Hvunndagshetja Hvammstanga vegna „skrítins áhugamáls“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2021 07:00 Hlynur hefur notað fjórhjólið til að ryðja gangstéttir Hvammstanga í vetur. Hlynur Rafn Rafnsson, sem kallaður er Hlynur Rikk, tók sig til í haust og keypti sér ruðningstæki og sanddreifara á fjórhjól sitt. Það hefur hann svo notað í vetur til að ryðja snjó af gangstéttum á Hvammstanga, við mikla kátínu bæjarbúa. Hlynur var nýkominn í hús eftir ruðninga þegar blaðamaður náði af honum tali í gær. Hann sagðist hafa verið samanlagt um það bil þrjár klukkustundir að ryðja flestar gangstéttir Hvammstanga en hann hafði byrjað eftir snjókomuna á þriðjudagskvöldið. Hann sagði sérstaklega gaman að fara af stað þegar snjórinn væri nýfallinn. Það væri líka auðveldara. „Það er ekki eins og það sé stórmál að gera þetta,“ segir Hlynur. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að þetta væri mögulega „skrítið áhugamál“. „Ég dunda mér við þetta í fríum og hef gaman að þessu,“ sagði Hlynur. Hann vinnur við að byggja brýr fyrir Vegagerðina og ferðast því mikið um landið. Þegar hann er heima finnst honum þó gaman að vaða í snjóruðninga. „Þetta er merkilega gaman og sérstaklega í nýföllnum snjó.“ Segir skort á ruðningi á gangstéttum Aðspurður út í af hverju hann hefði byrjað á þessu segir Hlynur að gangstéttir á Hvammstanga séu aldrei ruddar af viti. Það sé stundum farið upp á þær en þær séu aldrei ruddar almennilega. Þá séu gangstéttir ekki hannaðar fyrir tíu tonna gröfur. Hann segir þetta skapa ákveðna hættu í myrkrinu og leiða til þess að fólks eigi sér varla þann kost að ganga í vinnuna. „Það er ekkert frábært að hugsa um þetta þegar það eru krakkar í spilinu.“ Rætt var við Hlyn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í desember. Þar sagði hann ástandið á gangstéttum Hvammstanga sérstaklega slæmt á morgnana þegar dimmt væri og fólk og börn neyddust til að ganga á götum bæjarins. Hlynur segir í samtali við Vísi að þetta sé fyrst og fremst ákveðin tækjadella í sér. Hann eigi fyrir vélsleða, krossara, fjórhjólið og önnur tæki. Snjóruðningurinn hafi þó byrjað út af áhyggjum hans af gangi fólks um götur Hvammstanga á morgnana. Hann byrjaði að ryðja sína götu en þetta „skrítna áhugamál“ hafi undið upp á sig eins og augljóst er miðað við að hann var nýbúinn að ryðja flestar gangstéttir Hvammstanga. Þá segir Hlynur bæjarbúa hafa tekið vel í snjóruðninginn og hann fái alltaf hrós í hvert sinn sem hann fari af stað. Fékk fjölmargar tilnefningar í Maður ársins Það er óhætt að segja að það virðist rétt hjá Hlyni að bæjarbúar hafi tekið vel í snjóruðninginn. Hann fékk fjölmargar tilnefningar í vali Vísis og Reykjavík síðdegis á manni ársins. Langflestar þessara tilnefninga voru til komnar vegna ruðninganna, þó ein þeirra hafi fjallað um að Hlynur væri góður dansari. Margir lofuðu Hlyn í hástert og var hann meðal annars kallaður hvunndagshetja Hvammstanga og „bjargvættur aldraðra“ í bænum. Þeir sem sendu inn tilnefningar sögðu hann einnig ávallt tilbúinn til að aðstoða nágranna sína og hrósað fyrir atorku sína. „Hann er ljúfur og hjartahreinn strákur sem mokar götur Hvammstanga að kostnaðarlausu,“ skrifaði einn. Annar sagði: „Hann mokar gangstéttir myrkranna á milli í sjálfboðavinnu. Við eldri borgarar eigum honum eilífar þakkir.“ Þá sagði einn enn að Hlynur láti ekki „bogna puttana þvælast fyrir sér í snjómokstri“. „Það er honum að þakka að við gamla fólkið á Hvammstanga getum gengið slysalaust um gangstéttar bæjarins,“ sagði svo einn til viðbótar sem sendi inn tilnefningu. Þetta eru bara nokkur dæmi af fjölmörgum. Vonaðist til þess að ýta við fólki um ruðning Hlynur sagði einn bæjarbúa hafa lagt það til að hann sendi Húnaþingi rukkun fyrir ruðninginn og það gæti verið sniðugt. Sjálfur segist hann þó aldrei hafa heyrt neitt frá hreppnum um ruðninginn. Hann hefði heyrt af umræðu í sveitarstjórn og að þar hefði fólki þótt þetta flott framtak en umræðan hefði ekki farið lengra en það. Hlynur sagði að þó þetta væri ákveðin tækjadella í honum vonaðist hann til þess að þetta myndi ýta við fólki í Húnaþingi. „Ég vonaði að þetta myndi ýta af stað mönnum sem eru á launum við þetta. Að þeir hugsi um að hjálpa bæjarbúum. Það er líka óskandi að maður sé ekki að borga þetta allt sjálfur,“ sagði Hlynur. Húnaþing vestra Umferð Umferðaröryggi Góðverk Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hlynur var nýkominn í hús eftir ruðninga þegar blaðamaður náði af honum tali í gær. Hann sagðist hafa verið samanlagt um það bil þrjár klukkustundir að ryðja flestar gangstéttir Hvammstanga en hann hafði byrjað eftir snjókomuna á þriðjudagskvöldið. Hann sagði sérstaklega gaman að fara af stað þegar snjórinn væri nýfallinn. Það væri líka auðveldara. „Það er ekki eins og það sé stórmál að gera þetta,“ segir Hlynur. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að þetta væri mögulega „skrítið áhugamál“. „Ég dunda mér við þetta í fríum og hef gaman að þessu,“ sagði Hlynur. Hann vinnur við að byggja brýr fyrir Vegagerðina og ferðast því mikið um landið. Þegar hann er heima finnst honum þó gaman að vaða í snjóruðninga. „Þetta er merkilega gaman og sérstaklega í nýföllnum snjó.“ Segir skort á ruðningi á gangstéttum Aðspurður út í af hverju hann hefði byrjað á þessu segir Hlynur að gangstéttir á Hvammstanga séu aldrei ruddar af viti. Það sé stundum farið upp á þær en þær séu aldrei ruddar almennilega. Þá séu gangstéttir ekki hannaðar fyrir tíu tonna gröfur. Hann segir þetta skapa ákveðna hættu í myrkrinu og leiða til þess að fólks eigi sér varla þann kost að ganga í vinnuna. „Það er ekkert frábært að hugsa um þetta þegar það eru krakkar í spilinu.“ Rætt var við Hlyn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í desember. Þar sagði hann ástandið á gangstéttum Hvammstanga sérstaklega slæmt á morgnana þegar dimmt væri og fólk og börn neyddust til að ganga á götum bæjarins. Hlynur segir í samtali við Vísi að þetta sé fyrst og fremst ákveðin tækjadella í sér. Hann eigi fyrir vélsleða, krossara, fjórhjólið og önnur tæki. Snjóruðningurinn hafi þó byrjað út af áhyggjum hans af gangi fólks um götur Hvammstanga á morgnana. Hann byrjaði að ryðja sína götu en þetta „skrítna áhugamál“ hafi undið upp á sig eins og augljóst er miðað við að hann var nýbúinn að ryðja flestar gangstéttir Hvammstanga. Þá segir Hlynur bæjarbúa hafa tekið vel í snjóruðninginn og hann fái alltaf hrós í hvert sinn sem hann fari af stað. Fékk fjölmargar tilnefningar í Maður ársins Það er óhætt að segja að það virðist rétt hjá Hlyni að bæjarbúar hafi tekið vel í snjóruðninginn. Hann fékk fjölmargar tilnefningar í vali Vísis og Reykjavík síðdegis á manni ársins. Langflestar þessara tilnefninga voru til komnar vegna ruðninganna, þó ein þeirra hafi fjallað um að Hlynur væri góður dansari. Margir lofuðu Hlyn í hástert og var hann meðal annars kallaður hvunndagshetja Hvammstanga og „bjargvættur aldraðra“ í bænum. Þeir sem sendu inn tilnefningar sögðu hann einnig ávallt tilbúinn til að aðstoða nágranna sína og hrósað fyrir atorku sína. „Hann er ljúfur og hjartahreinn strákur sem mokar götur Hvammstanga að kostnaðarlausu,“ skrifaði einn. Annar sagði: „Hann mokar gangstéttir myrkranna á milli í sjálfboðavinnu. Við eldri borgarar eigum honum eilífar þakkir.“ Þá sagði einn enn að Hlynur láti ekki „bogna puttana þvælast fyrir sér í snjómokstri“. „Það er honum að þakka að við gamla fólkið á Hvammstanga getum gengið slysalaust um gangstéttar bæjarins,“ sagði svo einn til viðbótar sem sendi inn tilnefningu. Þetta eru bara nokkur dæmi af fjölmörgum. Vonaðist til þess að ýta við fólki um ruðning Hlynur sagði einn bæjarbúa hafa lagt það til að hann sendi Húnaþingi rukkun fyrir ruðninginn og það gæti verið sniðugt. Sjálfur segist hann þó aldrei hafa heyrt neitt frá hreppnum um ruðninginn. Hann hefði heyrt af umræðu í sveitarstjórn og að þar hefði fólki þótt þetta flott framtak en umræðan hefði ekki farið lengra en það. Hlynur sagði að þó þetta væri ákveðin tækjadella í honum vonaðist hann til þess að þetta myndi ýta við fólki í Húnaþingi. „Ég vonaði að þetta myndi ýta af stað mönnum sem eru á launum við þetta. Að þeir hugsi um að hjálpa bæjarbúum. Það er líka óskandi að maður sé ekki að borga þetta allt sjálfur,“ sagði Hlynur.
Húnaþing vestra Umferð Umferðaröryggi Góðverk Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira