Fyrirgefið orðbragðið, „andskotans“ hræsni sem þetta er! Vilhjálmur Birgisson skrifar 29. desember 2021 15:31 Eins og allir vita liggur verkalýðshreyfingin oft undir mikilli gagnrýni frá stjórnvöldum og Seðlabankanum um að hreyfingin sé óábyrg og sé ítrekað að ógna hinum margumtalaða stöðugleika með óraunhæfum kjarasamningum. Í lífskjarasamningum ákvað verkalýðshreyfingin að fara nýjar leiðir þar sem ákveðið var að semja með krónutöluhækkunum og samkomulag var í öllum kjarasamningum að þeir sem væru á lægstu laununum fengju hærri krónutöluhækkanir en þeir sem tækju ekki laun eftir launatöxtum. Þetta var gert til að leggja grunn að því að ná niður stýrivöxtum og tryggja þannig að launafólk og heimili myndu ná að auka ráðstöfunartekjur sínar með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. Rétt er að rifja upp að sá sem þetta skrifar tók m.a. þátt í fundi með fyrrverandi seðlabankastjóra 2. apríl 2019. Á þessum fundi með stjórnendum Seðlabankans var farið yfir þessa hugmyndafræði og á þeim fundi var teiknuð upp mynd af hugmyndum að launahækkunum í 4 ára kjarasamningi. Þessi aðferðafræði var hugsuð til að skila heimilum og fyrirtækjum mun lægri vöxtum öllum til hagsbóta. Þetta tókst svo sannarlega enda lækkuðu stýrivextir hratt í kjölfarið og fóru úr 4,25% í lægst 0,75% en standa nú í 2% En þessi aðferðafræði gekk út á að allir myndu taka þátt í að semja með þessum hætti. Eins og áður sagði var samið um krónutöluhækkanir þar sem tekjulægsta fólkið á launatöxtum fengi mestu hækkanirnar og þeir sem voru með hærri laun myndu fá lægri krónutöluhækkanir en hækkanir voru með eftirfarandi hætti: Lágmarkstaxtar: 2019: 17.000 kr. 2020: 24.000 kr. 2021: 24.000 kr. 2022: 25.000 kr. Launahækkanir hjá þeim sem ekki taka laun eftir lágmarkstöxtum: 2019: 17.000 kr. 2020: 18.000 kr. 2021: 15.750 kr. 2022: 17.250 kr. Eftir þessu hefur verið farið eftir því sem ég best veit. En hefur Seðlabankinn og stjórnvöld farið eftir því sem samið var um í lífskjarasamningum. Svarið við því er svo sannarlega nei og það þrátt fyrir að þessir aðilar öskri hvað hæst á verkalýðshreyfinguna um að hún sé ætíð að ógna hér stöðugleikanum og með framferði sínu og framferði kalli á stýrivaxtahækkanir. Eða eins og Seðlabankinn sagði í nóvember sl. að launahækkanir væru „úr takti við raunveruleikann“! Hækkun meðallauna í Seðlabankanum En hvað hafa t.d. meðallaun hækkað í Seðlabankanum til ársins 2021 miðað við það sem lífskjarasamningurinn kvað á um? Svarið við þeirri spurningu kom eftir að Ásta Lóa í Flokki flokksins lagði fram fyrirspurn um það á Alþingi fyrir skemmstu Jú, launataxtar lágtekjufólks hafa hækkað í þessum krónutölusamningum um 65.000 kr. en meðallaun í Seðlabankanum hafa á sama tímabili hækkað um 112.285 kr. samkvæmt fyrirspurn frá Ástu Lóu á Alþingi. Eða sem nemur 72,7% meira en krónutöluhækkun lágtekjufólks. Hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum hafa launahækkanir numið í krónum talið 50.750 kr. frá því að lífskjarasamningurinn var gerður, en á sama tíma hafa meðallaun í Seðlabankanum hækkað um 112.285 kr. eins og áður sagði eða sem nemur 121% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma fulltrúar Seðlabankans og halda blaðamannafundi og húðskamma verkalýðshreyfinguna fyrir að hafa gengið frá kjarasamningum sem séu „úr takti við raunveruleikann“ en hafa tekið allt að 121% hærri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningum. Hvaða hræsni er eiginlega í gangi hér? Meira segja hefur Seðlabankastjóri sagt 17. nóvember opinberlega að óheppilegt er að launafólk fái hagvaxtaauka eins og samið var um í lífskjarasamningum. En hagvaxtarauka fyrirkomulagið var grunnstoð í lífskjarasamningum þar sem samið var um að launafólk fái hlutdeild þegar hagvöxtur á pr. mann á sér stað í íslensku samfélagi. Svo þegar það gerist að hagvaxtaraukinn virkjast eins og allt bendir til á næsta ári þá grenjar atvinnulífið, stjórnvöld og Seðlabankinn eins stungnir grísir. Hækkun á þingfarakaupi Skyldu launahækkanir þingmanna hafa hækkað eins og samið var um lífskjarasamningum? Svarið við því er svo sannarlega nei! Ég vil minna á að stjórnvöld og sumir þingmenn tala um að koma þurfi böndum á vinnumarkaðinn m.a. með því að taka upp Salek samkomulag sem byggist á því að skerða og takmarka verkfalls-og samningsrétt stéttarfélaganna því verkalýðshreyfingin sé alltaf svo óábyrg og ógni stöðugleikanum með kröfum sínum. En hvað hefur þingfarakaupið hækkað um frá sama tíma og lífskjarasamningarnir voru undirritaðir til dagsins í dag? Jú þingfarakaupið hefur hækkað um 184.217 kr. á mánuði á meðan launataxtar verkafólks hafa hækkað um 65.000 kr. og hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum 50.750 kr. sem þýðir að þingfarakaupið hefur hækkað um 263% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma þessir aðilar og öskra á verkalýðshreyfinguna og verkafólk um að það verði að semja með hófstilltum hætti annars ógni það stöðugleikanum og verðbólgan fer á flug með hækkandi vöxtum. Fyrirgefið orðbragðið en þvílík andskotans hræsni sem þetta er og já það búa svo sannarlega tvær þjóðir í þessu landi, almennt alþýðufólk og hræsnarar! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Kjaramál Seðlabankinn Vinnumarkaður Alþingi Vilhjálmur Birgisson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Eins og allir vita liggur verkalýðshreyfingin oft undir mikilli gagnrýni frá stjórnvöldum og Seðlabankanum um að hreyfingin sé óábyrg og sé ítrekað að ógna hinum margumtalaða stöðugleika með óraunhæfum kjarasamningum. Í lífskjarasamningum ákvað verkalýðshreyfingin að fara nýjar leiðir þar sem ákveðið var að semja með krónutöluhækkunum og samkomulag var í öllum kjarasamningum að þeir sem væru á lægstu laununum fengju hærri krónutöluhækkanir en þeir sem tækju ekki laun eftir launatöxtum. Þetta var gert til að leggja grunn að því að ná niður stýrivöxtum og tryggja þannig að launafólk og heimili myndu ná að auka ráðstöfunartekjur sínar með fleiri þáttum en beinum launahækkunum. Rétt er að rifja upp að sá sem þetta skrifar tók m.a. þátt í fundi með fyrrverandi seðlabankastjóra 2. apríl 2019. Á þessum fundi með stjórnendum Seðlabankans var farið yfir þessa hugmyndafræði og á þeim fundi var teiknuð upp mynd af hugmyndum að launahækkunum í 4 ára kjarasamningi. Þessi aðferðafræði var hugsuð til að skila heimilum og fyrirtækjum mun lægri vöxtum öllum til hagsbóta. Þetta tókst svo sannarlega enda lækkuðu stýrivextir hratt í kjölfarið og fóru úr 4,25% í lægst 0,75% en standa nú í 2% En þessi aðferðafræði gekk út á að allir myndu taka þátt í að semja með þessum hætti. Eins og áður sagði var samið um krónutöluhækkanir þar sem tekjulægsta fólkið á launatöxtum fengi mestu hækkanirnar og þeir sem voru með hærri laun myndu fá lægri krónutöluhækkanir en hækkanir voru með eftirfarandi hætti: Lágmarkstaxtar: 2019: 17.000 kr. 2020: 24.000 kr. 2021: 24.000 kr. 2022: 25.000 kr. Launahækkanir hjá