MCE segir framleiðendur Tiger King hafa notað tvo búta úr myndinni en leikarinn Jim Carrey, sem lék Ace Ventura, var sýnilegur í báðum bútunum. Í öðrum hélt hann á apa og í hinum sat hann á baki fíls.
Þá segir í lögsókn MCE að Ace Ventura 2 sé eina myndin sem notuð sé tvisvar í þáttunum og bútunum hafi verið ætlað að auka áhorf og gefa í skyn að framleiðendur myndanna um Ace Ventura hafi litið Tiger King þættina jákvæðum augum.
Framleiðslufyrirtækið segir þessa búta hafa verið birta án leyfis og milljónir hafi séð þá og jafnvel oftar en einu sinni.
Því sé skaðinn mikilli en MCE hefur krafið Netflix um minnst 300 þúsund dali í skaðabætur, samkvæmt frétt Entertainment Weekly.
Tiger King þættirnir fjalla um tígrisdýraræktandann Joe Exotic og í gegnum hann og sögu hans um umdeilda einkadýragarða í Bandaríkjunum, ræktun tígrisdýra og annarra dýra, launmorð og margt fleira. Joe Exotic, sem heitir í raun Joseph Maldonado-Passage, situr nú í fangelsi fyrir að hafa reynt að fá mann til að ráða konu sem heitir Carol Baskin af dögum.
Ace Ventura 2 kom út árið 1995 og halaði inn um hundrað milljónum dala. Morgan Creek Entertainment framleiddi einnig aðrar vinsælar kvikmyndir eins og Robin Hood: Prince of Thieves og Last of the Mohicans.