„Reynum að láta ekki gremju eða reiði ná tökum á okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 15:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti nýársávarp sitt fyrr í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir ræddi óttann og áhrif hans í samfélagi í nýársávarpi sínu sem hann flutti fyrr í dag. Forsetinn fór þar meðal annars yfir stöðuna í íslensku samfélagi á tímum kórónuveirunnar og sagði að það væri án efa affarasælast að við öll, almenningur, sérfræðingar og stjórnvöld, myndum reyna að viðhalda þeirri einingu sem hafi gefist vel. Guðni sagði að að sjálfsögðu gæti þreytu meðal fólks vegna faraldursins og að sjálfsögðu þurfi að hjálpa þeim sem verði fyrir búsifjum vegna ástandsins. Sömuleiðis þurfi sífellt að endurmeta þær leiðir sem séu í boði. Forsetinn sagði þó að við ættum að reyna að viðhalda einingunni í samfélaginu í krafti sannfæringar og umræðu. Ekki ógnar og valdboðs, án þess að ágreiningur leiði til djúpstæðs klofnings í samfélaginu, og án þess að ótti nái á okkur heljartökum. „Ótti er ekki alltaf ástæðulaus, því fer fjarri. Hann getur fyllt okkur brýnum krafti þegar að okkur er sótt. En hann er vondur förunautur frá degi til dags. Lymskulegu valdi hans er vel lýst í kvæði Nínu Bjarkar Árnadóttur um fugl óttans sem tekur manneskjuna í klærnar, flýgur einnig inn í brjóst hennar og veinar þar. Þannig vinnur óttinn víst. Svo fær hann okkur jafnvel til að vera hvassyrtari en ella, stífari á okkar meiningu, tregari til að meðtaka önnur sjónarmið. Vel má vera að mörg ykkar kannist við þetta, sjálfur hef ég fundið þetta á eigin skinni. En reynum þá að gera betur. Reynum að láta ekki gremju eða reiði ná tökum á okkur,“ sagði Guðni. Hlýða má á ávarpið í heild sinni í spilaranum að neðan og lesa á heimasíðu forsetaembættisins. Forseti Íslands Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Guðni sagði að að sjálfsögðu gæti þreytu meðal fólks vegna faraldursins og að sjálfsögðu þurfi að hjálpa þeim sem verði fyrir búsifjum vegna ástandsins. Sömuleiðis þurfi sífellt að endurmeta þær leiðir sem séu í boði. Forsetinn sagði þó að við ættum að reyna að viðhalda einingunni í samfélaginu í krafti sannfæringar og umræðu. Ekki ógnar og valdboðs, án þess að ágreiningur leiði til djúpstæðs klofnings í samfélaginu, og án þess að ótti nái á okkur heljartökum. „Ótti er ekki alltaf ástæðulaus, því fer fjarri. Hann getur fyllt okkur brýnum krafti þegar að okkur er sótt. En hann er vondur förunautur frá degi til dags. Lymskulegu valdi hans er vel lýst í kvæði Nínu Bjarkar Árnadóttur um fugl óttans sem tekur manneskjuna í klærnar, flýgur einnig inn í brjóst hennar og veinar þar. Þannig vinnur óttinn víst. Svo fær hann okkur jafnvel til að vera hvassyrtari en ella, stífari á okkar meiningu, tregari til að meðtaka önnur sjónarmið. Vel má vera að mörg ykkar kannist við þetta, sjálfur hef ég fundið þetta á eigin skinni. En reynum þá að gera betur. Reynum að láta ekki gremju eða reiði ná tökum á okkur,“ sagði Guðni. Hlýða má á ávarpið í heild sinni í spilaranum að neðan og lesa á heimasíðu forsetaembættisins.
Forseti Íslands Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira