Reglur um vinnusóttkví rýmkaðar á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2021 22:34 Halldór Benjamín, sem er framkvæmdastjóri SA, segir að ef ekki hefði verið brugðist við beiðni samtakanna hefði verið dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um vinnusóttkví taka gildi á hádegi á morgun, gamlársdag. Sóttvarnalæknir og almannavarnir hafa gefið út uppfærðar leiðbeiningar um hvenær er heimilt að beita vinnusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að samtökin og aðilar þeirra hafi kallað eftir meiri sveigjanleika af hálfu yfirvalda, svo hægt væri að tryggja starfsemi fyrirtækja í landinu, í ljósi víðtækrar dreifingar Covid-smita í samfélaginu og árifa sóttvarnaaðgerða á starfsemi fyrirtækja. Því ákalli hafi nú verið svarað, með breyttum reglum. „Sóttvarnir geta ekki og mega ekki lama samfélagið og gangverk verðmætasköpunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafi brugðist hratt við beiðni SA um breyttar reglur. „Ella væri dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast,“ segir Halldór. Notist sparlega Vinnusóttkví má aðeins beita fyrir lykilstarfsmenn sem eru í sóttkví, og aðeins ef ekki er hægt að vinna verkefnin án þeirra viðkomu á staðnum. Það á aðeins við ef mögulegt er að uppfylla nauðsynlega sóttvarnaráðstafanir samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Þannig getur starfsfólk í beinni þjónustu við viðskiptavini, til að mynda í verslunum eða á veitingastöðum, ekki verið í vinnusóttkví. Atvinnurekendum og einstaklingum er sjálfum gert að útfæra framkvæmd vinnusóttkvíar á hverjum stað, og koma almannavarnir og sóttvarnalæknir ekki að framkvæmd eða gerð sérstakra leiðbeininga nema í undantekningartilfellum. Vinnuveitendur eiga þá að halda skrá yfir starfsmenn sína í vinnusóttkví og senda á þar til gert netfang, vinnusottkvi@logreglan.is. „Vinnusóttkví er varhugaverð ráðstöfun sem ætti að nota sparlega og eingöngu ef brýn þörf er fyrir framlag starfsmanns sem er í sóttkví vegna nálægðar við COVID-19 smitaðan einstakling. Einstaklingar í vinnusóttkví geta smitað aðra og þar með sett starfsemi í hættu ef fleiri starfsmenn smitast. Aldrei er heimilt að starfa utan heimilis í einangrun. Vinnusóttkví er ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að inna af hendi þau brýnu verkefni á þeim stöðum þar sem viðhafðar eru fullnægjandi sóttvarnir innan sóttkvíar,“ segir þá á vef Samtaka atvinnulífsins. Nánar má lesa um nýjar reglur um vinnusóttkví hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að samtökin og aðilar þeirra hafi kallað eftir meiri sveigjanleika af hálfu yfirvalda, svo hægt væri að tryggja starfsemi fyrirtækja í landinu, í ljósi víðtækrar dreifingar Covid-smita í samfélaginu og árifa sóttvarnaaðgerða á starfsemi fyrirtækja. Því ákalli hafi nú verið svarað, með breyttum reglum. „Sóttvarnir geta ekki og mega ekki lama samfélagið og gangverk verðmætasköpunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafi brugðist hratt við beiðni SA um breyttar reglur. „Ella væri dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast,“ segir Halldór. Notist sparlega Vinnusóttkví má aðeins beita fyrir lykilstarfsmenn sem eru í sóttkví, og aðeins ef ekki er hægt að vinna verkefnin án þeirra viðkomu á staðnum. Það á aðeins við ef mögulegt er að uppfylla nauðsynlega sóttvarnaráðstafanir samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Þannig getur starfsfólk í beinni þjónustu við viðskiptavini, til að mynda í verslunum eða á veitingastöðum, ekki verið í vinnusóttkví. Atvinnurekendum og einstaklingum er sjálfum gert að útfæra framkvæmd vinnusóttkvíar á hverjum stað, og koma almannavarnir og sóttvarnalæknir ekki að framkvæmd eða gerð sérstakra leiðbeininga nema í undantekningartilfellum. Vinnuveitendur eiga þá að halda skrá yfir starfsmenn sína í vinnusóttkví og senda á þar til gert netfang, vinnusottkvi@logreglan.is. „Vinnusóttkví er varhugaverð ráðstöfun sem ætti að nota sparlega og eingöngu ef brýn þörf er fyrir framlag starfsmanns sem er í sóttkví vegna nálægðar við COVID-19 smitaðan einstakling. Einstaklingar í vinnusóttkví geta smitað aðra og þar með sett starfsemi í hættu ef fleiri starfsmenn smitast. Aldrei er heimilt að starfa utan heimilis í einangrun. Vinnusóttkví er ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að inna af hendi þau brýnu verkefni á þeim stöðum þar sem viðhafðar eru fullnægjandi sóttvarnir innan sóttkvíar,“ segir þá á vef Samtaka atvinnulífsins. Nánar má lesa um nýjar reglur um vinnusóttkví hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira