Sölvi Tryggva snýr aftur með hlaðvarp sitt Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2021 16:32 Sölvi Tryggvason hvarf algerlega úr sviðsljósinu þetta árið eða allt frá því í maímánuði. Hann ætlar að hefja hlaðvarpsþáttagerð sína á ný á árinu 2022. Eldri þættir hans eru aðgengilegir og áður óbirt viðtöl, sem hann tók í vor, eru og hafa verið að birtast. vísir Sölvi Tryggvason, sem rak um skeið langvinsælasta hlaðvarp landsins, mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið á nýju ári. Þetta er samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Sölvi ætlar að birta sjö eða átta áður óbirta þætti sem hann var búinn að taka upp í vor áður en hann dró sig alfarið í hlé. Óhætt er að segja að þjóðfélagið hafi nötrað þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Þau mál eru enn til umfjöllunar hjá lögreglu en skömmu áður en ásakanirnar komu fram birtist Sölvi í sínum eigin þætti, ásamt lögmanni sínum Sögu Ýr Jónsdóttur, og ræddi ýmsar sögusagnir sem höfðu þá gengið um sig. Sá þáttur birtist í upphafi maímánaðar á þessu ári. Seinna komu ásakanirnar fram og þá dró Sölvi sig alfarið í hlé. Og það sem meira er, þá tók hann alla þættina sem áður höfðu verið í birtingu, niður. Þeir hafa nú verið að birtast aftur hver af öðrum og eru nú allir aðgengilegir. Hannes, Bogi, Hermann og Krummi meðal gesta Sölvi hefur opnað sérstaka síðu helgaða hlaðvarpsgerð sinni en þar býðst fólki að gerast áskrifendur fyrir tæpar þúsund krónur á mánuði. „Með því að gerast áskrifandi að Podcast með Sölva Tryggva færð þú aðgang að meira en 100 eldri þáttum, alls kyns aukaefni og 3-4 nýjum þáttum í hverjum mánuði. Um leið ert þú að hjálpa okkur að halda áfram þeirri vegferð að hafa áhrif á þjóðmálaumræðuna og geta boðið uppá innihaldsríkar og djúpar samræður með áhugaverðum einstaklingum í hverri viku,“ segir á síðunni. Þá er tilgreint að í hverjum mánuði verði dregnir út heppnir áskrifendur sem þá fá veglega vinninga. Verð aðeins 990 krónur í mánuði. Samkvæmt heimildum Vísis munu væntanlegir gestir Sölva meðal annarra verða þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur, tónlistarmaðurinn Krummi í Mínus, Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Bogi Ágústsson fréttamaður. Samfélagsmiðlar MeToo Mál Sölva Tryggvasonar Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 6. maí 2021 09:21 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Sölvi ætlar að birta sjö eða átta áður óbirta þætti sem hann var búinn að taka upp í vor áður en hann dró sig alfarið í hlé. Óhætt er að segja að þjóðfélagið hafi nötrað þegar fram komu ásakanir á hendur Sölva um að hafa framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. Þau mál eru enn til umfjöllunar hjá lögreglu en skömmu áður en ásakanirnar komu fram birtist Sölvi í sínum eigin þætti, ásamt lögmanni sínum Sögu Ýr Jónsdóttur, og ræddi ýmsar sögusagnir sem höfðu þá gengið um sig. Sá þáttur birtist í upphafi maímánaðar á þessu ári. Seinna komu ásakanirnar fram og þá dró Sölvi sig alfarið í hlé. Og það sem meira er, þá tók hann alla þættina sem áður höfðu verið í birtingu, niður. Þeir hafa nú verið að birtast aftur hver af öðrum og eru nú allir aðgengilegir. Hannes, Bogi, Hermann og Krummi meðal gesta Sölvi hefur opnað sérstaka síðu helgaða hlaðvarpsgerð sinni en þar býðst fólki að gerast áskrifendur fyrir tæpar þúsund krónur á mánuði. „Með því að gerast áskrifandi að Podcast með Sölva Tryggva færð þú aðgang að meira en 100 eldri þáttum, alls kyns aukaefni og 3-4 nýjum þáttum í hverjum mánuði. Um leið ert þú að hjálpa okkur að halda áfram þeirri vegferð að hafa áhrif á þjóðmálaumræðuna og geta boðið uppá innihaldsríkar og djúpar samræður með áhugaverðum einstaklingum í hverri viku,“ segir á síðunni. Þá er tilgreint að í hverjum mánuði verði dregnir út heppnir áskrifendur sem þá fá veglega vinninga. Verð aðeins 990 krónur í mánuði. Samkvæmt heimildum Vísis munu væntanlegir gestir Sölva meðal annarra verða þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur, tónlistarmaðurinn Krummi í Mínus, Hermann Hreiðarsson knattspyrnukappi og Bogi Ágústsson fréttamaður.
Samfélagsmiðlar MeToo Mál Sölva Tryggvasonar Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11 Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 6. maí 2021 09:21 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar fjarlægð Öll viðtöl Sölva Tryggvasonar hafa verið fjarlægð af hlaðvarpsveitum og YouTube-rás hlaðvarpsstjórnandans, eftir að beiðni þess efnis barst stafrænu auglýsingastofunni KIWI. 12. maí 2021 16:11
Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. 6. maí 2021 09:21