Mest aukning hjá tvíbólusettum en minnst hjá þríbólusettum Tryggvi Páll Tryggvason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. desember 2021 12:55 Þórólfur Guðnason Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nýgengi smita sé nú á mestri uppleið hjá þeim sem þegið hafi tvær bólusetningar. Hann hvetur alla til að þiggja örvunarbólusetningu því að nýgengið sé langlægst hjá þeim sem það hafa gert. Hann er ekki með tillögur að hertum aðgerðum í smíðum, þrátt fyrir að metfjöldi greinist með Covid-19 á degi hverjum. 836 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa aldrei fleiri greinst með veiruna frá upphafi faraldursins. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru á meðal þeirra sem greinst hafa með veiruna, þau Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. 4.995 eru nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið og 6.187 eru nú í sóttkví. Þórólfur reiknar ekki með öðru en að áfram greinist fjölmargir á degi hverjum. „Það er ekkert í kortunum sem segir annað. Við erum alltaf að bíða eftir því og vonast til þess að þessar takmarkanir sem eru í gangi fari að tempra þetta eitthvað niður. Við vitum ekki hvenær það gerist nákvæmlega,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Þórólfur fer yfir stöðuna „Við sjáum bara á okkar tölum líka að tvöföldunartíminn á smitunum eru tæpir tveir dagar þannig að þetta er gríðarlega hratt smitt og fer hratt yfir. Það er bara það sem við erum að sjá,“ segir Þórólfur. Hann segir að ástæður útbreiðslunnar séu helst tvíþættar. „Það er ljóst að veiran eins og hún er uppbyggð og eiginleikar hennar eru þannig að hún smitar miklu auðveldar en Delta en það verður ekki smit nema fólk umgangist hvort annnað, og dálítið náið og margir saman. Það er samblanda af þessu sem hefur leitt til þess að við erum að fá þessa útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Örvunarbólusetningin virðist draga úr áhrifum omíkron-afbrigðisins Athygli vekur að nýgengi smita hefur aukist gríðarlega hjá þeim sem eru tvíbólusettir og er nú í tæplega 1.800 samkvæmt tölum á Covid.is. Þórólfur segir að smit séu að greinast nú hjá óbólusettum, tvíbólusettum og þríbólusettum, en tíðni smita sé til marks um að það skipti máli að þiggja örvunarskammt. „Við erum að sjá að það er aukning í öllum hópum, bæði óbólusettum, bólusettum og þeir sem hafa þegið örvunarskammtinn en nýgengið er langlægst hjá þeim sem hafa fengið örvunarskammtinn. Það er á mestri uppleið hjá þeim sem hafa fengið tvær sprautur. Ég vil áfram hvetja alla til að fara í örvunarbólusetningu, í örvunarskammtinn sem virðist ætla að minnka líkurnar á alvarlegum veikindum að völdum omíkron-afbrigðisins,“ segir Þórólfur. Ánægjuleg tíðindi frá Bandaríkjunum Þau tíðindi bárust frá Bandaríkjunum í morgun að Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna hafi ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. Þórólfur segir þetta ánægjuleg tíðindi sem séu til skoðunar hér á landi. Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. „Auðvitað skoðum við þetta og þetta eru bara ánægjulegar fréttir frá Bandaríkjunum. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna er áreiðanleg stofnun. Við tökum mark á þeirra niðurstöðum. Við munum skoða það með opnum huga eins og alltaf þegar við skoðum nýjar upplýsingar,“ segir Þórólfur. Nýtt minnisblað ekki í smíðum Nýtt minnisblað með tillögum að hertum aðgerðum er ekki til skoðunar sem stendur hjá Þórólfi, sem segir þó að það geti breyst hratt. „Ef að heilbrigðiskerfið almennt fer að lenda í vandræðum þá er bara um eitt að velja. Þá verðum við einhvern veginn að stemma stigu við því en eins og ég segi, það er ekki komið alveg að því eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur. 21 liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19, þar af nokkrir sem lágu inni á hjartadeild spítalans. Þórólfur segir stöðuna á spítalanum ekki mjög slæma, en ekki megi mikið út af bregða. „Ég held að það megi ekki mikið aukast inn á spítalann til þess að það skapist vandamál. Það virðist vera svo að alvarlegar afleiðingar af omíkron-afbrigðinu eru ekki eins miklar eins og af völdum delta en það geta orðið nægilega margir til að valda spítalanum vandræðum með svona mikilli útbreiðslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04 Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. 28. desember 2021 12:01 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Sjá meira
836 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa aldrei fleiri greinst með veiruna frá upphafi faraldursins. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru á meðal þeirra sem greinst hafa með veiruna, þau Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. 4.995 eru nú í einangrun vegna Covid-19 samanborið og 6.187 eru nú í sóttkví. Þórólfur reiknar ekki með öðru en að áfram greinist fjölmargir á degi hverjum. „Það er ekkert í kortunum sem segir annað. Við erum alltaf að bíða eftir því og vonast til þess að þessar takmarkanir sem eru í gangi fari að tempra þetta eitthvað niður. Við vitum ekki hvenær það gerist nákvæmlega,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Þórólfur fer yfir stöðuna „Við sjáum bara á okkar tölum líka að tvöföldunartíminn á smitunum eru tæpir tveir dagar þannig að þetta er gríðarlega hratt smitt og fer hratt yfir. Það er bara það sem við erum að sjá,“ segir Þórólfur. Hann segir að ástæður útbreiðslunnar séu helst tvíþættar. „Það er ljóst að veiran eins og hún er uppbyggð og eiginleikar hennar eru þannig að hún smitar miklu auðveldar en Delta en það verður ekki smit nema fólk umgangist hvort annnað, og dálítið náið og margir saman. Það er samblanda af þessu sem hefur leitt til þess að við erum að fá þessa útbreiðslu,“ segir Þórólfur. Örvunarbólusetningin virðist draga úr áhrifum omíkron-afbrigðisins Athygli vekur að nýgengi smita hefur aukist gríðarlega hjá þeim sem eru tvíbólusettir og er nú í tæplega 1.800 samkvæmt tölum á Covid.is. Þórólfur segir að smit séu að greinast nú hjá óbólusettum, tvíbólusettum og þríbólusettum, en tíðni smita sé til marks um að það skipti máli að þiggja örvunarskammt. „Við erum að sjá að það er aukning í öllum hópum, bæði óbólusettum, bólusettum og þeir sem hafa þegið örvunarskammtinn en nýgengið er langlægst hjá þeim sem hafa fengið örvunarskammtinn. Það er á mestri uppleið hjá þeim sem hafa fengið tvær sprautur. Ég vil áfram hvetja alla til að fara í örvunarbólusetningu, í örvunarskammtinn sem virðist ætla að minnka líkurnar á alvarlegum veikindum að völdum omíkron-afbrigðisins,“ segir Þórólfur. Ánægjuleg tíðindi frá Bandaríkjunum Þau tíðindi bárust frá Bandaríkjunum í morgun að Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna hafi ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. Þórólfur segir þetta ánægjuleg tíðindi sem séu til skoðunar hér á landi. Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. „Auðvitað skoðum við þetta og þetta eru bara ánægjulegar fréttir frá Bandaríkjunum. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna er áreiðanleg stofnun. Við tökum mark á þeirra niðurstöðum. Við munum skoða það með opnum huga eins og alltaf þegar við skoðum nýjar upplýsingar,“ segir Þórólfur. Nýtt minnisblað ekki í smíðum Nýtt minnisblað með tillögum að hertum aðgerðum er ekki til skoðunar sem stendur hjá Þórólfi, sem segir þó að það geti breyst hratt. „Ef að heilbrigðiskerfið almennt fer að lenda í vandræðum þá er bara um eitt að velja. Þá verðum við einhvern veginn að stemma stigu við því en eins og ég segi, það er ekki komið alveg að því eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur. 21 liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19, þar af nokkrir sem lágu inni á hjartadeild spítalans. Þórólfur segir stöðuna á spítalanum ekki mjög slæma, en ekki megi mikið út af bregða. „Ég held að það megi ekki mikið aukast inn á spítalann til þess að það skapist vandamál. Það virðist vera svo að alvarlegar afleiðingar af omíkron-afbrigðinu eru ekki eins miklar eins og af völdum delta en það geta orðið nægilega margir til að valda spítalanum vandræðum með svona mikilli útbreiðslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04 Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. 28. desember 2021 12:01 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Sjá meira
Flytja 30 af Landspítala á aðrar stofnanir til að létta álag Þrjátíu sjúklingar, sem nú liggja á Landspítala, verða fluttir þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir víðs vegar um land til að bregðast við erfiðum aðstæðum á spítalanum vegna Covid. 28. desember 2021 12:04
Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. 28. desember 2021 12:01