Viljum við að 3000 manns bætist í slaginn um húsnæði? Heiða Björk Sturludóttir skrifar 1. janúar 2022 09:01 Nú hef ég búið í sk sumarhúsi í 2,5 ár. Þetta er heilsárshús að því leiti að húsið er stórt og með allt sem þarf, hita og rafmagn og góða einangrun. Betra en mörg hús sem ekki teljast sumarhús. Okkur hjónin hafði lengi dreymt um þennan lífsstíl. Að búa í sveitinni í timburhúsi með stærri lóð, umvafin sveitakyrrðinni, frísku lofti, trjám og fegurð. Þúsundir Íslendinga búa á þennan hátt. Eiga aðeins eitt heimili á landinu og það heimili er sumarhús/heilsárshús. Engar tölur eru til um það hversu mörg við erum, því ríkið vill að við skráum okkur rangt svo ekkert er að marka upplýsingarnar í Þjóðskrá. Ríkið og fleiri aðilar eins og bankarnir og Pósturinn gera okkur lífið leitt og vilja að við séum skráð með lögheimili í ákveðið hús við ákveðna götu. Ekki sumarhúsagötu. Þannig neyðast flestir þeir sem kjósa þennan lífsstíl til að skrá sig með lögheimili hjá ættingjum eða vinum í allt öðru sveitarfélagi og þar með eru engar tölur til sem mark er takandi á um fjölda þeirra sem búa allan ársins hring í sk sumarhúsi. Nema einstaka mótþróaseggir eins og við sem viljum vera skráð með lögheimili þar sem við sannarlega búum. Öllum í hag að við fáum að hafa lögheimili í sumarhúsinu Síðustu misseri hefur mikið verið rætt um húsnæðisvandann og í því samhengi hef ég oft velt vöngum yfir því hversu skelfilegt ástandið yrði ef allir þeir sem nú búa í nágrenni Reykjavíkur í svokölluðum sumarhúsum, myndu ákveða að flytja á mölina. Húsnæðiskerfið myndi hreinlega leggjast á hliðina ef skyndilega kæmu tvö eða þrjú þúsund manns í viðbót að berjast um þessar fáu íbúðir sem nú eru í boði á markaðnum. Því er best að gera okkur sem veljum að búa í sumarhúsi, þennan lífsstíl eins átakalítinn og hægt er, því það er öllum í hag, að við fáum að búa áfram í okkar sumarhúsum. Þegar við fluttum í okkar hús hér í Grímsnesinu, gerðum við þetta fyrst eins og flestir gera og skráðum lögheimilið hjá ættingja. Í okkar tilfelli var það í Hafnarfirði, hjá tengdó. Þannig fór útsvarið okkar, til Hafnarfjarðarbæjar í framkvæmdir hjá þeim s.s. vegi, skóla, heilsugæslu o.s.frv. Þetta fannst okkur alveg hrópandi rangt því við nýtum ekki þjónustu Hafnarfjarðarbæjar heldur Grímsness- og grafningshrepps og nágrennis og fannst því eðlilegt að þangað færi okkar peningur. Við vildum líka vera lögformlegir þátttakendur í því samfélagi þar sem við búum og vera rétt skráð hjá hinu opinbera. Við létum því breyta skráningunni í Þjóðskrá. Þjóðskrá leyfir ekki að við séum skráð í okkar hús við okkar sumarhúsagötu því þetta er skilgreint sem sumarhúsabyggð. En Þjóðskrá býður uppá annan möguleika, þ.e. að skrá okkur svona: ,,Ótilgreindu, 805 Selfossi“. Þar með fer útsvarið okkar til rétts sveitarfélags og þar með fáum við eitthvað af réttindum hér s.s. að mega kjósa og bjóða okkur fram, fáum afslátt af sundkortum og eitthvað slíkt smotterí sem íbúum hér býðst. Nú erum við sem sagt skráð með búsetu á réttum stað í Þjóðskrá. Við þurftum þó að hafa örlítið fyrir því að fá að skrá okkur svona í Þjóðskrá, því við þurftum að sanna að við byggjum í þessu sveitarfélagi með t.d. reikningum úr verslunum hér í kring, rafmagns- og hitareikningi og eitthvað slíkt. Við ásamt íbúum um þrjátíu annarra sumarhúsa í sveitarfélaginu erum skráð á þennan hátt, Ótilgreindu, 805 Selfossi. Kerfið þarf að vera sveigjanlegra Til að fólk gefist ekki upp á að búa allan ársins hring í sumarhúsinu sínu, þarf kerfið að slaka aðeins á böndunum og sýna sveigjanleika. Eins og staðan er í dag fáum við ekki snjómokstur, bréf eru ekki borin út til okkar, börn (ef um þau er að ræða) fá ekki þjónustu skólarútu og sorphirðu fáum við ekki. Við spurðum að því á skrifstofum sveitarfélagsins hvort við gætum ekki einfaldlega skrifað undir skjal þess efnis að við afsöluðum okkur þessum réttindum og í staðinn fengjum við að skrá okkur rétt í þjóðskrá, t.d. Sveinshólabraut 48, Rauðuborgum, 805 Selfossi. En, það er víst ekki hægt, því ef sveitarfélag skrifar undir þannig samning við íbúa, er verið að brjóta landslög. Samkvæmt landslögum eiga sveitarfélögin að veita íbúum sínum þessa þjónustu. Það veltur því á ríkinu að breyta landslögum og veita sveitarfélögum frelsi til að móta þessi mál og koma til móts við íbúa í sumarhúsabyggðum. Hvaða máli skiptir það að vera skráð í hús við götu vs að vera skráð ,,ótilgreint, 805 Selfossi“? Það skiptir ótrúlega miklu máli þegar um bréfasendingar er að ræða og þegar um banka er að ræða og eflaust fleira. Helsta hindrunin sem ég hef upplifað er ekki snjómokstur eða sorphirða, heldur það að fá ekki bréf og pakka senda til mín. Það væri svo einfalt að pota niður einum póstkassa í gamla stílnum, hér fyrir framan sumarhúsahverfið og henda þar inn bréfum til þeirra í hverfinu sem eftir því óska. Ekki þýðir að óska eftir því við hreppinn, því það er Pósturinn sem ræður. Pósturinn aftur á móti ber eingöngu bréf og pakka til fólks sem er skráð með búsetu í tilteknu húsi. Pósturinn býður heldur ekki upp á það að ég fái pósthólf hjá þeim og fái öll bréf send þangað, því pósthólf er eingöngu í boði fyrir fólk sem býr í húsi við götu. Computer says no! Allstaðar lokaðar dyr. Bankarnir, (a.m.k. Landsbankinn) hafa líka skoðun á búsetu fólks og vilja að allir búi í húsi við götu. Það má alls ekki búa í Ótilgreindu húsi. Þá er maður orðinn líklegri til fjármálaglæpa. Ég get t.d. ekki millifært á þýska kunningjakonu mína á erlendan reikning hennar, vegna þess að ég er bý ekki í húsi við götu skv Þjóðskrá. Mér skilst að það séu Lög um peningaþvætti sem krefjast þess að fólk sé skráð búandi í ákveðnu húsi. Sem sagt, einhverra hluta vegna þykir líklegra að fólk sem er skráð svona í Þjóðskrá, sé í peningaþvætti. En bankinn er samt ekki of góður til að þiggja launin mín mánaðarlega og liggja á fjárhæðum sem ég á á söfnunarreikningum. Ég má kaupa hlut í sjóðum og ég má millifæra á innlenda reikninga og gera allt mögulegt. En skyndilega er ég líkleg til glæpa þegar kemur að millifærslum á erlenda reikninga þó þær séu lágar. Allt vegna þess að Þjóðskrá neyðir mig til að skrá mig ,,Ótilgreint, 805“ eða ljúga til um það hvar ég bý. Þar virðist lausnin liggja. Lausnin er að ljúga Bara ljúga því að ég búi hjá bróður mínum í Vestmannaeyjum eða hjá tengdó í Hafnarfirði. Þá er Pósturinn til í að útbúa pósthólf fyrir mig á Selfossi. Bankinn leyfir mér líka að gera allt mögulegt í framhaldinu, því glæpamenn búa ekki í húsi við götu. Reyndar hafa margir farið flatt á því að skrá lögheimili hjá ættingja eða vini, því þar með missa vinirnir ýmsar bætur sem þeir áður fengu. Kerfið, þetta lögheimilakerfi er löngu úrelt. Eins og gjarnan er raunin með gamlar stofnanir eins og kirkjuna og dómsstóla, þá er ríkið of seint að bregðast við breyttu samfélagi. Þetta er það sem fólk vill í dag. Frelsi til að ráða þvi hvernig það býr. Sumarhús eru ekki lengur eins og var um miðja tuttugustu öld þegar þau voru aðeins um 25-40 m2, engin kynding og erfitt um samgöngur því vegir voru verri og bílar sömuleiðis. Í dag eru mörg sumarhús með steyptum undirstöðum, með rafmagn og hita og samgöngur mun betri. Fólki líður vel í heilsárshúsunum sínum og vill eiga þar heima, einkum ellilífeyrisþegar sem oft eiga aðra íbúð á suðrænum slóðum, en dvelja í sumarhúsinu sínu frá u.þ.b. maí til september. Þetta fólk þarf að fá að skrá lögheimili sitt einhverstaðar á Íslandi. Þannig er það víst orðið í Danmörku að ellilífeyrisþegar megar skrá lögheimili í sumarhúsinu sínu. Íslenska ríkið verður að fara að taka skref til að þróa þessi mál áfram. Annars gefumst við bara öll upp og förum í yfirboða keppnina á húsnæðismarkaðnum í bænum. Er það það sem yfirvöld vilja? Höfundur er sagnfræðingur, umhverfisfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú hef ég búið í sk sumarhúsi í 2,5 ár. Þetta er heilsárshús að því leiti að húsið er stórt og með allt sem þarf, hita og rafmagn og góða einangrun. Betra en mörg hús sem ekki teljast sumarhús. Okkur hjónin hafði lengi dreymt um þennan lífsstíl. Að búa í sveitinni í timburhúsi með stærri lóð, umvafin sveitakyrrðinni, frísku lofti, trjám og fegurð. Þúsundir Íslendinga búa á þennan hátt. Eiga aðeins eitt heimili á landinu og það heimili er sumarhús/heilsárshús. Engar tölur eru til um það hversu mörg við erum, því ríkið vill að við skráum okkur rangt svo ekkert er að marka upplýsingarnar í Þjóðskrá. Ríkið og fleiri aðilar eins og bankarnir og Pósturinn gera okkur lífið leitt og vilja að við séum skráð með lögheimili í ákveðið hús við ákveðna götu. Ekki sumarhúsagötu. Þannig neyðast flestir þeir sem kjósa þennan lífsstíl til að skrá sig með lögheimili hjá ættingjum eða vinum í allt öðru sveitarfélagi og þar með eru engar tölur til sem mark er takandi á um fjölda þeirra sem búa allan ársins hring í sk sumarhúsi. Nema einstaka mótþróaseggir eins og við sem viljum vera skráð með lögheimili þar sem við sannarlega búum. Öllum í hag að við fáum að hafa lögheimili í sumarhúsinu Síðustu misseri hefur mikið verið rætt um húsnæðisvandann og í því samhengi hef ég oft velt vöngum yfir því hversu skelfilegt ástandið yrði ef allir þeir sem nú búa í nágrenni Reykjavíkur í svokölluðum sumarhúsum, myndu ákveða að flytja á mölina. Húsnæðiskerfið myndi hreinlega leggjast á hliðina ef skyndilega kæmu tvö eða þrjú þúsund manns í viðbót að berjast um þessar fáu íbúðir sem nú eru í boði á markaðnum. Því er best að gera okkur sem veljum að búa í sumarhúsi, þennan lífsstíl eins átakalítinn og hægt er, því það er öllum í hag, að við fáum að búa áfram í okkar sumarhúsum. Þegar við fluttum í okkar hús hér í Grímsnesinu, gerðum við þetta fyrst eins og flestir gera og skráðum lögheimilið hjá ættingja. Í okkar tilfelli var það í Hafnarfirði, hjá tengdó. Þannig fór útsvarið okkar, til Hafnarfjarðarbæjar í framkvæmdir hjá þeim s.s. vegi, skóla, heilsugæslu o.s.frv. Þetta fannst okkur alveg hrópandi rangt því við nýtum ekki þjónustu Hafnarfjarðarbæjar heldur Grímsness- og grafningshrepps og nágrennis og fannst því eðlilegt að þangað færi okkar peningur. Við vildum líka vera lögformlegir þátttakendur í því samfélagi þar sem við búum og vera rétt skráð hjá hinu opinbera. Við létum því breyta skráningunni í Þjóðskrá. Þjóðskrá leyfir ekki að við séum skráð í okkar hús við okkar sumarhúsagötu því þetta er skilgreint sem sumarhúsabyggð. En Þjóðskrá býður uppá annan möguleika, þ.e. að skrá okkur svona: ,,Ótilgreindu, 805 Selfossi“. Þar með fer útsvarið okkar til rétts sveitarfélags og þar með fáum við eitthvað af réttindum hér s.s. að mega kjósa og bjóða okkur fram, fáum afslátt af sundkortum og eitthvað slíkt smotterí sem íbúum hér býðst. Nú erum við sem sagt skráð með búsetu á réttum stað í Þjóðskrá. Við þurftum þó að hafa örlítið fyrir því að fá að skrá okkur svona í Þjóðskrá, því við þurftum að sanna að við byggjum í þessu sveitarfélagi með t.d. reikningum úr verslunum hér í kring, rafmagns- og hitareikningi og eitthvað slíkt. Við ásamt íbúum um þrjátíu annarra sumarhúsa í sveitarfélaginu erum skráð á þennan hátt, Ótilgreindu, 805 Selfossi. Kerfið þarf að vera sveigjanlegra Til að fólk gefist ekki upp á að búa allan ársins hring í sumarhúsinu sínu, þarf kerfið að slaka aðeins á böndunum og sýna sveigjanleika. Eins og staðan er í dag fáum við ekki snjómokstur, bréf eru ekki borin út til okkar, börn (ef um þau er að ræða) fá ekki þjónustu skólarútu og sorphirðu fáum við ekki. Við spurðum að því á skrifstofum sveitarfélagsins hvort við gætum ekki einfaldlega skrifað undir skjal þess efnis að við afsöluðum okkur þessum réttindum og í staðinn fengjum við að skrá okkur rétt í þjóðskrá, t.d. Sveinshólabraut 48, Rauðuborgum, 805 Selfossi. En, það er víst ekki hægt, því ef sveitarfélag skrifar undir þannig samning við íbúa, er verið að brjóta landslög. Samkvæmt landslögum eiga sveitarfélögin að veita íbúum sínum þessa þjónustu. Það veltur því á ríkinu að breyta landslögum og veita sveitarfélögum frelsi til að móta þessi mál og koma til móts við íbúa í sumarhúsabyggðum. Hvaða máli skiptir það að vera skráð í hús við götu vs að vera skráð ,,ótilgreint, 805 Selfossi“? Það skiptir ótrúlega miklu máli þegar um bréfasendingar er að ræða og þegar um banka er að ræða og eflaust fleira. Helsta hindrunin sem ég hef upplifað er ekki snjómokstur eða sorphirða, heldur það að fá ekki bréf og pakka senda til mín. Það væri svo einfalt að pota niður einum póstkassa í