Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2022 20:31 Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. Skólahald hefst að nýju eftir jólafrí í vikunni og hafa kennarar morgundaginn til þess að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Þór Jónsson, formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík að hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum Þórólfs um frestun skólabyrjunar vegna fjölgunar smitaðra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna tekur í sama streng. „Ja, það var nú ástæðan fyrir því að hann lagði þetta til, það var þetta. Maður átti von á því að tölurnar færu upp um jólin og svo þyrfti maður viku til tíu daga til þess að ná þeim niður núna í byrjun janúar og það hefði örugglega verið betra að því leytinu til en við verðum bara að sjá til. þetta er staðan sem við vinnum með,“ sagði Víðir. Tvö börn eru nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Víðir á áfram von á háum smittölum næstu daga og viðbúið að fleiri börn smitist þegar skólahald hefst að nýju. „Ef menn skoða bara tölfræðina og hvernig staðan var hjá 6-12 ára börnum fyrir jólafrí og svo núna, þar sem þetta hefur alveg dottið út þá er viðbúið að þetta detti inn aftur. Annað kæmi í sjálfu sér á óvart.“ Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og menntaskóla á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólahald hefst í næstu viku til þess að hemja útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Víðir segir að slíkt sé eitt af því sem sé í skoðun hér á landi. Sjá einnig: Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum. 22 eru á sjúkrahúsi vegna Covid19. Af þeim eru tveir með ómíkrón afbrigði veirunnar, 14 með delta en upplýsingar vantar hjá sex nýgreindum. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Af þeim átta sem eru á gjörgæslu er einn bólusettur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Skólahald hefst að nýju eftir jólafrí í vikunni og hafa kennarar morgundaginn til þess að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Þór Jónsson, formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík að hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum Þórólfs um frestun skólabyrjunar vegna fjölgunar smitaðra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna tekur í sama streng. „Ja, það var nú ástæðan fyrir því að hann lagði þetta til, það var þetta. Maður átti von á því að tölurnar færu upp um jólin og svo þyrfti maður viku til tíu daga til þess að ná þeim niður núna í byrjun janúar og það hefði örugglega verið betra að því leytinu til en við verðum bara að sjá til. þetta er staðan sem við vinnum með,“ sagði Víðir. Tvö börn eru nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Víðir á áfram von á háum smittölum næstu daga og viðbúið að fleiri börn smitist þegar skólahald hefst að nýju. „Ef menn skoða bara tölfræðina og hvernig staðan var hjá 6-12 ára börnum fyrir jólafrí og svo núna, þar sem þetta hefur alveg dottið út þá er viðbúið að þetta detti inn aftur. Annað kæmi í sjálfu sér á óvart.“ Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og menntaskóla á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólahald hefst í næstu viku til þess að hemja útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Víðir segir að slíkt sé eitt af því sem sé í skoðun hér á landi. Sjá einnig: Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum. 22 eru á sjúkrahúsi vegna Covid19. Af þeim eru tveir með ómíkrón afbrigði veirunnar, 14 með delta en upplýsingar vantar hjá sex nýgreindum. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Af þeim átta sem eru á gjörgæslu er einn bólusettur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16