Tekist á um hvort Katrín gæti verið formaður Sjálfstæðisflokksins Smári Jökull Jónsson skrifar 2. janúar 2022 13:54 Rökrætt um kerfisflokka og skálað í ákavíti Vísir / Hulda Margrét Í niðurstöðum könnunar Stöðvar 2 og Maskínu sem kynnt var í Kryddsíld á gamlársdag var meðal annars farið yfir frammistöðu leiðtoga stjórnmálaflokkanna í kosningabaráttunni í haust. Sigurður Ingi Jóhannsson var talinn hafa staðið sig best allra en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verst. Í þættinum Kryddsíld á gamlársdag mættust leiðtogar stjórnmálaflokkanna í umræðum um hin ýmsu málefni en fréttamaðurinn Snorri Másson og Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu, stýrðu umræðunum. Í þættinum voru kynntar niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir fréttastofuna þar sem meðal annars var spurt hvernig leiðtogar flokkanna hefðu staðið sig í kosningabaráttunni fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Myndin sýnir hversu vel og illa fólki fannst formenn stjórnmálaflokkanna standa sig í kosningabaráttunni í haust.Vísir/Kryddsíld Þar kom fram að Sigurður Ingi Jóhannsson var talinn hafa staðið sig best allra en 57,8% aðspurðra sögðu hann hafa staðið sig vel en 12% illa. Hér má sjá umræðu um könnuna í þættinum. Klippa: Hversu vel stóðu formenn flokkanna sig í kosningabaráttunni? Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar lentu sömuleiðis réttu megin við línuna og töldu fleiri að þau hefðu staðið sig vel en illa. Tæplega helmingur aðspurða fannst Logi Einarsson hafa staðið sig illa en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom verst út af þeim formönnum sem tóku þátt í umræðunum í Kryddsíld. Aðeins Guðmundur Franklín, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, kom verr út en flokkurinn náði ekki manni á þing. „Katrín gæti verið sameiningarafl kerfisflokkanna“ Alls töldu 75,9% þeirra sem tóku þátt í könnuninni að Sigmundur Davíð hefði staðið sig illa í kosningabaráttunni og aðeins 5,7% töldu hann hafa staðið sig vel. Logi Einarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson tókust á í umræðunum.Vísir / Hulda Margrét „Gaman að sjá að fleiri telja mig hafa staðið mig vel en kusu flokkinn. Auðvitað fóru þessar kosningar ekki vel fyrir okkur. Við töpuðum jafn miklum prósentustigum og VG, mikil sorgarsaga,“ sagði Sigmundur og glotti. Sigmundur sagði kórónuveiruna hafa skipt sköpum, hlutirnir hefðu litið vel út á kjörtímabilinu og að ríkisstjórnin hefði verið í tómum vandræðum með sína pólitík en svo hafi Covid komið og gjörbreytt aðstæðum. Fólki hefði einfaldlega liðið vel með kerfisstjórn með þessar aðstæður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði í Kryddsíld hvað ætti að koma í veg fyrir það að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, gæti verið formaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir / Hulda Margrét „Tíminn fram að næstu kosningum mun nýtast vel því við munum ræða stefnu og pólitík og þar komum við að tómum kofanum hjá stjórnarflokkunum. Við sjáum til dæmis þennan góða forsætisráðherra. Afskaplega viðkunnanlegur stjórnmálamaður og manneskja og vel liðin af mér og að ég held flestum öðrum. En hvað ætti að koma í veg fyrir að Katrín Jakobsdóttir gæti verið formaður Sjálfstæðisflokksins?,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátrasköll viðstaddra. „Eins og hlutirnir hafa þróast þá gætu þessir stjórnarflokkar allir sameinast í einn undir forystu Katrínar. Ég man ekki eftir neinu atriði, þegar maður skoðar áherslur og stefnur stjórnarflokkanna, sem ætti að koma í veg fyrir að Katrín Jakobsdóttir gæti verið sameiningarafl kerfisflokkanna.“ Þórdís Kolbrún: Við höfum stoppað mál og það hefur VG gert líka Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fékk næst orðið og var ekki sammála þessari greiningu Sigmundar Davíðs. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kryddsíld í fjarveru Bjarna Benediktssonar formanns flokksins.Vísir / Hulda Margrét „Katrín má taka því eins og hún vill en hún er mikill vinstri maður og það er dálítið áhugavert fyrir mig sem þekkir ekki hreyfinguna eins og þeir sem hafa starfað í henni sem lýsa henni sem manneskju sem hefur skilið hugsjónir sínar eftir. Katrín er einhver mesta hugsjónamanneskja sem ég veit um og mikill vinstri maður,“ sagði Þórdís og vísaði þar til orða Ögmundar Jónassonar og Jóns Kalman sem sögðu Vinstri Græna hvorki vera til vinstri né græna og að flokkurinn væri íhaldsflokkur. Þórdís Kolbrún sagði muninn á flokkunum þremur í ríkisstjórn liggja í mörgum grundvallaratriðum. Snorri Másson spurði hana þá að því hvað henni fyndist að flokkur með jafnlítið fylgi og Vinstri Grænir stýrði algjörlega því sem ríkisstjórnin gerði. Á milli fastra skota og rökræða var skálað fyrir nýju ári. vísir/Hulda Margrét „Í fyrsta lagi er það ekki þannig að VG stýrir öllu því sem við gerum. Forsætisráðherra er verkstjóri en við erum þannig skipað stjórnvald að allt sem kemur inn í ríkisstjórn þurfi samþykki allra. Það skiptir mjög miklu máli hvaða ráðuneyti liggja hjá hvaða flokkum og það er mikið hægt að gera án þess að vera með pólitískt samþykki þó það sé einhver pólitískur veruleiki,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti við að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir hafi stoppað mál í ríkisstjórn. Logi vildi lítið gefa upp um framtíðina Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kom heldur ekki vel út úr könnuninni sem kynnt var en 48,2% þeirra sem tóku þátt töldu hann hafa staðið sig illa í kosningabaráttunni og aðeins 15,9% voru á öndverðum meiði og sögðu hann hafa gert vel. Logi Einarsson sagði að það kæmi fram á landsfundi Samfylkingarinnar í október hvernig forysta flokksins yrði skipuð í framhaldinu.Vísir / Hulda Margrét „Auðvitað skiptir þetta máli, ég held að það hafi líka spilað inn í að ég var mjög afdráttarlaus. Það voru ekki endilega allir í Samfylkingunni sem tóku undir það með mér að við ættum að lýsa því yfir að við ætluðum ekki að starfa í hægri stjórn.“ „Það er örugglega ekki að spila með mér í svona könnun. Hins vegar ítreka ég að niðurstöður kosninganna fyrir Samfylkingu, frjálslynd öfl og félagshyggjuna kalla á breytt leikskipulag.“ „Eitthvað það skemmtilegasta sem hefur komið fram í íslenskri pólitík“ Þá benti Snorri Másson á að Kristrún Frostadóttir hefði verið mjög sýnileg í kosningabaráttu Samfylkingar og spurði Loga hreinlega að því hvort hann ætlaði að halda áfram sem formaður eftir landsfund flokksins á næsta ári. Snorri Másson og Erla Björg Gunnarsdóttir stýrðu Kryddsíld þetta áriðVísir / Hulda Margrét „Ég tók meðvitaða ákvörðun um að við ættum að tefla þessari konu fram því ég held að hún sé eitthvað það skemmtilegasta sem hefur komið fram í íslenskri pólitík og það sem getur orðið þjóðinni mest að gagni. Ég er svo heppinn að vera í liði, þingliði og flokki þar sem við höfum ótrúlega marga öfluga stjórnmálamenn á sveitarstjórnarstigs og Alþingis og við getum skipt um stöðu,“ sagði Logi og bætti svo við að það kæmi í ljós á landsfundi flokksins í október hvernig forystan yrði. „Ég ætla ekkert að segja til um það fyrr en í sumar.“ „Stöðugleiki er lifandi en ekki dauður" Annars var umræða um ríkisstjórnanna sem kerfis- og íhaldsstjórn áberandi í þættinum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði hana kyrrstöðustjórn þar sem jaðrarnir pössuðu upp á sitt og sagði ríkisstjórnina forðast að tala um Evrópumálin. Þorgerður Katrín sagði ríkisstjórnina góða í kynningarmálum og þakkaði Katrín fyrir hrósið - enda hafi VG sjaldan eða nær aldrei fengið hrós fyrir að vera með sterka PR-deild. Vísir / Hulda Margrét „Þetta er góð PR-ríkisstjórn og Sigurður Ingi og Framsókn frábær PR-flokkur en kannski ekki prinsipp flokkur, ekki frekar en hinir.“ Katrín Jakobsdóttir var ekki sammála þessum orðum Þorgerðar. „Það er ekki kyrrstaða þegar fólk er í grundvallaratriðum ósammála eins og til dæmis um aðild að Evrópusambandinu. Aðild að ESB er ekki spurning um framfarir eða afturför heldur um grundvallarafstöðu í Evrópumálunum.“ „Veistu af hverju ég er í pólitík?,“ spurði Katrín þegar umræða um ósætti í grasrót Vinstri grænna byrjaði. Halldóra Mogensen fulltrúi Pírata sagði mikilvægt að horfa til framtíðar í mikilvægar kerfisbreytingar en ekki fela sig á bakvið kórónuveirufaraldurinn.Vísir / Hulda Margrét „Ég vil ná árangri fyrir samfélagið. Ég vil ekki endilega vera í pólitík til að ná flestum lækum á einhverjar færslur. Mér finnst pólitík eiga að snúast um hvernig maður getur náð raunverulegum árangri fyrir samfélagið. Saknar hugsjóna Katrínar Halldóra Mogensen, talskona Pírata, ræddi líka um stjórnina sem stöðnunarstjórn og sagði stöðugleika vera lifandi en ekki dauðan eins og stöðnun. „Stöðugleiki felst í því að horfa til og fara í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum og sjá tækifæri í þeim en ekki bara hindranir. Þetta snýst um það að fjárfesta í mannauð og sjá að það gengur ekki að vera með fátækt í ríku landi. Að lyfta fólki upp úr fátæktargildrum almannatryggingakerfisins en ekki tala heilt kjörtímabil um kerfisbreytingar sem koma aldrei og nota það sem afsökun fyrir því að halda fólki í fátæktargildrum áfram.“ Erla Björg og Katrín áttu greinilega í skemmtilegum umræðum í Kryddsíldinni.Vísir / Hulda Margrét „Ég hef horft upp til Katrínar sem forsætisráðherra og ég hef horft upp til hennar sem hugsjónamennsku og mér þykir sú hugsjón hafa horfið, ég sé hana allavega ekki. Mér þykir það miður því við erum á tímapunkti í samfélaginu þar sem skiptir gríðarlega miklu máli að vera framsýn og ekki stopp og stöðnuð. Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Kryddsíld 2021 Kryddsíld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Í þættinum Kryddsíld á gamlársdag mættust leiðtogar stjórnmálaflokkanna í umræðum um hin ýmsu málefni en fréttamaðurinn Snorri Másson og Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu, stýrðu umræðunum. Í þættinum voru kynntar niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir fréttastofuna þar sem meðal annars var spurt hvernig leiðtogar flokkanna hefðu staðið sig í kosningabaráttunni fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Myndin sýnir hversu vel og illa fólki fannst formenn stjórnmálaflokkanna standa sig í kosningabaráttunni í haust.Vísir/Kryddsíld Þar kom fram að Sigurður Ingi Jóhannsson var talinn hafa staðið sig best allra en 57,8% aðspurðra sögðu hann hafa staðið sig vel en 12% illa. Hér má sjá umræðu um könnuna í þættinum. Klippa: Hversu vel stóðu formenn flokkanna sig í kosningabaráttunni? Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar lentu sömuleiðis réttu megin við línuna og töldu fleiri að þau hefðu staðið sig vel en illa. Tæplega helmingur aðspurða fannst Logi Einarsson hafa staðið sig illa en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom verst út af þeim formönnum sem tóku þátt í umræðunum í Kryddsíld. Aðeins Guðmundur Franklín, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, kom verr út en flokkurinn náði ekki manni á þing. „Katrín gæti verið sameiningarafl kerfisflokkanna“ Alls töldu 75,9% þeirra sem tóku þátt í könnuninni að Sigmundur Davíð hefði staðið sig illa í kosningabaráttunni og aðeins 5,7% töldu hann hafa staðið sig vel. Logi Einarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson tókust á í umræðunum.Vísir / Hulda Margrét „Gaman að sjá að fleiri telja mig hafa staðið mig vel en kusu flokkinn. Auðvitað fóru þessar kosningar ekki vel fyrir okkur. Við töpuðum jafn miklum prósentustigum og VG, mikil sorgarsaga,“ sagði Sigmundur og glotti. Sigmundur sagði kórónuveiruna hafa skipt sköpum, hlutirnir hefðu litið vel út á kjörtímabilinu og að ríkisstjórnin hefði verið í tómum vandræðum með sína pólitík en svo hafi Covid komið og gjörbreytt aðstæðum. Fólki hefði einfaldlega liðið vel með kerfisstjórn með þessar aðstæður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði í Kryddsíld hvað ætti að koma í veg fyrir það að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna, gæti verið formaður Sjálfstæðisflokksins,Vísir / Hulda Margrét „Tíminn fram að næstu kosningum mun nýtast vel því við munum ræða stefnu og pólitík og þar komum við að tómum kofanum hjá stjórnarflokkunum. Við sjáum til dæmis þennan góða forsætisráðherra. Afskaplega viðkunnanlegur stjórnmálamaður og manneskja og vel liðin af mér og að ég held flestum öðrum. En hvað ætti að koma í veg fyrir að Katrín Jakobsdóttir gæti verið formaður Sjálfstæðisflokksins?,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátrasköll viðstaddra. „Eins og hlutirnir hafa þróast þá gætu þessir stjórnarflokkar allir sameinast í einn undir forystu Katrínar. Ég man ekki eftir neinu atriði, þegar maður skoðar áherslur og stefnur stjórnarflokkanna, sem ætti að koma í veg fyrir að Katrín Jakobsdóttir gæti verið sameiningarafl kerfisflokkanna.“ Þórdís Kolbrún: Við höfum stoppað mál og það hefur VG gert líka Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fékk næst orðið og var ekki sammála þessari greiningu Sigmundar Davíðs. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kryddsíld í fjarveru Bjarna Benediktssonar formanns flokksins.Vísir / Hulda Margrét „Katrín má taka því eins og hún vill en hún er mikill vinstri maður og það er dálítið áhugavert fyrir mig sem þekkir ekki hreyfinguna eins og þeir sem hafa starfað í henni sem lýsa henni sem manneskju sem hefur skilið hugsjónir sínar eftir. Katrín er einhver mesta hugsjónamanneskja sem ég veit um og mikill vinstri maður,“ sagði Þórdís og vísaði þar til orða Ögmundar Jónassonar og Jóns Kalman sem sögðu Vinstri Græna hvorki vera til vinstri né græna og að flokkurinn væri íhaldsflokkur. Þórdís Kolbrún sagði muninn á flokkunum þremur í ríkisstjórn liggja í mörgum grundvallaratriðum. Snorri Másson spurði hana þá að því hvað henni fyndist að flokkur með jafnlítið fylgi og Vinstri Grænir stýrði algjörlega því sem ríkisstjórnin gerði. Á milli fastra skota og rökræða var skálað fyrir nýju ári. vísir/Hulda Margrét „Í fyrsta lagi er það ekki þannig að VG stýrir öllu því sem við gerum. Forsætisráðherra er verkstjóri en við erum þannig skipað stjórnvald að allt sem kemur inn í ríkisstjórn þurfi samþykki allra. Það skiptir mjög miklu máli hvaða ráðuneyti liggja hjá hvaða flokkum og það er mikið hægt að gera án þess að vera með pólitískt samþykki þó það sé einhver pólitískur veruleiki,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti við að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir hafi stoppað mál í ríkisstjórn. Logi vildi lítið gefa upp um framtíðina Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kom heldur ekki vel út úr könnuninni sem kynnt var en 48,2% þeirra sem tóku þátt töldu hann hafa staðið sig illa í kosningabaráttunni og aðeins 15,9% voru á öndverðum meiði og sögðu hann hafa gert vel. Logi Einarsson sagði að það kæmi fram á landsfundi Samfylkingarinnar í október hvernig forysta flokksins yrði skipuð í framhaldinu.Vísir / Hulda Margrét „Auðvitað skiptir þetta máli, ég held að það hafi líka spilað inn í að ég var mjög afdráttarlaus. Það voru ekki endilega allir í Samfylkingunni sem tóku undir það með mér að við ættum að lýsa því yfir að við ætluðum ekki að starfa í hægri stjórn.“ „Það er örugglega ekki að spila með mér í svona könnun. Hins vegar ítreka ég að niðurstöður kosninganna fyrir Samfylkingu, frjálslynd öfl og félagshyggjuna kalla á breytt leikskipulag.“ „Eitthvað það skemmtilegasta sem hefur komið fram í íslenskri pólitík“ Þá benti Snorri Másson á að Kristrún Frostadóttir hefði verið mjög sýnileg í kosningabaráttu Samfylkingar og spurði Loga hreinlega að því hvort hann ætlaði að halda áfram sem formaður eftir landsfund flokksins á næsta ári. Snorri Másson og Erla Björg Gunnarsdóttir stýrðu Kryddsíld þetta áriðVísir / Hulda Margrét „Ég tók meðvitaða ákvörðun um að við ættum að tefla þessari konu fram því ég held að hún sé eitthvað það skemmtilegasta sem hefur komið fram í íslenskri pólitík og það sem getur orðið þjóðinni mest að gagni. Ég er svo heppinn að vera í liði, þingliði og flokki þar sem við höfum ótrúlega marga öfluga stjórnmálamenn á sveitarstjórnarstigs og Alþingis og við getum skipt um stöðu,“ sagði Logi og bætti svo við að það kæmi í ljós á landsfundi flokksins í október hvernig forystan yrði. „Ég ætla ekkert að segja til um það fyrr en í sumar.“ „Stöðugleiki er lifandi en ekki dauður" Annars var umræða um ríkisstjórnanna sem kerfis- og íhaldsstjórn áberandi í þættinum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði hana kyrrstöðustjórn þar sem jaðrarnir pössuðu upp á sitt og sagði ríkisstjórnina forðast að tala um Evrópumálin. Þorgerður Katrín sagði ríkisstjórnina góða í kynningarmálum og þakkaði Katrín fyrir hrósið - enda hafi VG sjaldan eða nær aldrei fengið hrós fyrir að vera með sterka PR-deild. Vísir / Hulda Margrét „Þetta er góð PR-ríkisstjórn og Sigurður Ingi og Framsókn frábær PR-flokkur en kannski ekki prinsipp flokkur, ekki frekar en hinir.“ Katrín Jakobsdóttir var ekki sammála þessum orðum Þorgerðar. „Það er ekki kyrrstaða þegar fólk er í grundvallaratriðum ósammála eins og til dæmis um aðild að Evrópusambandinu. Aðild að ESB er ekki spurning um framfarir eða afturför heldur um grundvallarafstöðu í Evrópumálunum.“ „Veistu af hverju ég er í pólitík?,“ spurði Katrín þegar umræða um ósætti í grasrót Vinstri grænna byrjaði. Halldóra Mogensen fulltrúi Pírata sagði mikilvægt að horfa til framtíðar í mikilvægar kerfisbreytingar en ekki fela sig á bakvið kórónuveirufaraldurinn.Vísir / Hulda Margrét „Ég vil ná árangri fyrir samfélagið. Ég vil ekki endilega vera í pólitík til að ná flestum lækum á einhverjar færslur. Mér finnst pólitík eiga að snúast um hvernig maður getur náð raunverulegum árangri fyrir samfélagið. Saknar hugsjóna Katrínar Halldóra Mogensen, talskona Pírata, ræddi líka um stjórnina sem stöðnunarstjórn og sagði stöðugleika vera lifandi en ekki dauðan eins og stöðnun. „Stöðugleiki felst í því að horfa til og fara í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum og sjá tækifæri í þeim en ekki bara hindranir. Þetta snýst um það að fjárfesta í mannauð og sjá að það gengur ekki að vera með fátækt í ríku landi. Að lyfta fólki upp úr fátæktargildrum almannatryggingakerfisins en ekki tala heilt kjörtímabil um kerfisbreytingar sem koma aldrei og nota það sem afsökun fyrir því að halda fólki í fátæktargildrum áfram.“ Erla Björg og Katrín áttu greinilega í skemmtilegum umræðum í Kryddsíldinni.Vísir / Hulda Margrét „Ég hef horft upp til Katrínar sem forsætisráðherra og ég hef horft upp til hennar sem hugsjónamennsku og mér þykir sú hugsjón hafa horfið, ég sé hana allavega ekki. Mér þykir það miður því við erum á tímapunkti í samfélaginu þar sem skiptir gríðarlega miklu máli að vera framsýn og ekki stopp og stöðnuð. Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni. Klippa: Kryddsíld 2021
Kryddsíld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira