„Það er dálítið í land en þetta er allt að koma“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. desember 2021 22:02 Skarphéðinn Steinarsson, ferðamálastjóri, segir enn mikla óvissu í faraldrinum. Vísir/Egill Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað töluvert á milli ára. Ferðamálastjóri býst við að fjöldi ferðamanna nálgist eðlilegt horf á næsta ári. Enn sé þó mikil óvissa um þróunina vegna faraldursins. Rúmlega 2,1 milljón manna fóru um Keflavíkurflugvöll frá 1. janúar til 27. desember, samkvæmt bráðabirgðatölum Isavia fyrir desember, og fjölgar um tæplega 760 þúsund frá því í fyrra. Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 700 þúsund ferðamenn hafi komið til landsins á þessu ári. „Þetta ár er betra en það síðasta, við erum að sjá fram á að það séu um 700 þúsund ferðamenn á þessu ári og voru innan við 500 þúsund á því síðasta,“ segir Skarphéðinn Steinarsson, ferðamálastjóri. „Það er hins vegar hvergi nærri þeim tölum sem við sáum fyrir Covid, árið 2019 voru hér tæplega tvær milljónir ferðamanna, þannig að það er dálítið í land en þetta er allt að koma,“ segir Skarphéðinn. Væntingar hafa staðið til þess að þegar líða fari á vorið fari ferðaþjónustan að taka við sér og hafa vísbendingar bent til þess. Enn er þó mikil óvissa í faraldrinum og ómögulegt að segja hvað tekur við. „Við áttum svo sannarlega ekki von á þessu sem hefur verið að gerast í kringum ómíkron, það er einhver samdráttur í kringum það, hins vegar hefur bókunarfyrirvari verið að styttast svo mikið að það er ekki víst að þetta hafi nein teljandi áhrif þegar við komum fram á vor og sumar,“ segir Skarphéðinn. Fjöldi farþega hefur verið að aukast stöðugt það sem af er ári. Í sumar fjölgaði farþegum til að mynda um 50 prósent og í haust fjölgaði þeim um allt að 65 til 70 prósent. „Þetta er þróun sem við gerum ráð fyrir að haldi áfram og almennt er talið í heiminum að ferðaþjónustan verði komin á par við það sem hún var fyrir Covid árið 2024,“ segir Skarphéðinn. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. 27. desember 2021 06:51 Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. 10. desember 2021 11:11 Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. 16. nóvember 2021 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
Rúmlega 2,1 milljón manna fóru um Keflavíkurflugvöll frá 1. janúar til 27. desember, samkvæmt bráðabirgðatölum Isavia fyrir desember, og fjölgar um tæplega 760 þúsund frá því í fyrra. Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 700 þúsund ferðamenn hafi komið til landsins á þessu ári. „Þetta ár er betra en það síðasta, við erum að sjá fram á að það séu um 700 þúsund ferðamenn á þessu ári og voru innan við 500 þúsund á því síðasta,“ segir Skarphéðinn Steinarsson, ferðamálastjóri. „Það er hins vegar hvergi nærri þeim tölum sem við sáum fyrir Covid, árið 2019 voru hér tæplega tvær milljónir ferðamanna, þannig að það er dálítið í land en þetta er allt að koma,“ segir Skarphéðinn. Væntingar hafa staðið til þess að þegar líða fari á vorið fari ferðaþjónustan að taka við sér og hafa vísbendingar bent til þess. Enn er þó mikil óvissa í faraldrinum og ómögulegt að segja hvað tekur við. „Við áttum svo sannarlega ekki von á þessu sem hefur verið að gerast í kringum ómíkron, það er einhver samdráttur í kringum það, hins vegar hefur bókunarfyrirvari verið að styttast svo mikið að það er ekki víst að þetta hafi nein teljandi áhrif þegar við komum fram á vor og sumar,“ segir Skarphéðinn. Fjöldi farþega hefur verið að aukast stöðugt það sem af er ári. Í sumar fjölgaði farþegum til að mynda um 50 prósent og í haust fjölgaði þeim um allt að 65 til 70 prósent. „Þetta er þróun sem við gerum ráð fyrir að haldi áfram og almennt er talið í heiminum að ferðaþjónustan verði komin á par við það sem hún var fyrir Covid árið 2024,“ segir Skarphéðinn.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. 27. desember 2021 06:51 Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. 10. desember 2021 11:11 Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. 16. nóvember 2021 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sjá meira
Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. 27. desember 2021 06:51
Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári. 10. desember 2021 11:11
Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri. 16. nóvember 2021 11:45