Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2021 22:08 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Sigurjón Ólason Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. Jarðskjálfti upp á 3,9 stig um hálfþrjúleytið í dag með upptök í Trölladyngju norðan Krýsuvíkur minnti íbúa Reykjavíkur og nágrennis rækilega á umbrotin á Reykjanesskaga. Allra augu beinast þó að eldstöðinni í Fagradalsfjalli en þar hefur þó dregið úr skjálftavirkni síðustu sólarhringa. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Magnús Tumi mati sínu á stöðunni og líklegri framvindu mála. Hann segir þó alveg klárt að dregið hafi úr skjálftavirkninni en einnig gliðnun landsins. Tvennt gæti verið í stöðunni: Horft frá Kleifarvatni til vesturs yfir Reykjanesfjallgarð. Krýsuvík og Sveifluháls til vinstri. Trölladyngja fyrir miðri mynd og Keilir þar fyrir aftan.Egill Aðalsteinsson „Að þetta sé að verða búið. En hitt er alveg eins líklegt, að kvikan sé núna búin að ryðja frá sér þar sem hún getur og fer þá að leita upp.“ Magnús áætlar að á þeim þremur mánuðum, frá því gosinu lauk í september og þar til hrinan núna hófst fyrir jól, hafi sextíu milljón rúmmetrar safnast fyrir af kviku undir eldstöðinni. „Það er bara jafnmikið aðrennsli kviku og var að streyma upp í gosinu.“ Frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær.Egill Aðalsteinsson Magnús vitnar til þess mats sérfræðinga Veðurstofunnar að kvikan sé núna á um tveggja kílómetra dýpi en hún gæti verið fljót upp. „Það gæti verið nokkrir klukkutímar. Það gæti verið nokkrir dagar. Það gæti líka, svo undarlegt sem það virðist, að þetta væri bara búið núna.“ Hann telur langlíklegast að, gjósi á annað borð, verði það á sama stað eða svipuðum og síðast. Líklegra sé að það gerist þá á næstu dögum frekar en næstu vikum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28. desember 2021 14:33 Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. 27. desember 2021 18:26 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Sjá meira
Jarðskjálfti upp á 3,9 stig um hálfþrjúleytið í dag með upptök í Trölladyngju norðan Krýsuvíkur minnti íbúa Reykjavíkur og nágrennis rækilega á umbrotin á Reykjanesskaga. Allra augu beinast þó að eldstöðinni í Fagradalsfjalli en þar hefur þó dregið úr skjálftavirkni síðustu sólarhringa. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Magnús Tumi mati sínu á stöðunni og líklegri framvindu mála. Hann segir þó alveg klárt að dregið hafi úr skjálftavirkninni en einnig gliðnun landsins. Tvennt gæti verið í stöðunni: Horft frá Kleifarvatni til vesturs yfir Reykjanesfjallgarð. Krýsuvík og Sveifluháls til vinstri. Trölladyngja fyrir miðri mynd og Keilir þar fyrir aftan.Egill Aðalsteinsson „Að þetta sé að verða búið. En hitt er alveg eins líklegt, að kvikan sé núna búin að ryðja frá sér þar sem hún getur og fer þá að leita upp.“ Magnús áætlar að á þeim þremur mánuðum, frá því gosinu lauk í september og þar til hrinan núna hófst fyrir jól, hafi sextíu milljón rúmmetrar safnast fyrir af kviku undir eldstöðinni. „Það er bara jafnmikið aðrennsli kviku og var að streyma upp í gosinu.“ Frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær.Egill Aðalsteinsson Magnús vitnar til þess mats sérfræðinga Veðurstofunnar að kvikan sé núna á um tveggja kílómetra dýpi en hún gæti verið fljót upp. „Það gæti verið nokkrir klukkutímar. Það gæti verið nokkrir dagar. Það gæti líka, svo undarlegt sem það virðist, að þetta væri bara búið núna.“ Hann telur langlíklegast að, gjósi á annað borð, verði það á sama stað eða svipuðum og síðast. Líklegra sé að það gerist þá á næstu dögum frekar en næstu vikum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28. desember 2021 14:33 Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. 27. desember 2021 18:26 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Sjá meira
Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28. desember 2021 14:33
Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. 27. desember 2021 18:26