Don't Look Up: Mikil vonbrigði...að hún kláraðist Heiðar Sumarliðason skrifar 29. desember 2021 10:10 Stjörnufans í Don't Look Up. Don't Look Up var frumsýnd á aðfangadag. Myndin átti upprunalega að koma í kvikmyndahús og var það Paramount sem ætlaði að framleiða og dreifa. Áður en tökur hófust var hún svo skyndilega komin yfir til streymisrisans Netflix. Vissu Paramount lengra en nef þeirra náði? Don't Look Up virkar skotheld á pappír. Leonardo DiCaprio, Meryl Streep og Jennifer Lawrence í aðalhlutverkum og Big Short-maðurinn Adam McKay að skrifa og leikstýra. Af hverju ættu Paramount Pictures að láta svona bita frá sér? Svarið kom í ljós um leið og dómar bandarískra gagnrýnenda birtust. Þeir voru einhverjir jákvæðir, en meirihlutinn neikvæður. Myndir eins og Don't Look Up verða að vera með krítíkera með sér í liði til að aðsóknin sé góð. Ég er ekki frá því að Paramount hafi sloppið með skrekkinn þarna. Þá er ég ekki að segja að mér þyki Don't Look Up slæm kvikmynd, langt því frá, en miðað við hversu misjöfn viðbrögðin eru, hefði hún líklegast ekki skilað kvikmyndaverinu hagnaði eða Óskarstilnefningum. Kvikmyndir þurfa að vera samþykktar af nægilega mörgum til að spyrjast nógu vel út, einnig til að skila tilnefningum. Það er í raun alveg sama þó að helmingi áhorfenda finnist hún stórkostleg, ef hinum helmingnum þykir hún prump, þá er skaðinn skeður. Ef þú vilt tilnefningar, gull og græna skóga, þarftu að ná 70-80% fólks á þitt band. Nema það sé ofurhetjumynd, en það er nú önnur Ella. Tónvillt? Í stuttu máli fjallar Don't Look Up um tvo vísindamenn sem uppgötva halastjörnu sem mun rekast á jörðina. Vandinn er sá að þorri fólks er svo upptekið af nýjasta stjörnuskilnaðinum að það nennir enginn að pæla í þessu. M.a.s. forsetinn tekur þessu ekki alvarlega. Líkt og í flestum kvikmyndum þurfa þá hetjurnar okkar að taka til sinna ráða. Það sem angrar flesta (sem á annað borð eru angraðir) við Don't Look Up virðist vera ójafnvægi í tóni. Hún byrjar sem hreint og beint drama ala Big Short (með sci-fi ívafi), svo birtist Jonah Hill og fjandinn verður laus. Við erum allt í einu komin í Anchorman. Skömmu síðar erum við aftur komin í Big Short, svo aftur yfir í Anchorman á ný. Ástæðan fyrir að ég nefni nákvæmlega þessar myndir er sú að báðar eru eftir leikstjórann McKay. Hvort hann hafi bara alls ekki getað valið sér akrein, eða bara ákveðið að sveigja á milli akreina veit ég ekki. Kannski var hann bara drukkinn (eða á Molly eins og persóna Jonah Hill). Hvað sem því líður, virðist þetta fara sérlega mikið í taugarnar á ákveðnum hluta áhorfenda. Ég er ekki einn af þeim. Ég er frekar hrifinn af þessari mynd og naut áhorfsins. Kannski var það af því ég vissi við hverju var að búast, að hún flakkaði milli tóntegunda. Ég er samt ekki svo viss um það, ég hef bara alltaf verið hrifinn af kvikmyndum og listamönnum sem fara ekki sömu leiðir og samferðamenn sínir. Það er spurning hvort fólk þurfi ekki bara að fara að drullast út úr kassanum, líkt og minn maður Joey. Það að komast á Netflix er sennilega það besta sem gat komið fyrir þessa mynd. Þetta þýðir að mun fleiri sjá hana og er það ekki það sem skiptir mestu máli fyrir kvikmyndagerðarfólk? Að ná til sem flestra. Þegar ég met kvikmyndir set ég í sæti númer 1, 2 og 3, að myndin haldi áhuga mínum. Hvort ég sé hér og nú að taka inn það sem er að gerast, eða hvort ég sé að líta á úrið? Ég var ekkert að pæla í hvað tímanum leið á meðan ég horfði á Don't Look Up og þegar hún kláraðist læddist að mér vonbrigðatilfinning. Ekki með myndina, heldur að hún væri búin. Ef það er ekki merki um vel heppnaða kvikmynd, þá veit ég ekki hvað. Og já, ég veit að handahófskennd Youtube-tilvísun í Friends á ekkert sérlega heima í þessum kvikmyndadómi, en miðað við efnistök McKay finnst mér það ágætlega til fundið stílbrot. Niðurstaða: Don't Look Up er augljóslega ekki allra en sá sem þessi orð ritar er ánægður með myndina. Hér að neðan má heyra Heiðar Sumarliðason ræða við kvikmyndagerðarmanninn Börk Gunnarsson um Don't Look Up, en Börkur var einmitt á öndverðu meiði og minna hrifinn af myndinni. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að Stjörnubíói á helstu hlaðvarpsveitum. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Don't Look Up virkar skotheld á pappír. Leonardo DiCaprio, Meryl Streep og Jennifer Lawrence í aðalhlutverkum og Big Short-maðurinn Adam McKay að skrifa og leikstýra. Af hverju ættu Paramount Pictures að láta svona bita frá sér? Svarið kom í ljós um leið og dómar bandarískra gagnrýnenda birtust. Þeir voru einhverjir jákvæðir, en meirihlutinn neikvæður. Myndir eins og Don't Look Up verða að vera með krítíkera með sér í liði til að aðsóknin sé góð. Ég er ekki frá því að Paramount hafi sloppið með skrekkinn þarna. Þá er ég ekki að segja að mér þyki Don't Look Up slæm kvikmynd, langt því frá, en miðað við hversu misjöfn viðbrögðin eru, hefði hún líklegast ekki skilað kvikmyndaverinu hagnaði eða Óskarstilnefningum. Kvikmyndir þurfa að vera samþykktar af nægilega mörgum til að spyrjast nógu vel út, einnig til að skila tilnefningum. Það er í raun alveg sama þó að helmingi áhorfenda finnist hún stórkostleg, ef hinum helmingnum þykir hún prump, þá er skaðinn skeður. Ef þú vilt tilnefningar, gull og græna skóga, þarftu að ná 70-80% fólks á þitt band. Nema það sé ofurhetjumynd, en það er nú önnur Ella. Tónvillt? Í stuttu máli fjallar Don't Look Up um tvo vísindamenn sem uppgötva halastjörnu sem mun rekast á jörðina. Vandinn er sá að þorri fólks er svo upptekið af nýjasta stjörnuskilnaðinum að það nennir enginn að pæla í þessu. M.a.s. forsetinn tekur þessu ekki alvarlega. Líkt og í flestum kvikmyndum þurfa þá hetjurnar okkar að taka til sinna ráða. Það sem angrar flesta (sem á annað borð eru angraðir) við Don't Look Up virðist vera ójafnvægi í tóni. Hún byrjar sem hreint og beint drama ala Big Short (með sci-fi ívafi), svo birtist Jonah Hill og fjandinn verður laus. Við erum allt í einu komin í Anchorman. Skömmu síðar erum við aftur komin í Big Short, svo aftur yfir í Anchorman á ný. Ástæðan fyrir að ég nefni nákvæmlega þessar myndir er sú að báðar eru eftir leikstjórann McKay. Hvort hann hafi bara alls ekki getað valið sér akrein, eða bara ákveðið að sveigja á milli akreina veit ég ekki. Kannski var hann bara drukkinn (eða á Molly eins og persóna Jonah Hill). Hvað sem því líður, virðist þetta fara sérlega mikið í taugarnar á ákveðnum hluta áhorfenda. Ég er ekki einn af þeim. Ég er frekar hrifinn af þessari mynd og naut áhorfsins. Kannski var það af því ég vissi við hverju var að búast, að hún flakkaði milli tóntegunda. Ég er samt ekki svo viss um það, ég hef bara alltaf verið hrifinn af kvikmyndum og listamönnum sem fara ekki sömu leiðir og samferðamenn sínir. Það er spurning hvort fólk þurfi ekki bara að fara að drullast út úr kassanum, líkt og minn maður Joey. Það að komast á Netflix er sennilega það besta sem gat komið fyrir þessa mynd. Þetta þýðir að mun fleiri sjá hana og er það ekki það sem skiptir mestu máli fyrir kvikmyndagerðarfólk? Að ná til sem flestra. Þegar ég met kvikmyndir set ég í sæti númer 1, 2 og 3, að myndin haldi áhuga mínum. Hvort ég sé hér og nú að taka inn það sem er að gerast, eða hvort ég sé að líta á úrið? Ég var ekkert að pæla í hvað tímanum leið á meðan ég horfði á Don't Look Up og þegar hún kláraðist læddist að mér vonbrigðatilfinning. Ekki með myndina, heldur að hún væri búin. Ef það er ekki merki um vel heppnaða kvikmynd, þá veit ég ekki hvað. Og já, ég veit að handahófskennd Youtube-tilvísun í Friends á ekkert sérlega heima í þessum kvikmyndadómi, en miðað við efnistök McKay finnst mér það ágætlega til fundið stílbrot. Niðurstaða: Don't Look Up er augljóslega ekki allra en sá sem þessi orð ritar er ánægður með myndina. Hér að neðan má heyra Heiðar Sumarliðason ræða við kvikmyndagerðarmanninn Börk Gunnarsson um Don't Look Up, en Börkur var einmitt á öndverðu meiði og minna hrifinn af myndinni. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að Stjörnubíói á helstu hlaðvarpsveitum.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira