Áslaug segir eðlilegt að skoða hvort ekki sé tilefni til að endurskoða núgildandi ráðstafanir og vísar til annarra landa í því samhengi. Langvarandi einangrun geti haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega fyrir börn.
Það eðlileg spurning hvort við ættum ekki að byrja á að stytta einangrun (og sóttkví) barna til samræmis við önnur lönd? Hver dagur, mánuður og ár í þeirra lífi er stærri en okkar sem eldri eru. Ekki síst þegar litið er til alvarlegra annarra afleiðinga á heilsu þeirra og þroska.
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) December 29, 2021
Ráðherra hefur einnig áhyggjur af börnum sem búa við bágar heimilisaðstæður og þurfa að vera í einangrun: „Við megum ekki ganga lengra en þörf krefur,“ segir Áslaug Arna.
Og þeirra sem ekki búa við öryggi og einangrast. Þau rök hljóta að vega upp á móti nauðsyn fyrir 10 daga (+1/2) einangrun einkennalausra barna þegar líða fer á annað árið í faraldrinum. Við megum ekki ganga lengra en þörf krefur.
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) December 29, 2021