Við heyrum einnig í atvinnurekendum sem hafa brugðist við miklum fjölda smitaðra að undanförnu með eigin sóttvarnaaðgerðum til að halda starfsemi fyrirtækjanna gangandi.
Þá hefur Íslensk erfðagreining hlaupið undir bagga með heilbrigðiskerfinu eina ferðina enn með greiningu sýna og ætlar jafnvel að gera nýtt slembiúrtak meðal þjóðarinnar til að kanna útbreiðslu veirunnar.
Reykjavíkurborg hefur breytt aðalskipulagi sínu þar sem gert er ráð fyrir að sneiðar verði teknar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.