Fyrirhugaður ísfirskur milljarðakláfur þarf í umhverfismat Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2021 15:42 Hér sést glitta í hlíðar Eyrafjalls, en fyrirhugað er að kláfurinn verði settur þar upp. Vísir/Egill Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að fyrirhugaður kláfur í hlíðum Eyrarfjalls í Ísafirði þurfi í umhverfismat. Vísir greindi frá því árið 2019 að hópur fjárfesta væri tilbúinn til að verja tveimur og hálfum milljarði til að reisa kláfalyftu á Ísafirði, í hlíðum Eyrarfjalls. Rekstrargrundvöllurinn var meðal annars byggður á fjölda skemmtiferðaskipa sem koma við á Ísafirði á hverju sumri. Skipulagsstofnun ákvað í sumar að framkvæmdin væri háð umhverfismati en forsvarsmenn Eyrarkláfs ehf., sem standa að hinni fyrirhuguðu uppbyggingu, kærðu á niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og vildu fá hana fellda úr gildi. Skíðabann í kláfnum Félagið hélt því fram að kláfalyfta væri einmitt tilfallin til þess að valda sem minnstu umhverfisraski. Einn staur yrði settur upp á leiðinni upp. Þá væri að mati félagsins ekki séð að kláfurinn kæmi til með að valda grjót- eða snjóflóðum, ekki síst þar sem kláfurinn yrði ekki starfræktur á veturna. Auk þess yrði bannað að fara með skíði í kláfinn. Afstöðumynd frá Odin Skylift sem sýnir hvernig lyftan mun liggja upp Eyrarhlíð fyrir ofan bæinn. Einnig yrðu engir slóðar, vegir eða skurðir gerðar í hlíðar fjallsins. Af hálfu Skipulagsstofnunar var tekið fram að ástæða þess að stofnunin telji framkvæmdina háða mati á umhverfisáhrifum sé fyrst og fremst möguleg áhrif hennar á ásýnd og landslag. Ráðist það af því að fyrirhugað sé að koma fyrir umfangsmiklum mannvirkjum í hlíð og á toppi fjalls nálægt þéttbýli sem ásamt kláfhúsi kunni að vera sýnileg víða úr Ísafjarðarbæ, en fyrir liggi að útlit byrjunar- og endastöðva sé á hönnunarstigi. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar segir að með hliðsjón af gögnum málsins verði ekki annað séð en að Skipulagsstofnun hafi séð til þess að málið væri nægjanlega upplýst áður en ákvörðun um að framkvæmdin þyrfti í umhverfismat væri tekin. Var kröfunni því hafnað og því ljóst að umhverfismat þarf að fara fram svo kláfalyftan eigi að verða að veruleika. Umhverfismál Skipulag Ísafjarðarbær Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vilja reisa kláfalyftu á Ísafirði fyrir tvo og hálfan milljarð króna Á toppi Eyrarfjalls yrði veitingastaður sem tæki 250 manns í sæti. 27. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vísir greindi frá því árið 2019 að hópur fjárfesta væri tilbúinn til að verja tveimur og hálfum milljarði til að reisa kláfalyftu á Ísafirði, í hlíðum Eyrarfjalls. Rekstrargrundvöllurinn var meðal annars byggður á fjölda skemmtiferðaskipa sem koma við á Ísafirði á hverju sumri. Skipulagsstofnun ákvað í sumar að framkvæmdin væri háð umhverfismati en forsvarsmenn Eyrarkláfs ehf., sem standa að hinni fyrirhuguðu uppbyggingu, kærðu á niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og vildu fá hana fellda úr gildi. Skíðabann í kláfnum Félagið hélt því fram að kláfalyfta væri einmitt tilfallin til þess að valda sem minnstu umhverfisraski. Einn staur yrði settur upp á leiðinni upp. Þá væri að mati félagsins ekki séð að kláfurinn kæmi til með að valda grjót- eða snjóflóðum, ekki síst þar sem kláfurinn yrði ekki starfræktur á veturna. Auk þess yrði bannað að fara með skíði í kláfinn. Afstöðumynd frá Odin Skylift sem sýnir hvernig lyftan mun liggja upp Eyrarhlíð fyrir ofan bæinn. Einnig yrðu engir slóðar, vegir eða skurðir gerðar í hlíðar fjallsins. Af hálfu Skipulagsstofnunar var tekið fram að ástæða þess að stofnunin telji framkvæmdina háða mati á umhverfisáhrifum sé fyrst og fremst möguleg áhrif hennar á ásýnd og landslag. Ráðist það af því að fyrirhugað sé að koma fyrir umfangsmiklum mannvirkjum í hlíð og á toppi fjalls nálægt þéttbýli sem ásamt kláfhúsi kunni að vera sýnileg víða úr Ísafjarðarbæ, en fyrir liggi að útlit byrjunar- og endastöðva sé á hönnunarstigi. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar segir að með hliðsjón af gögnum málsins verði ekki annað séð en að Skipulagsstofnun hafi séð til þess að málið væri nægjanlega upplýst áður en ákvörðun um að framkvæmdin þyrfti í umhverfismat væri tekin. Var kröfunni því hafnað og því ljóst að umhverfismat þarf að fara fram svo kláfalyftan eigi að verða að veruleika.
Umhverfismál Skipulag Ísafjarðarbær Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vilja reisa kláfalyftu á Ísafirði fyrir tvo og hálfan milljarð króna Á toppi Eyrarfjalls yrði veitingastaður sem tæki 250 manns í sæti. 27. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vilja reisa kláfalyftu á Ísafirði fyrir tvo og hálfan milljarð króna Á toppi Eyrarfjalls yrði veitingastaður sem tæki 250 manns í sæti. 27. nóvember 2019 13:00