Spice fer að narta í hælana á kannabisi hjá Foreldrahúsi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. desember 2021 22:20 Sigríður Björk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Hún segir foreldra áhyggjufulla yfir aukinni neyslu efnisins. Vísir/Sigurjón Aukning hefur orðið á neyslu unglinga á eiturlyfinu Spice á síðustu tveimur árum. Grunnskólar hafa margir orðið varir við neyslu meðal nemenda sinna en erfitt er að ná utan um umfang vandamálsins því krakkarnir eiga auðvelt með að fela hana. Spice er tiltölulega nýtt eiturlyf á markaðinum en neysla þess hefur aukist verulega síðustu árin. Það er einna vinsælast meðal fanga og innan hópa ungmenna en neysla þess hefur sést hjá allt að 12 ára gömlum krökkum. Margir grunnskólar landsins hafa orðið varir við neyslu nemenda sinna á efninu, sem er svipað í útliti og kannabisefni en er í raun verksmiðjuframleitt og afar sterkt mun hættulegra. Margir foreldrar vita ekki af stöðunni Neyslan er oft mjög falin. Efnið er lyktarlaust og aðeins nýlega komu á markað heimapróf sem greina efnið í sýnum. Foreldrar eru áhyggjufullir yfir stöðunni. „Það eru mjög margir foreldrar sem að vita ekkert af þessu. Þetta hefur ekki farið hátt í umræðunni þannig að það er mjög erfitt fyrir foreldra bæði að vita af þessu og hvað á að gera. Það er líka erfitt að takast á við fráhvörfin þegar börnin eru komin í þetta,“ segir Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. „Það er litla aðstoð að fá, það er lítill skilningur inni á bráðamóttökunni og svona þannig að þetta er bara mjög erfið staða.“ Bæði lögregla á höfuðborgarsvæðinu og Foreldrahús, sem aðstoða foreldra krakka í neyslu, hafa orðið vör við aukningu á neyslu efnisins á síðustu tveimur árum. Foreldrafundur vegna efnisins var meðal annars haldinn í Garðaskóla fyrr í ár eftir að skólayfirvöld höfðu orðið var við neyslu nokkurra nemenda. „Það þarf að kynna þetta betur. Það þarf miklu meiri forvarnafræðslu. Svona efni kemur svolítið á bak við okkur inn til okkar. Þannig að við þurfum miklu meira að fræða foreldra um þetta,“ segir Sigríður Björk. Aukin einangrun leiðir til aukinnar neyslu Að sögn Foreldrahúss er Spice nú orðið annað stærsta vandamál krakka sem leita til þeirra á eftir kannabisefni. „Þetta er orðið mikið vandamál og Spice er orðið næst algengasta efnið sem við sjáum á eftir kannabisi, fer alveg að narta í hælana á því,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, í samtali við fréttastofu í dag. Krakkar í neyslu lýsi því margir hvernig félagsleg einangrun í samkomubanni hafi ýtt undir neyslu þeirra. Foreldrar segja faraldurinn hafa farið illa í mörg börn. „Ég tala nú ekki um börn sem að búa ekki við bestu aðstæðurnar. Við höfum miklar áhyggjur af því. Sérstaklega þegar að skólunum var að hluta til lokað að börnin voru bara heima kannski í slæmum aðstæðum. Mjög slæmt,“ segir Sigríður Björk. Fíkn Fíkniefnabrot Grunnskólar Reykjavík Garðabær Börn og uppeldi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Spice er tiltölulega nýtt eiturlyf á markaðinum en neysla þess hefur aukist verulega síðustu árin. Það er einna vinsælast meðal fanga og innan hópa ungmenna en neysla þess hefur sést hjá allt að 12 ára gömlum krökkum. Margir grunnskólar landsins hafa orðið varir við neyslu nemenda sinna á efninu, sem er svipað í útliti og kannabisefni en er í raun verksmiðjuframleitt og afar sterkt mun hættulegra. Margir foreldrar vita ekki af stöðunni Neyslan er oft mjög falin. Efnið er lyktarlaust og aðeins nýlega komu á markað heimapróf sem greina efnið í sýnum. Foreldrar eru áhyggjufullir yfir stöðunni. „Það eru mjög margir foreldrar sem að vita ekkert af þessu. Þetta hefur ekki farið hátt í umræðunni þannig að það er mjög erfitt fyrir foreldra bæði að vita af þessu og hvað á að gera. Það er líka erfitt að takast á við fráhvörfin þegar börnin eru komin í þetta,“ segir Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. „Það er litla aðstoð að fá, það er lítill skilningur inni á bráðamóttökunni og svona þannig að þetta er bara mjög erfið staða.“ Bæði lögregla á höfuðborgarsvæðinu og Foreldrahús, sem aðstoða foreldra krakka í neyslu, hafa orðið vör við aukningu á neyslu efnisins á síðustu tveimur árum. Foreldrafundur vegna efnisins var meðal annars haldinn í Garðaskóla fyrr í ár eftir að skólayfirvöld höfðu orðið var við neyslu nokkurra nemenda. „Það þarf að kynna þetta betur. Það þarf miklu meiri forvarnafræðslu. Svona efni kemur svolítið á bak við okkur inn til okkar. Þannig að við þurfum miklu meira að fræða foreldra um þetta,“ segir Sigríður Björk. Aukin einangrun leiðir til aukinnar neyslu Að sögn Foreldrahúss er Spice nú orðið annað stærsta vandamál krakka sem leita til þeirra á eftir kannabisefni. „Þetta er orðið mikið vandamál og Spice er orðið næst algengasta efnið sem við sjáum á eftir kannabisi, fer alveg að narta í hælana á því,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, í samtali við fréttastofu í dag. Krakkar í neyslu lýsi því margir hvernig félagsleg einangrun í samkomubanni hafi ýtt undir neyslu þeirra. Foreldrar segja faraldurinn hafa farið illa í mörg börn. „Ég tala nú ekki um börn sem að búa ekki við bestu aðstæðurnar. Við höfum miklar áhyggjur af því. Sérstaklega þegar að skólunum var að hluta til lokað að börnin voru bara heima kannski í slæmum aðstæðum. Mjög slæmt,“ segir Sigríður Björk.
Fíkn Fíkniefnabrot Grunnskólar Reykjavík Garðabær Börn og uppeldi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira