann ásamt lögmanni mótaðila reyna að leggja málin upp á einfaldan hátt þannig að dómari geti unnið dóm hratt. Vill að sóttvarnalæknir framvísi áreiðanlegum heimildum Aðspurður um réttaráhrif þess að dómari fallist á kröfur umbjóðenda hans segir Arnar Þór það annars vegar vera að þeir losni úr einangrun og hins vegar að sóttvarnarlæknir muni þurfa að bregðast við. „Þá náttúrulega blasir það við að sóttvarnalæknir þarf að endurskoða sínar vinnureglur, framvísa áreiðanlegum heimildum, ritrýndum vísindalegum forsendum og tefla fram alvöru rökstuðningi,“ segir Arnar Þór. Þá segir hann að horfa þyrfti á heildarmynd en ekki bara út frá „rörsýni sóttvarnalæknis.“ „Tjónið sem er að verða hérna í landinu og er mælanlegt, efnahagslega tjónið, er einn þáttur. Hið sálræna, félagslega, pólitíska og margvíslegt annað tjón sem er að verða hérna, það er erfitt að mæla það,“ segir hann. „Ef við keyrum áfram eftir þessari braut svona bremsulaus þá hef ég áhyggjur af því hvar við lendum. Þess vegna vil ég láta reyna á þetta,“ segir Arnar Þór Jónsson lögmaður að lokum. Upphaflega stóð að aldrei hefði áður verið látið reyna á ákvörðun um einangrun en það reyndist ekki rétt. Fréttin hefur nú verið leiðrétt eftir ábendingu heilbrigðisráðuneytisins þess efnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem látið er reyna á lögmæti einangrunar vegna faraldursins en þegar það hefur verið gert hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið dæmd lögmæt. Þá hefur áður verið reynt á ákvarðanir sóttvarnarlæknis í tengslum við sóttvarnaraðgerðir. Í apríl síðastliðnum var kveðinn upp úrskurður þess efnis að sóttvarnarlæknir hefði gengið lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Arnar Þór Jónsson lögmaður flytur öll málin fimm. Hann segir í samtali við Vísi að hann telji fulla ástæðu til að láta reyna á lögmæti einangrunar þeirra sem greinst hafa jákvæðir í PCR-prófi en eru einkennalausir. Vilja út Skjólstæðingar hans í málunum fimm sitja í einangrun og vilja að stjórnvaldsákvarðanir sóttvarnalæknis þess efnis verði felldar úr gildi. Þá vilja þeir kalla eftir efnislegri umfjöllun um þann grundvöll sem ákvörðun um einangrun er tekin á. „Hversu áreiðanleg eru þessi próf, til dæmis?“ segir Arnar Þór. Hann vísar til þess að í Austurríki, Þýskalandi og Portúgal hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að ekki mætti reisa stjórnaldsákvarðanir á niðurstöðu PCR-prófs. Þá veltir hann því fyrir sér hver vísindalegur grundvöllur þess að þeir sem greinast smitaðir en eru einkennalausir sæti einangrun í heila tíu daga. Gera athugasemdir við formið Arnar Þór segir skjólstæðinga sína gera athugasemdir við það hvernig er staðið að málunum af hálfu embættis sóttvarnalæknis. Til dæmis telji þeir að skort hafi á upplýsingagjöf. Rík upplýsingaskylda hvíli á stjórnvöldum í málum sem þessum. Þá leggur Arnar Þór áherlsu á það að sönnunarbyrði um nauðsyn frelsiskerðingar hvíli ekki á hinum almenna borgara heldur á stjórnvaldinu. „Það er bara nauðsynlegt að láta á þetta reyna og við vonumst til að fá alvöru úrlausn um þetta,“ segir hann. Þá segir hann að niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur megi vænta strax á þriðjudag. Enda sé um gríðarlega hagsmuni að ræða þegar frelsi fólks er í húfi. Þá muni hann ásamt lögmanni mótaðila reyna að leggja málin upp á einfaldan hátt þannig að dómari geti unnið dóm hratt. Vill að sóttvarnalæknir framvísi áreiðanlegum heimildum Aðspurður um réttaráhrif þess að dómari fallist á kröfur umbjóðenda hans segir Arnar Þór það annars vegar vera að þeir losni úr einangrun og hins vegar að sóttvarnarlæknir muni þurfa að bregðast við. „Þá náttúrulega blasir það við að sóttvarnalæknir þarf að endurskoða sínar vinnureglur, framvísa áreiðanlegum heimildum, ritrýndum vísindalegum forsendum og tefla fram alvöru rökstuðningi,“ segir Arnar Þór. Þá segir hann að horfa þyrfti á heildarmynd en ekki bara út frá „rörsýni sóttvarnalæknis.“ „Tjónið sem er að verða hérna í landinu og er mælanlegt, efnahagslega tjónið, er einn þáttur. Hið sálræna, félagslega, pólitíska og margvíslegt annað tjón sem er að verða hérna, það er erfitt að mæla það,“ segir hann. „Ef við keyrum áfram eftir þessari braut svona bremsulaus þá hef ég áhyggjur af því hvar við lendum. Þess vegna vil ég láta reyna á þetta,“ segir Arnar Þór Jónsson lögmaður að lokum. Upphaflega stóð að aldrei hefði áður verið látið reyna á ákvörðun um einangrun en það reyndist ekki rétt. Fréttin hefur nú verið leiðrétt eftir ábendingu heilbrigðisráðuneytisins þess efnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira