Gulltryggði sigur Utah eftir að hafa rifist við orðljótan stuðningsmann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2021 15:15 Jordan Clarkson fékk óblíðar móttökur í gömlu heimaborginni. getty/Ronald Cortes Jordan Clarkson gulltryggði sigur Utah Jazz á San Antonio Spurs í NBA-deildinni eftir að hafa rifist við stuðningsmann San Antonio. Clarkson varð pirraður þegar hann fékk ekki villu þegar hann taldi Doug McDermott hafa brotið á sér í stöðunni 80-94, Utah í vil, þegar fjórar mínútur voru eftir. Gestirnir tóku í kjölfarið leikhlé. Einn stuðningsmaður San Antonio nýtti tækifærið, stóð á fætur og öskraði á Clarkson. Fyrst um sinn lét Clarkson fúkyrði stuðningsmenn sem vind um eyru þjóta. En svo var honum nóg boðið, gekk í átt að stuðningsmanninum og ætlaði að hjóla í hann. Samherjar hans og öryggisverðir gengu í milli og stuðningsmanninum var vísað út úr höllinni. Atvikið truflaði Clarkson þó ekki meira en svo en að hann gulltryggði sigur Utah með því að setja niður tvö vítaskot undir lokin. Utah vann leikinn, 104-110, og hefur unnið tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Eftir leikinn sagði Clarkson að stuðningsmaðurinn hefði ögrað sér og farið yfir strikið en vildi ekki endurtaka það sem hann sagði við hann. Clarkson, sem er frá San Antonio, skoraði 23 stig í heimaborginni. Hann er með 14,7 stig að meðaltali í leik í vetur. Clarkson, sem er 29 ára, var valinn besti sjötti leikmaður NBA á síðasta tímabili. Þá skoraði hann 18,4 stig að meðaltali í leik. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Tengdar fréttir Skeggi hélt áfram að hrella Los Angeles-liðin Eftir misjafna frammistöðu á tímabilinu sýndi James Harden allar sínar bestu hliðar þegar Brooklyn Nets vann Los Angeles Clippers, 108-124, í NBA-deildinni í nótt. 28. desember 2021 08:01 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Clarkson varð pirraður þegar hann fékk ekki villu þegar hann taldi Doug McDermott hafa brotið á sér í stöðunni 80-94, Utah í vil, þegar fjórar mínútur voru eftir. Gestirnir tóku í kjölfarið leikhlé. Einn stuðningsmaður San Antonio nýtti tækifærið, stóð á fætur og öskraði á Clarkson. Fyrst um sinn lét Clarkson fúkyrði stuðningsmenn sem vind um eyru þjóta. En svo var honum nóg boðið, gekk í átt að stuðningsmanninum og ætlaði að hjóla í hann. Samherjar hans og öryggisverðir gengu í milli og stuðningsmanninum var vísað út úr höllinni. Atvikið truflaði Clarkson þó ekki meira en svo en að hann gulltryggði sigur Utah með því að setja niður tvö vítaskot undir lokin. Utah vann leikinn, 104-110, og hefur unnið tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Eftir leikinn sagði Clarkson að stuðningsmaðurinn hefði ögrað sér og farið yfir strikið en vildi ekki endurtaka það sem hann sagði við hann. Clarkson, sem er frá San Antonio, skoraði 23 stig í heimaborginni. Hann er með 14,7 stig að meðaltali í leik í vetur. Clarkson, sem er 29 ára, var valinn besti sjötti leikmaður NBA á síðasta tímabili. Þá skoraði hann 18,4 stig að meðaltali í leik. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Tengdar fréttir Skeggi hélt áfram að hrella Los Angeles-liðin Eftir misjafna frammistöðu á tímabilinu sýndi James Harden allar sínar bestu hliðar þegar Brooklyn Nets vann Los Angeles Clippers, 108-124, í NBA-deildinni í nótt. 28. desember 2021 08:01 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Skeggi hélt áfram að hrella Los Angeles-liðin Eftir misjafna frammistöðu á tímabilinu sýndi James Harden allar sínar bestu hliðar þegar Brooklyn Nets vann Los Angeles Clippers, 108-124, í NBA-deildinni í nótt. 28. desember 2021 08:01