Flestir með ómíkron en fæstir á spítala Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. desember 2021 23:22 Runólfur Pálsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans. Stöð 2 Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir að flestir sem liggi inni á spítala séu veikir af völdum delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Rúm áttatíu prósent smitaðra síðustu daga hafa greinst með ómíkron-afbrigði veirunnar en þrír sem greinst hafa með afbrigðið hafa þurft á spítalainnlögn að halda. 21 er inniliggjandi á Landspítala vegna kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, segir að gera megi ráð fyrir því að alvarleiki veikinda vegna ómíkrons-afbrigðis verði minni ef völdum annarra afbrigða ef litið er til reynslu annarra landa. „Það eru ekki nema um þrír held ég þegar ég vissi síðast, sem reynst hafa [verið með] ómíkron-afbrigðið af þeim sem liggja inni. Það eru á gjörgæsludeildunum held ég fimm einstaklingar sem stendur, þar af þrír í öndunarvél. En ég hygg að þeir hafi allir smitast af delta-afbrigðinu,“ segir Runólfur. Hann segir að þrátt fyrir að nýja afbrigðið virðist minna smitandi sé staðan á spítalanum mjög slæm. Þreyja þurfi þorran næstu fimm til sex vikurnar og mönnunarvandi verði líklega stærsta vandamál spítalans á næstu vikum. Um hundrað starfsmenn spítalans eru í einangrun og jafnmargir í sóttkví. „Við eigum fullt í fangi við með að veita þjónustu við ýmsum bráðum og misalvarlegum veikindum og það eru skurðaðgerðir sem eru mjög brýnar sem geta ekki beðið vegna lífshótandi sjúkdóma, krabbameina, hjartasjúkdóma og svo framvegis. Öllu þessu verðum við að sinna. Við verðum að forgangsraða þessu og nýta okkar starfskrafta eins og við mögulega getum,“ segir Runólfur. Runólfur fagnar því að fólk virðist síður veikjast af afbrigðinu en hefur þó áhyggjur af smithæfni ómíkron-afbrigðisins. Fólk fari jafnvel hingað og þangað með lítil eða engin einkenni og geti smitað viðkvæma hópa. Staðan sé þó betri en áður enda margir bólusettir. „Við erum enn þá með þessa viðkvæmu hópa sem við þurfum að vernda og jafnvel þó að þeir einstaklingar séu bólusettir þá geta þeir veikst alvarlega og svo eru náttúrulega einhverjar þúsundir, kannski tuttugu, þrjátíu þúsund einstaklingar sem eru óbólusettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Runólfur Pálsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, segir að gera megi ráð fyrir því að alvarleiki veikinda vegna ómíkrons-afbrigðis verði minni ef völdum annarra afbrigða ef litið er til reynslu annarra landa. „Það eru ekki nema um þrír held ég þegar ég vissi síðast, sem reynst hafa [verið með] ómíkron-afbrigðið af þeim sem liggja inni. Það eru á gjörgæsludeildunum held ég fimm einstaklingar sem stendur, þar af þrír í öndunarvél. En ég hygg að þeir hafi allir smitast af delta-afbrigðinu,“ segir Runólfur. Hann segir að þrátt fyrir að nýja afbrigðið virðist minna smitandi sé staðan á spítalanum mjög slæm. Þreyja þurfi þorran næstu fimm til sex vikurnar og mönnunarvandi verði líklega stærsta vandamál spítalans á næstu vikum. Um hundrað starfsmenn spítalans eru í einangrun og jafnmargir í sóttkví. „Við eigum fullt í fangi við með að veita þjónustu við ýmsum bráðum og misalvarlegum veikindum og það eru skurðaðgerðir sem eru mjög brýnar sem geta ekki beðið vegna lífshótandi sjúkdóma, krabbameina, hjartasjúkdóma og svo framvegis. Öllu þessu verðum við að sinna. Við verðum að forgangsraða þessu og nýta okkar starfskrafta eins og við mögulega getum,“ segir Runólfur. Runólfur fagnar því að fólk virðist síður veikjast af afbrigðinu en hefur þó áhyggjur af smithæfni ómíkron-afbrigðisins. Fólk fari jafnvel hingað og þangað með lítil eða engin einkenni og geti smitað viðkvæma hópa. Staðan sé þó betri en áður enda margir bólusettir. „Við erum enn þá með þessa viðkvæmu hópa sem við þurfum að vernda og jafnvel þó að þeir einstaklingar séu bólusettir þá geta þeir veikst alvarlega og svo eru náttúrulega einhverjar þúsundir, kannski tuttugu, þrjátíu þúsund einstaklingar sem eru óbólusettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39
Neyðarstigi lýst yfir á Landspítala Landspítali hefur verið færður á neyðarstig. Mikið álag hefur verið á spítalanum undanfarna daga og vikur. 28. desember 2021 15:18