Sports Direct opnar 1.750 fermetra verslun á Akureyri Eiður Þór Árnason skrifar 27. desember 2021 14:12 Biðröð myndaðist fyrir utan verslun Sports Direct í Lindum í Kópavogi sumarið 2020 þegar samkomubann stóð sem hæst. Vísir/Vilhelm Til stendur að opna 1.750 fermetra íþróttaverslun Sports Direct á Norðurtorgi á Akureyri næsta vor. Gengið var frá samningum við bresku íþróttavörukeðjuna á Þorláksmessu. Pétur Bjarnason, annar eigandi fasteignafélagsins Klettáss sem á Norðurtorg, segir spennandi tíma fram undan á Akureyri. Þar með hefur tekist að leigja út allt rými í nýja 11 þúsund fermetra verslunarkjarnanum sem fyrir breytingar gekk undir nafninu Sjafnarhúsið. „Þetta er búið að vera í pípunum í nokkra mánuði og við gengum frá þessu 23. desember. Þegar við erum að tala um Covid og menn í útlöndum sem eru að skrifa undir þá er þetta alltaf erfiðara,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þetta er mjög spennandi, ekki bara fyrir okkur heldur bara allt samfélagið á Norðurlandi. Þetta verður stærsta íþróttavöruverslun á svæðinu.“ Ari Pétursson, verkefnastjóri hjá Klettás, Auðunn Guðmundsson og Pétur Bjarnason, eigendur Klettáss.Klettás Rúmfatalagerinn og Ilva hafa verið með verslanir á Norðurtorgi frá því að kjarninn var opnaður í sumar og Bónus opnar þar verslun á næsta ári. Klettás hyggst á næstunni leggja fram breytingu á deiliskipulagi og vonast til að geta byggt allt að 20 þúsund fermetra til viðbótar á svæðinu en fasteignafélagið á einnig nærliggjandi lóð við Sjafnargötu 1. Áætlar félagið að byggja blöndu af verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. „Við erum einnig búin að falast eftir því að fá heilsugæslu á svæðið og sendum inn mjög metnaðarfullar tillögur um nýbyggingu sem er alveg sniðin að þörfum heilsugæslunnar. Kröfurnar frá þeim voru miklar, við fórum í mikla vinnu við að undirbúa þetta og teljum okkur vera með flottar tillögur.“ Bíða forsvarsmenn Klettáss enn eftir svörum frá bæjaryfirvöldum varðandi þau áform. Verslun Akureyri Tengdar fréttir Bónus opnar þriðju verslunina á Akureyri næsta vor Bónus hyggst opna þriðju matvöruverslunina á Akureyri næsta vor. Verslunin mun opna í verslunarkjarnanum að Norðurtorgi. 6. september 2021 15:07 Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. 5. júní 2021 20:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Pétur Bjarnason, annar eigandi fasteignafélagsins Klettáss sem á Norðurtorg, segir spennandi tíma fram undan á Akureyri. Þar með hefur tekist að leigja út allt rými í nýja 11 þúsund fermetra verslunarkjarnanum sem fyrir breytingar gekk undir nafninu Sjafnarhúsið. „Þetta er búið að vera í pípunum í nokkra mánuði og við gengum frá þessu 23. desember. Þegar við erum að tala um Covid og menn í útlöndum sem eru að skrifa undir þá er þetta alltaf erfiðara,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þetta er mjög spennandi, ekki bara fyrir okkur heldur bara allt samfélagið á Norðurlandi. Þetta verður stærsta íþróttavöruverslun á svæðinu.“ Ari Pétursson, verkefnastjóri hjá Klettás, Auðunn Guðmundsson og Pétur Bjarnason, eigendur Klettáss.Klettás Rúmfatalagerinn og Ilva hafa verið með verslanir á Norðurtorgi frá því að kjarninn var opnaður í sumar og Bónus opnar þar verslun á næsta ári. Klettás hyggst á næstunni leggja fram breytingu á deiliskipulagi og vonast til að geta byggt allt að 20 þúsund fermetra til viðbótar á svæðinu en fasteignafélagið á einnig nærliggjandi lóð við Sjafnargötu 1. Áætlar félagið að byggja blöndu af verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. „Við erum einnig búin að falast eftir því að fá heilsugæslu á svæðið og sendum inn mjög metnaðarfullar tillögur um nýbyggingu sem er alveg sniðin að þörfum heilsugæslunnar. Kröfurnar frá þeim voru miklar, við fórum í mikla vinnu við að undirbúa þetta og teljum okkur vera með flottar tillögur.“ Bíða forsvarsmenn Klettáss enn eftir svörum frá bæjaryfirvöldum varðandi þau áform.
Verslun Akureyri Tengdar fréttir Bónus opnar þriðju verslunina á Akureyri næsta vor Bónus hyggst opna þriðju matvöruverslunina á Akureyri næsta vor. Verslunin mun opna í verslunarkjarnanum að Norðurtorgi. 6. september 2021 15:07 Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. 5. júní 2021 20:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Bónus opnar þriðju verslunina á Akureyri næsta vor Bónus hyggst opna þriðju matvöruverslunina á Akureyri næsta vor. Verslunin mun opna í verslunarkjarnanum að Norðurtorgi. 6. september 2021 15:07
Skoða að færa KFC nær Akureyri Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár. 5. júní 2021 20:00