Umboðsmaður vill að börn fái forgang í sýnatöku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2022 16:02 Umboðsmanni barna hefur borist fjöldi ábendinga um að börn þurfi oft að standa úti og bíða lengi eftir að komast í sýnatöku fyrir Covid-19 hjá heilsugæslunni. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur óskað eftir því við forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að sérstakt rými verði útbúið fyrir sýnatöku barna í tengslum við Covid. Börn hafi upplifað mikinn kvíða, bæði í sýnatökum og vegna óvissu um niðurstöðu sem henni fylgi. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent bréf þess efnis á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilsugæslunnar. Þar kemur fram að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR-sýnatöku á börnum á starfsstöð heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut. Flestir hafa líklega gert sér ferð á Suðurlandsbrautina á undanförnum mánuðum til að fara í PCR-próf og kannast því við langar raðir og bið þar. Umboðsmaður segir aðstæðurnar sérstaklega kvíðavaldandi fyrir börn. Athugasemdir sem borist hafi umboðsmanni hafi snúist að megninu til að þremur þáttum: Að börn þurfi að bíða löngum stundum í biðröð eftir sýnatöku, jafnvel mjög ung börn. Að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Og að starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi því ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. „Afar mikilvægt er að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatöku barna séu eins barnvænar og kostur er. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun og hafa verður í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðurnar getur valdið börnum miklum kvíða,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hún segir að ákjósanlegast væri ef sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði sem væri jafnframt aðskilið því svæði þar sem sýnataka fullorðinna fer fram. Þá þurfi að huga að því hvernig gera megi umhverfið barnvænt og hlýlegt. Þá ættu börn sömuleiðis að njóta forgangs og fá sjálfkrafa að fara fremst í röð þeirra sem bíða eftir sýnatöku. Þá væri æskilegt að þeir starfsmenn sem taki sýni úr börnum séu heilbrigðisstarfsmenn, eða hafi að minnsta kosti fengið þjálfun, sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna vegna sýnatöku með viðeigandi hætti. Umboðsmaður endar bréfið á því að hann sé reiðubúinn til frekara samtals og samráðs um þetta málefni ef óskað sé eftir því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur sent bréf þess efnis á Óskar Reykdalsson, forstjóra heilsugæslunnar. Þar kemur fram að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR-sýnatöku á börnum á starfsstöð heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut. Flestir hafa líklega gert sér ferð á Suðurlandsbrautina á undanförnum mánuðum til að fara í PCR-próf og kannast því við langar raðir og bið þar. Umboðsmaður segir aðstæðurnar sérstaklega kvíðavaldandi fyrir börn. Athugasemdir sem borist hafi umboðsmanni hafi snúist að megninu til að þremur þáttum: Að börn þurfi að bíða löngum stundum í biðröð eftir sýnatöku, jafnvel mjög ung börn. Að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Og að starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi því ekki fengið þjálfun í að eiga í samskiptum við börn. „Afar mikilvægt er að börn upplifi sig örugg og að aðstæður fyrir sýnatöku barna séu eins barnvænar og kostur er. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun og hafa verður í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðurnar getur valdið börnum miklum kvíða,“ segir í bréfi umboðsmanns. Hún segir að ákjósanlegast væri ef sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði sem væri jafnframt aðskilið því svæði þar sem sýnataka fullorðinna fer fram. Þá þurfi að huga að því hvernig gera megi umhverfið barnvænt og hlýlegt. Þá ættu börn sömuleiðis að njóta forgangs og fá sjálfkrafa að fara fremst í röð þeirra sem bíða eftir sýnatöku. Þá væri æskilegt að þeir starfsmenn sem taki sýni úr börnum séu heilbrigðisstarfsmenn, eða hafi að minnsta kosti fengið þjálfun, sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna vegna sýnatöku með viðeigandi hætti. Umboðsmaður endar bréfið á því að hann sé reiðubúinn til frekara samtals og samráðs um þetta málefni ef óskað sé eftir því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira