Innlent

Raf­­­­­magns­­­lína Lands­nets féll ó­­­veðrinu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
asdf
Landsnet

Rafmagnslínan Brennimelslína 1, sem er milli Geitháls og Brennimels, fór á hliðina í óveðrinu fyrr í dag. Enginn notandi varð án rafmagns en álagið færðist yfir á aðrar nærliggjandi línur.

Þá datt Ólafsvíkurlína 1 einnig út rétt eftir hádegi í dag en ekki er vitað hvað olli því. Til stendur að kanna það nánar þegar veður lægir en ofsaveður er víða á landinu. Í morgun kom upp bilun í vél í Búrfellsstöð 2 sen olli útleysingu á álagi hjá álverinu Rio Tinto. Högg kom á kerfið í kjölfarið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×