Guðrún Brá Björgvinsdóttir er einn fremsti kylfingur landsins en á árinu varð hún Íslandsmeistari kvenna í holukeppni og sigraði á móti B59, mótaröð þeirra bestu. Hún tók þátt í sextán mótum á árinu og lenti meðal annars í 12. sæti á Aramco mótinu í júlí og 8. sæti á ATS í Sádí-Arabíu í nóvember. Hún endaði enn fremur í 75. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaraðarinnar og heldur fullum rétti á næsta ári í mótaröðinni sem hefst í febrúar á næsta ári.
Róbert Ísak Jónsson er sundmaður íþróttafélagsins Fjarðar og er fjórfaldur Íslandsmeistari í 25 metra laug í flokki S14 og þrefaldur Íslandsmeistari í 50 metra laug. Róbert Ísak vann meðal annars silfur- og bronsverðlaun á EM í Madeira í Portúgal fyrr á árinu. Hann er þar að auki margfaldur Íslandsmethafi og stóð sig með stakri prýði á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó fyrr í sumar.
Þá var meistaraflokkur kvenna í köfuknattleik hjá Haukum var valið afrekslið Hafnarfjarðar árið 2021. Liðið lenti í öðru sæti á Íslandsmóti, varð bikarmeistari og meistari meistaranna í haust. Haukar unnu einnig fyrsta Evrópuleik sem íslenskt kvennalið hefur unnið og fóru í riðlakeppni Evrópukeppninnar. Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ er atburðurinn sagður einstakur í íslenskri íþróttasögu.