gamla stílnum, hér fyrir framan sumarhúsahverfið og henda þar inn bréfum til þeirra í hverfinu sem eftir því óska. Ekki þýðir að óska eftir því við hreppinn, því það er Pósturinn sem ræður. Pósturinn aftur á móti ber eingöngu bréf og pakka til fólks sem er skráð með búsetu í tilteknu húsi. Pósturinn býður heldur ekki upp á það að ég fái pósthólf hjá þeim og fái öll bréf send þangað, því pósthólf er eingöngu í boði fyrir fólk sem býr í húsi við götu. Computer says no! Allstaðar lokaðar dyr. Bankarnir, (a.m.k. Landsbankinn) hafa líka skoðun á búsetu fólks og vilja að allir búi í húsi við götu. Það má alls ekki búa í Ótilgreindu húsi. Þá er maður orðinn líklegri til fjármálaglæpa. Ég get t.d. ekki millifært á þýska kunningjakonu mína á erlendan reikning hennar, vegna þess að ég er bý ekki í húsi við götu skv Þjóðskrá. Mér skilst að það séu Lög um peningaþvætti sem krefjast þess að fólk sé skráð búandi í ákveðnu húsi. Sem sagt, einhverra hluta vegna þykir líklegra að fólk sem er skráð svona í Þjóðskrá, sé í peningaþvætti. En bankinn er samt ekki of góður til að þiggja launin mín mánaðarlega og liggja á fjárhæðum sem ég á á söfnunarreikningum. Ég má kaupa hlut í sjóðum og ég má millifæra á innlenda reikninga og gera allt mögulegt. En skyndilega er ég líkleg til glæpa þegar kemur að millifærslum á erlenda reikninga þó þær séu lágar. Allt vegna þess að Þjóðskrá neyðir mig til að skrá mig ,,Ótilgreint, 805“ eða ljúga til um það hvar ég bý. Þar virðist lausnin liggja. Lausnin er að ljúga Bara ljúga því að ég búi hjá bróður mínum í Vestmannaeyjum eða hjá tengdó í Hafnarfirði. Þá er Pósturinn til í að útbúa pósthólf fyrir mig á Selfossi. Bankinn leyfir mér líka að gera allt mögulegt í framhaldinu, því glæpamenn búa ekki í húsi við götu. Reyndar hafa margir farið flatt á því að skrá lögheimili hjá ættingja eða vini, því þar með missa vinirnir ýmsar bætur sem þeir áður fengu. Kerfið, þetta lögheimilakerfi er löngu úrelt. Eins og gjarnan er raunin með gamlar stofnanir eins og kirkjuna og dómsstóla, þá er ríkið of seint að bregðast við breyttu samfélagi. Þetta er það sem fólk vill í dag. Frelsi til að ráða þvi hvernig það býr. Sumarhús eru ekki lengur eins og var um miðja tuttugustu öld þegar þau voru aðeins um 25-40 m2, engin kynding og erfitt um samgöngur því vegir voru verri og bílar sömuleiðis. Í dag eru mörg sumarhús með steyptum undirstöðum, með rafmagn og hita og samgöngur mun betri. Fólki líður vel í heilsárshúsunum sínum og vill eiga þar heima, einkum ellilífeyrisþegar sem oft eiga aðra íbúð á suðrænum slóðum, en dvelja í sumarhúsinu sínu frá u.þ.b. maí til september. Þetta fólk þarf að fá að skrá lögheimili sitt einhverstaðar á Íslandi. Þannig er það víst orðið í Danmörku að ellilífeyrisþegar megar skrá lögheimili í sumarhúsinu sínu. Íslenska ríkið verður að fara að taka skref til að þróa þessi mál áfram. Annars gefumst við bara öll upp og förum í yfirboða keppnina á húsnæðismarkaðnum í bænum. Er það það sem yfirvöld vilja? Höfundur er sagnfræðingur, umhverfisfræðingur og kennari.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar