Talíbanar banna langferðir kvenna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 14:31 Ökumönnum hvers kyns farartækja er nú óheimilt að hleypa konum, sem eru einar á langferð og án viðeigandi höfuðslæðu, inn í ökutækin. EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV Talíbanar hafa bannað afgönskum konum, sem ætla að ferðast langar vegalengdir, að ferðast einar. Rútu- og lestarstjórar mega því ekki hleypa konum inn nema þær séu í fylgd karlkyns ættingja sinna. Stjórn Talíbana kynnti þessar nýjustu reglur í gær og er þetta enn eitt skrefið sem skerðir réttindi kvenna frá því að öfgahópurinn tók völd í ágúst. Flestum konum hefur nú verið bannað að vinna og fæstar stúlkur á menntaskólaaldri ganga enn í skóla, þar sem aðeins konur mega kenna stúlkum á þeim aldri. Ráðuneyti Talíbana, sem hvetur til dyggða og kemur í veg fyrir löst (e. Ministry of Promotion of Virtue and Prevention of Vice), sagði í yfirlýsingu í gær að konur sem ætli að ferðast lengra en 72 km þurfi að vera í fylgd karlkyns fjölskyldumeðlima. Með þessari boðun Talíbana fylgir að allir ökumenn, sama hvaða ökutæki þeir stýra, auk þessa ekki að hleypa konum, sem ekki bera viðeigandi slæður, um borð. Þar er þó ekkert sagt um hvers konar slæður séu viðeigandi, en slæður eru af margskonar gerðum og hylja mismikið. Auk þess klæðast flestar afganskar konur slæðum dagsdaglega. Með nýju reglunum er það sömuleiðis bannað að spila tónlist í ökutækjum. Eins og áður segir er langflestum konum ekki lengur heimilt að starfa utan heimilisins. Þar á meðal eru kvenkyns kennarar en reglur segja jafnframt að unglingsstelpur megi ekki nema af karlkyns kennurum. Því eru skólar nær eingöngu opnir drengjum og karlkyns kennurum. Talíbanar vilja þó meina að þessar skerðingar séu aðeins tímabundnar og settar til að tryggja að vinnu- og lærdómsstaðir séu öruggir fyrir stúlkur og konur. Margir telja þó að reglurnar séu komnar til að vera enda bönnuðu Talíbanar, á valdatíð sinni á tíunda áratug síðustu aldar, alla vinnuþátttöku og nám kvenna. Talíbanar bönnuðu konum í síðasta mánuði að koma fram í sjónvarpsþáttum og hafa skipað kvenkyns fréttamönnum og -þulum að bera slæður á höfði sér í sjónvarpinu. Afganistan Jafnréttismál Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Stjórn Talíbana kynnti þessar nýjustu reglur í gær og er þetta enn eitt skrefið sem skerðir réttindi kvenna frá því að öfgahópurinn tók völd í ágúst. Flestum konum hefur nú verið bannað að vinna og fæstar stúlkur á menntaskólaaldri ganga enn í skóla, þar sem aðeins konur mega kenna stúlkum á þeim aldri. Ráðuneyti Talíbana, sem hvetur til dyggða og kemur í veg fyrir löst (e. Ministry of Promotion of Virtue and Prevention of Vice), sagði í yfirlýsingu í gær að konur sem ætli að ferðast lengra en 72 km þurfi að vera í fylgd karlkyns fjölskyldumeðlima. Með þessari boðun Talíbana fylgir að allir ökumenn, sama hvaða ökutæki þeir stýra, auk þessa ekki að hleypa konum, sem ekki bera viðeigandi slæður, um borð. Þar er þó ekkert sagt um hvers konar slæður séu viðeigandi, en slæður eru af margskonar gerðum og hylja mismikið. Auk þess klæðast flestar afganskar konur slæðum dagsdaglega. Með nýju reglunum er það sömuleiðis bannað að spila tónlist í ökutækjum. Eins og áður segir er langflestum konum ekki lengur heimilt að starfa utan heimilisins. Þar á meðal eru kvenkyns kennarar en reglur segja jafnframt að unglingsstelpur megi ekki nema af karlkyns kennurum. Því eru skólar nær eingöngu opnir drengjum og karlkyns kennurum. Talíbanar vilja þó meina að þessar skerðingar séu aðeins tímabundnar og settar til að tryggja að vinnu- og lærdómsstaðir séu öruggir fyrir stúlkur og konur. Margir telja þó að reglurnar séu komnar til að vera enda bönnuðu Talíbanar, á valdatíð sinni á tíunda áratug síðustu aldar, alla vinnuþátttöku og nám kvenna. Talíbanar bönnuðu konum í síðasta mánuði að koma fram í sjónvarpsþáttum og hafa skipað kvenkyns fréttamönnum og -þulum að bera slæður á höfði sér í sjónvarpinu.
Afganistan Jafnréttismál Tengdar fréttir Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Jólabarnið komið til mömmu eftir fjögurra mánaða aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund þegar Zeba Sultani, afganskur flóttamaður, hitti son sinn Arsalan á Keflavíkurflugvelli í morgun, eftir að hafa síðast séð hann þegar hann varð viðskila við foreldra sína í miðju upplausnarástandi í Afganistan í sumar. 21. desember 2021 16:10
Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. 20. desember 2021 08:36
Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. 19. desember 2021 11:31