þeim sem ekki taka laun eftir lágmarkstöxtum: 2019: 17.000 kr. 2020: 18.000 kr. 2021: 15.750 kr. 2022: 17.250 kr. Eftir þessu hefur verið farið eftir því sem ég best veit. En hefur Seðlabankinn og stjórnvöld farið eftir því sem samið var um í lífskjarasamningum. Svarið við því er svo sannarlega nei og það þrátt fyrir að þessir aðilar öskri hvað hæst á verkalýðshreyfinguna um að hún sé ætíð að ógna hér stöðugleikanum og með framferði sínu og framferði kalli á stýrivaxtahækkanir. Eða eins og Seðlabankinn sagði í nóvember sl. að launahækkanir væru „úr takti við raunveruleikann“! Hækkun meðallauna í Seðlabankanum En hvað hafa t.d. meðallaun hækkað í Seðlabankanum til ársins 2021 miðað við það sem lífskjarasamningurinn kvað á um? Svarið við þeirri spurningu kom eftir að Ásta Lóa í Flokki flokksins lagði fram fyrirspurn um það á Alþingi fyrir skemmstu Jú, launataxtar lágtekjufólks hafa hækkað í þessum krónutölusamningum um 65.000 kr. en meðallaun í Seðlabankanum hafa á sama tímabili hækkað um 112.285 kr. samkvæmt fyrirspurn frá Ástu Lóu á Alþingi. Eða sem nemur 72,7% meira en krónutöluhækkun lágtekjufólks. Hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum hafa launahækkanir numið í krónum talið 50.750 kr. frá því að lífskjarasamningurinn var gerður, en á sama tíma hafa meðallaun í Seðlabankanum hækkað um 112.285 kr. eins og áður sagði eða sem nemur 121% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma fulltrúar Seðlabankans og halda blaðamannafundi og húðskamma verkalýðshreyfinguna fyrir að hafa gengið frá kjarasamningum sem séu „úr takti við raunveruleikann“ en hafa tekið allt að 121% hærri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningum. Hvaða hræsni er eiginlega í gangi hér? Meira segja hefur Seðlabankastjóri sagt 17. nóvember opinberlega að óheppilegt er að launafólk fái hagvaxtaauka eins og samið var um í lífskjarasamningum. En hagvaxtarauka fyrirkomulagið var grunnstoð í lífskjarasamningum þar sem samið var um að launafólk fái hlutdeild þegar hagvöxtur á pr. mann á sér stað í íslensku samfélagi. Svo þegar það gerist að hagvaxtaraukinn virkjast eins og allt bendir til á næsta ári þá grenjar atvinnulífið, stjórnvöld og Seðlabankinn eins stungnir grísir. Hækkun á þingfarakaupi Skyldu launahækkanir þingmanna hafa hækkað eins og samið var um lífskjarasamningum? Svarið við því er svo sannarlega nei! Ég vil minna á að stjórnvöld og sumir þingmenn tala um að koma þurfi böndum á vinnumarkaðinn m.a. með því að taka upp Salek samkomulag sem byggist á því að skerða og takmarka verkfalls-og samningsrétt stéttarfélaganna því verkalýðshreyfingin sé alltaf svo óábyrg og ógni stöðugleikanum með kröfum sínum. En hvað hefur þingfarakaupið hækkað um frá sama tíma og lífskjarasamningarnir voru undirritaðir til dagsins í dag? Jú þingfarakaupið hefur hækkað um 184.217 kr. á mánuði á meðan launataxtar verkafólks hafa hækkað um 65.000 kr. og hjá launafólki sem ekki tekur laun eftir launatöxtum 50.750 kr. sem þýðir að þingfarakaupið hefur hækkað um 263% meira en samið var um í lífskjarasamningum. Svo koma þessir aðilar og öskra á verkalýðshreyfinguna og verkafólk um að það verði að semja með hófstilltum hætti annars ógni það stöðugleikanum og verðbólgan fer á flug með hækkandi vöxtum. Fyrirgefið orðbragðið en þvílík andskotans hræsni sem þetta er og já það búa svo sannarlega tvær þjóðir í þessu landi, almennt alþýðufólk og hræsnarar! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun