Innlent

Þrí­eykið fer yfir stöðu far­aldursins á upp­lýsinga­fundi á morgun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þríeykið mun fara yfir stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi klukkan 11 á morgun.
Þríeykið mun fara yfir stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi klukkan 11 á morgun. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00 vegna stöðu faraldurs kórónuveiru hér á landi. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum munu fara yfir stöðu mála. 

Fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum að vegna stöðu faraldursins fari fundurinn fram í gegn um fjarfundabúnað og er því ekki gert ráð fyrir fjölmiðlafólki á staðinn, rétt eins og var í síðustu viku. 

Þetta verður 192. upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar frá upphafi faraldursins hér á landi. Síðasti upplýsingafundur var á Þorláksmessu en þá höfðu upplýsingafundir ekki verið haldnir síðan í nóvember, sjö vikum áður. 

Fundinum verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Auk þess verður hægt að fylgjast með textalýsingu af fundinum eins og áður. 


Tengdar fréttir

Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök

Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×