Ársreikningar með fyrirvara vegna stöðunnar í Namibíu Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 12:57 Samherji Holding heldur utan um erlendan rekstur Samherjasamstæðunnar. Vísir/Egill Samstæðan Samherji Holding ehf. hagnaðist um 27,4 milljónir evra á seinasta ári eða sem nemur um 4,04 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi. Hagnaður nam 1,4 milljónum evra árið 2019. Greint er frá þessu á vef fyrirtækisins en miklar tafir hafa verið á birtingu ársreikninganna og eru þeir undirritaður með fyrirvara. Að sögn forsvarsmanna félagsins hefur óvissa um málarekstur vegna útgerðar í Namibíu valdið töfum á gerð ársreikninganna. Ekki hafi tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðarinnar og stjórn Samherja Holding og endurskoðendur félagsins af þeim ástæðum gert fyrirvara við uppgjör þess félags. Samherji hf. heldur utan um starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og Færeyjum en systurfélagið Samherji Holding ehf. inniheldur erlenda starfsemi Samherja. Langumsvifamesti þátturinn í rekstri samstæðunnar eru sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu og Norður-Ameríku. Að sögn Samherja námu tekjur samstæðu Samherja Holding af seldum vörum 308,6 milljónum evra árið 2020 samkvæmt ársreikningi þess árs. Lækkuðu þær nokkuð miðað við árið á undan þegar námu 355,7 milljónum evra. Samkvæmt ársreikningi námu eignir samstæðunnar 585,4 milljónum evra í lok ársins 2020, eða rúmlega 86 milljörðum króna. Eignir voru 627,0 milljónir evra í lok ársins 2019. Eigið fé nam 393,2 milljónum evra í lok ársins 2020 en í lok árs 2019 nam eigið fé samstæðunnar 392,4 milljónum evra. Fjöldi manns í gæsluvarðhaldi í Namibíu Ríkissaksóknari Namibíu hefur ákært Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, í tengslum við Samherjamálið svokallaða. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og hagnast sjálfir á úthlutun aflaheimilda namibíska ríksins. Þeir sitja nú allir í fangelsi í tengslum við málið ásamt Pius Mwatelulo, Phillipus Mwapopi, og Otneel Shuudifonya. Stjórnendur Samherja hafa hafnað ásökunum um stórfelldar mútugreiðslur. Starfsemi Samherja í Namibíu er sömuleiðis til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Kjarninn hefur greint frá því að vitni og sakborningar hafi verið yfirheyrðir í sumar. Áður var greint frá því að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna McClure, lögfræðingur hjá Samherja og fyrrverandi ræðismaður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og Jóhannes Stefánsson hafi verið kölluð til yfirheyrslu sumarið 2020. Öll eru þau sögð vera með réttarstöðu sakbornings í rannsókn embættis héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19 Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29 Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Greint er frá þessu á vef fyrirtækisins en miklar tafir hafa verið á birtingu ársreikninganna og eru þeir undirritaður með fyrirvara. Að sögn forsvarsmanna félagsins hefur óvissa um málarekstur vegna útgerðar í Namibíu valdið töfum á gerð ársreikninganna. Ekki hafi tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðarinnar og stjórn Samherja Holding og endurskoðendur félagsins af þeim ástæðum gert fyrirvara við uppgjör þess félags. Samherji hf. heldur utan um starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og Færeyjum en systurfélagið Samherji Holding ehf. inniheldur erlenda starfsemi Samherja. Langumsvifamesti þátturinn í rekstri samstæðunnar eru sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu og Norður-Ameríku. Að sögn Samherja námu tekjur samstæðu Samherja Holding af seldum vörum 308,6 milljónum evra árið 2020 samkvæmt ársreikningi þess árs. Lækkuðu þær nokkuð miðað við árið á undan þegar námu 355,7 milljónum evra. Samkvæmt ársreikningi námu eignir samstæðunnar 585,4 milljónum evra í lok ársins 2020, eða rúmlega 86 milljörðum króna. Eignir voru 627,0 milljónir evra í lok ársins 2019. Eigið fé nam 393,2 milljónum evra í lok ársins 2020 en í lok árs 2019 nam eigið fé samstæðunnar 392,4 milljónum evra. Fjöldi manns í gæsluvarðhaldi í Namibíu Ríkissaksóknari Namibíu hefur ákært Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, í tengslum við Samherjamálið svokallaða. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og hagnast sjálfir á úthlutun aflaheimilda namibíska ríksins. Þeir sitja nú allir í fangelsi í tengslum við málið ásamt Pius Mwatelulo, Phillipus Mwapopi, og Otneel Shuudifonya. Stjórnendur Samherja hafa hafnað ásökunum um stórfelldar mútugreiðslur. Starfsemi Samherja í Namibíu er sömuleiðis til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Kjarninn hefur greint frá því að vitni og sakborningar hafi verið yfirheyrðir í sumar. Áður var greint frá því að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna McClure, lögfræðingur hjá Samherja og fyrrverandi ræðismaður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og Jóhannes Stefánsson hafi verið kölluð til yfirheyrslu sumarið 2020. Öll eru þau sögð vera með réttarstöðu sakbornings í rannsókn embættis héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19 Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29 Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19
Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29
Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34