Johnson segir færslu Diesels til marks um óheiðarleg brögð Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2021 16:11 Dwayne Johnson og Vin Diesel. Getty Dwayne „Grjótið“ Johnson segir ekki séns á því að hann taki aftur þátt í Fast and the Furious kvikmyndunum. Þá segir hann færslu leikarans Vin Diesel á samfélagsmiðlum um að hann ætti að snúa aftur hafa komið sér á óvart. Johson segist hafa rætt við Diesel síðasta sumar og gert honum ljóst að hann myndi aldrei taka aftur þátt í kvikmyndunum. Það hefði hann gert í einrúmi. „Ég stóð fast á mínu en var kurteis í orðavali og sagði að ég myndi alltaf standa við bakið á leikurunum og styðja kvikmyndaheiminn, en það væri ekki séns að ég myndi snúa aftur,” segir Johnson í viðtali við CNN sem birt var í gær. Því segir hann færslu Diesel frá því í nóvember hafa komið sér á óvart. Í þeirri færslu á Instagram kallaði Diesel Johnson litla bróður sinn og sagði heiminn iða í skinninu eftir tíundu myndinni í söguheiminum. „Börnin mín kalla þig Dwayne frænda og það líður ekki sá hátíðardagur sem þau senda þér ekki heillaóskir,“ skrifaði Diesel meðal annars. Hann vísaði einnig í Paul Walker, sem lék í myndunum en dó fyrir nokkrum árum, og sagði að Johnson yrði að taka þátt í myndinni. „Ég vona að þú mætir áskoruninni og uppfyllir örlög þín,“ skrifaði Diesel. Johnson segist ekki sáttur við þessi skrif Diesels. Hann sagði færsluna vitnisburð um óheiðarleg brögð hans. „Mér líkar ekki að hann talaði um börnin sín og dauða Paul Walker. Höldum þeim utan við þetta,“ sagði Johnson við CNN. Hann sagðist alltaf hafa verið viss um að ljúka aðkomu sinni að myndunum. Sú aðkoma hefði verið æðisleg og það væri miður að þessi opinberu samskipti hefðu komið niður á því. Frægar deilur Eins og frægt er hafa Johnson og Diesel deilt mjög á undanförnum árum en sú deila hófst árið 2016. Var það við atvik við tökur áttundu myndarinnar í söguheiminum. The Fate of the Furious. Þá gagnrýndi Johnson Diesel fyrir slæm vinnubrögð með óbeinum hætti. Í kjölfarið hefur hann sagt að hann sjái eftir því. Johnson hafði tilheyrt Fast-hópnum frá 2011. Sjá einnig: Andar ísköldu á milli Vin Diesel og The Rock Deilunum virtist vera lokið árið 2019 en þá gaf Diesel í skyn að Johnson hefði ekki staðið sig vel í leiklistinni við gerð kvikmyndanna og að Johnson hefði orðið reiður yfir tilraunum hans til að gera leik hans betri. Fyrr á þessu ári tilkynnti Johnson svo opinberlega að hann myndi ekki leika í fleiri kvikmyndum í söguheiminum, að undanskilinni framhalds mynd Hobbs & Shaw. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Johson segist hafa rætt við Diesel síðasta sumar og gert honum ljóst að hann myndi aldrei taka aftur þátt í kvikmyndunum. Það hefði hann gert í einrúmi. „Ég stóð fast á mínu en var kurteis í orðavali og sagði að ég myndi alltaf standa við bakið á leikurunum og styðja kvikmyndaheiminn, en það væri ekki séns að ég myndi snúa aftur,” segir Johnson í viðtali við CNN sem birt var í gær. Því segir hann færslu Diesel frá því í nóvember hafa komið sér á óvart. Í þeirri færslu á Instagram kallaði Diesel Johnson litla bróður sinn og sagði heiminn iða í skinninu eftir tíundu myndinni í söguheiminum. „Börnin mín kalla þig Dwayne frænda og það líður ekki sá hátíðardagur sem þau senda þér ekki heillaóskir,“ skrifaði Diesel meðal annars. Hann vísaði einnig í Paul Walker, sem lék í myndunum en dó fyrir nokkrum árum, og sagði að Johnson yrði að taka þátt í myndinni. „Ég vona að þú mætir áskoruninni og uppfyllir örlög þín,“ skrifaði Diesel. Johnson segist ekki sáttur við þessi skrif Diesels. Hann sagði færsluna vitnisburð um óheiðarleg brögð hans. „Mér líkar ekki að hann talaði um börnin sín og dauða Paul Walker. Höldum þeim utan við þetta,“ sagði Johnson við CNN. Hann sagðist alltaf hafa verið viss um að ljúka aðkomu sinni að myndunum. Sú aðkoma hefði verið æðisleg og það væri miður að þessi opinberu samskipti hefðu komið niður á því. Frægar deilur Eins og frægt er hafa Johnson og Diesel deilt mjög á undanförnum árum en sú deila hófst árið 2016. Var það við atvik við tökur áttundu myndarinnar í söguheiminum. The Fate of the Furious. Þá gagnrýndi Johnson Diesel fyrir slæm vinnubrögð með óbeinum hætti. Í kjölfarið hefur hann sagt að hann sjái eftir því. Johnson hafði tilheyrt Fast-hópnum frá 2011. Sjá einnig: Andar ísköldu á milli Vin Diesel og The Rock Deilunum virtist vera lokið árið 2019 en þá gaf Diesel í skyn að Johnson hefði ekki staðið sig vel í leiklistinni við gerð kvikmyndanna og að Johnson hefði orðið reiður yfir tilraunum hans til að gera leik hans betri. Fyrr á þessu ári tilkynnti Johnson svo opinberlega að hann myndi ekki leika í fleiri kvikmyndum í söguheiminum, að undanskilinni framhalds mynd Hobbs & Shaw.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira