Vilja ekki fá alla til sín á gamlársdag Eiður Þór Árnason skrifar 29. desember 2021 21:47 Engar brennur verða þetta árið á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitirnar búast við góðri flugeldasölu í ár og hefur sala farið mjög vel af stað í desember. Vel gekk í fyrra og upplifa björgunarsveitarmenn aftur svipaða stemningu í samfélaginu nú þegar tveir stærstu söludagarnir eru fram undan. Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson tekur á móti fólki á sölustað á Malarhöfða og segir Íslendinga nú nýta sér netsöluna sem aldrei fyrr. Sveitirnar séu mjög bjartsýnar á að salan verði góð en um er að ræða mikilvæga fjáröflun fyrir björgunarsveitirnar. Tuttugu manna samkomutakmörkun er nú í gildi en Kristinn á ekki von á því að hún komi til með að hafa mikil áhrif á starfsemi sölustaða. „Við erum með stóra staði og skipuleggjum þetta vel en við viljum hvetja fólk til að koma sem fyrst, koma í kvöld og morgun, en ekki allir á gamlársdag. Þannig náum við að dreifa álaginu og allir fá sína flugelda.“ Mikil áskorun að fá flugeldana heim Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á vöruflutning milli heimsálfa í ár og var því ekki alltaf ljóst hvort björgunarsveitirnar myndu fá allar sínar birgðir í tæka tíð frá verksmiðjum í Kína. „Allir flutningar eru erfiðir í heiminum í dag, þetta var mikil áskorun en hún gekk upp og við erum bara mjög glöð,“ sagði Kristinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árið 2021 var viðburðaríkt fyrir björgunarsveitirnar líkt og önnur ár en viðvera björgunarsveitarmanna við eldgosið í Geldingadölum gerði þá sýnilegri en oft áður. „Við erum kannski búin að vera í meira návígi við almenning, eins og í gegnum gosið í Geldingadölum og Íslendingar voru mikið að ferðast um landið upp á hálendi svo þeir rekast á okkur víða. Þannig að við erum búin að finna fyrir velvild og eiga samskipti við fólk og það er bara jákvætt.“ Að lokum minnir Kristinn á að mikilvægt sé að nota viðeigandi öryggisbúnað þegar fólk meðhöndlar og fylgist með flugeldum. Þar standa hin þekktu flugeldagleraugu enn fyrir sínu. Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Björgunarsveitarmaðurinn Kristinn Ólafsson tekur á móti fólki á sölustað á Malarhöfða og segir Íslendinga nú nýta sér netsöluna sem aldrei fyrr. Sveitirnar séu mjög bjartsýnar á að salan verði góð en um er að ræða mikilvæga fjáröflun fyrir björgunarsveitirnar. Tuttugu manna samkomutakmörkun er nú í gildi en Kristinn á ekki von á því að hún komi til með að hafa mikil áhrif á starfsemi sölustaða. „Við erum með stóra staði og skipuleggjum þetta vel en við viljum hvetja fólk til að koma sem fyrst, koma í kvöld og morgun, en ekki allir á gamlársdag. Þannig náum við að dreifa álaginu og allir fá sína flugelda.“ Mikil áskorun að fá flugeldana heim Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á vöruflutning milli heimsálfa í ár og var því ekki alltaf ljóst hvort björgunarsveitirnar myndu fá allar sínar birgðir í tæka tíð frá verksmiðjum í Kína. „Allir flutningar eru erfiðir í heiminum í dag, þetta var mikil áskorun en hún gekk upp og við erum bara mjög glöð,“ sagði Kristinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árið 2021 var viðburðaríkt fyrir björgunarsveitirnar líkt og önnur ár en viðvera björgunarsveitarmanna við eldgosið í Geldingadölum gerði þá sýnilegri en oft áður. „Við erum kannski búin að vera í meira návígi við almenning, eins og í gegnum gosið í Geldingadölum og Íslendingar voru mikið að ferðast um landið upp á hálendi svo þeir rekast á okkur víða. Þannig að við erum búin að finna fyrir velvild og eiga samskipti við fólk og það er bara jákvætt.“ Að lokum minnir Kristinn á að mikilvægt sé að nota viðeigandi öryggisbúnað þegar fólk meðhöndlar og fylgist með flugeldum. Þar standa hin þekktu flugeldagleraugu enn fyrir sínu.
Björgunarsveitir Flugeldar Áramót Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira